Fréttablaðið - 22.07.2013, Page 2

Fréttablaðið - 22.07.2013, Page 2
22. júlí 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS SLYS Einn var fluttur á slysadeild í gærmorgun, líklega ökkla- brotinn, eftir að rússnesk þota, sem verið hafði á æfingaflugi um nóttina, brotlenti á Keflavíkur- flugvelli. Rannsóknarnefnd samgöngu- mála hefur hafið rannsókn á óhappinu en grunur leikur á að lendingarbúnaður vélarinnar hafi verið bilaður. Skúli Jónsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við Fréttablaðið að allir hafi sloppið ómeiddir nema einn. „Það voru fimm manns um borð og fjórir reyndust ómeiddir. Einn var fluttur á Heilbrigðis- stofnun Suður nesja með áverka á fæti, en það bendir allt til þess að hann sé ökklabrotinn,“ segir Skúli sem vinnur nú að rannsókn á vettvangi. Skúli segir að það sé algjörlega ótímabært að fjalla um hvað olli slysinu en ítrekar að lögreglan og rannsóknarnefnd samgöngumála vinni nú að því að komast að því hvað fór úrskeiðis. Í takt við aðgerðaráætlun voru ýmsar starfsstöðvar og stofnanir virkjaðar sem annast rekstur og uppbyggingu flugvalla á Íslandi ásamt slökkviliði, björgunar- sveitum og Rauða krossinum. Þotan var af gerðinni Sukhoi Super-jet og er framleidd í Rúss- landi. Framleiðendur flugvéla af sömu tegund hafa áður þurft að bregðast við bilunum í lendingar- búnaði á vélum sínum og hafa sjö flugvélar af þessari tegund verið framleiddar síðan árið 2007. - khn Einn var fluttur á slysadeild eftir að rússnesk þota brotlenti í Keflavík: Ökklabrotnaði í brotlendingu BILUN Í LENDINGAR- BÚNAÐI Rúss- nesk flugvél af gerðinni Sukhoi-jet 100 brotlenti á Keflavíkur- flugvelli í gær. SJÁVARÚTVEGSMÁL Grunur leikur á að stórir síldveiði- bátar leggi á mið þar sem bláskeljaræktun fer fram með þeim afleiðingum að ræktunin eyðileggst. Símon Már Sturluson, eigandi fyrirtækisins Íslensk bláskel og sjávargróður ehf. í Stykkishólmi, fullyrðir að síld- veiðibátarnir hafi valdið tugmilljóna tjóni. „Þeir sigla inn á svæði sem okkur hefur verið úthlutað og kasta yfir burðarlínuna sem heldur skel- inni fastri. Þannig rífa þeir bláskelina af línunum og hún fellur til botns og týnist. Ég er búinn að leita og leita að þeim. Krossfiskarnir eru líklega búnir að éta þær. Bát- arnir eyðilögðu 30 tonna ræktun í fyrrahaust sem hefur valdið um 40 milljón króna tjóni fyrir okkur,“ segir Símon og bendir á að þetta sé í þriðja skipti sem bátarnir soga upp skelina. „Þetta er svakalegt áfall fyrir okkur og með ólíkindum hvernig þessir skipstjórar haga sér,“ bætir Símon við. Þó svo að Símoni hafi verið úthlutað svæði til ræktunar á bláskel stendur hvergi í lögum að öðrum skipum sé bannaður aðgang- ur að svæðinu. Hins vegar gerast skipstjórar brotlegir ef skipin valda tjóni. Símon segir að málið sé í rann- sókn hjá lögreglu, en ekki sé búið að yfirheyra skipstjóra síldarbátanna. „Þeir gefa sér bara ekki tíma til að koma í yfirheyrslur og komast upp með það. Ég sá þá sigla yfir miðinn og það ætti að vera nóg,“ segir Símon og bætir við að hann sé búinn að fá það staðfest hjá Landhelgisgæslunni. Kristján Berg, eigandi fiskbúðarinnar Fiski- kóngurinn, segir að hann sakni þess að geta boðið viðskiptavinum upp á skelina. „Við erum algjör- lega uppiskroppa með bláskel í búðinni vegna þessa tjóns,“ segir Kristján. Símon hefur þurft að segja upp fimm starfsmönnum vegna tjónsins, þar sem enga skel er að finna lengur. lovisa@frettabladid.is Síldveiðiskip skemma ítrekað bláskeljarækt Eigandi bláskeljaræktunar á Stykkishólmi fullyrðir að síldveiðibátar hafi ítrekað valdið honum tjóni sem nemur tugum milljóna. Fisksali segist vera algjörlega uppi- skroppa með bláskel vegna þessa. Lögregla hefur verið með málið til skoðunar. BLÁSKEL Símon segir að skeljarnar falli til botns og týnist. Líklega éti krossfiskarnir þær. SÍMON STURLUSON KRISTJÁN BERG Ég er búinn að leita og leita að þeim. Krossfiskarnir hafa líklega étið þær. Símon Sturluson bláskeljabóndi TEKUR VIÐ Filippus tekur við krúnunni af föður sínum Albert II sem sat á valdastóli í tuttugu ár. MYND/AFP BELGÍA Hinn 53 ára gamli Filippus tók við sem konungur Belgíu í gær en faðir hans, Albert II, afsalaði sér krúnunni eftir tuttugu ár á valda- stóli. Filippus sór eið í belgíska þinghúsinu en hann er sjöundi konung- ur landsins. Hann sór að standa vörð um stjórnarskrána líkt og hefð er fyrir. Filippus konungur nam við háskólana í Oxford og Stanford en hann er einnig herflugmaður. Um 250 manns voru viðstaddir athöfnina og veifuðu Filippus og eiginkona hans, Matthildur drottning, til fólksins af svölum Konungshallarinnar í Brussel í gær. - ka Albert II afsalaði sér krúnunni eftir tuttugu ár á valdastóli: Filippus nýr konungur Belgíu JAPAN Shinzo Abe, forsætisráð- herra Japans, vann stórsigur í þingkosningum í Japan í gær. Kosið var um helming þingsæta í efri deild þingsins. Kjörsókn var þó aðeins um 52,6 prósent. Flokkur Abes, Frjálslyndi lýð- ræðisflokkurinn, og samstarfs- flokkur hans hafa nú meirihluta í báðum deildum þingsins en það þýðir að frumvörp koma til með að eiga greiðari leið í gegnum þingið. „Við viljum bregðast við ósk þjóðarinnar um efnahagsleg- an bata,“ sagði forsætisráðherr- ann eftir niðurstöðurnar í gær. - ka Kosið til Japansþings: Shinzo Abe vann stórsigur VIÐSKIPTI Nýlega var tilkynnt að starfsmenn Landsbankans myndu eignast tæplega eins pró- sents hlut í bankanum. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaga- nefndar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hún teldi óeðlilegt að hægt væri að ráðstafa eignum ríkisins með þessum hætti. „Ég velti fyrir mér hvort það sé lagastoð fyrir þessari úthlutun því þetta lítur út fyrir að vera nokkurs konar gjafagjörningur. Það er alveg klárt í fjárlögum að þegar á að selja ríkisfyrirtæki eða hluta úr rík- isfyrirtækjum þarf að færa slíka heimild í gegnum þing- ið,“ segir Vigdís sem telur gjörn- inginn siðlaus- an. Afhending hlutabréfanna bygg- ist á samningi frá 15. desember 2009 en þá gerðu gamli Lands- bankinn, nýi Landsbankinn o g í s le n sk a ríkið samning um fjárhags- uppgjör. Með samþykki ríkis- ins var nýja Landsbankanum gert að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn bankans. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, segir að þessi niðurstaða hafi verið sú skásta sem fékkst í samn- ingaviðræðunum. „Upphaflega krafan frá erlendu kröfuhöfunum var að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir einungis yfir- menn. Við höfnuðum því alfarið. Eftir mikið þóf varð niðurstaðan sú að kerfið tæki til allra starfs- manna bankans,“ segir Steingrím- ur og bendir á að þessar eignir hafi í raun verið eignir kröfuhafa en ekki ríkisins. - hþ,- le Formaður fjárlaganefndar gagnrýnir að starfsmenn Landsbankans eignist hlut í bankanum: Telur kaupaukakerfið löglaust og ósiðlegt STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VIGDÍS HAUKSDÓTTIR SLYS Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir tvö slys í Norðurárdal í gær. Fyrra slysið varð þegar bifreið var ekið á lamb. Ökumaður rútu fyrir aftan bifreiðina náði ekki að hemla í tæka tíð og sveigði því frá. Lenti hann þannig framan á jeppa sem kom úr gagnstæðri átt. Þrír voru fluttir á spítala eftir áreksturinn og voru þeir allir í jeppanum sem hafnaði utan vegar. Þá var ökumaður vélhjóls einnig fluttur á sjúkrahús eftir að hafa kastast af hjólinu við Hreimsstaði í Norðurárdal. Vélhjólamaðurinn er sagður fótbrotinn. Að sögn lög- reglu gekk umferð í Borgarfirði mjög hægt vegna slysanna. - hva, mlþ Bílslys í Norðurárdal: Fjórir á spítala Björn, er Funi búinn að skjóta ykkur ref fyrir rass? „Já hann Funi er sannkallaður bragðarefur.“ Yrðlingurinn Funi hefur vakið athygli viðskiptavina Þríhnúka, sem býður upp á skipulagðar ferðir ofan í Þríhnúkagíg. Funi hefur haldið til við búðir fyrirtækisins og gleður þar ferðamenn á svæðinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.