Fréttablaðið - 22.07.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.07.2013, Blaðsíða 6
22. júlí 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 MENNING „Það er liðið um það bil ár síðan ég rölti hérna um kirkjuna með organista og formanni sóknar- nefndar til að sjá hvernig við vildum hafa þetta,“ segir Björgvin Tómasson orgelsmiður, sem nú er að setja upp nýjustu afurð sína í Vídalínskirkju í Garðabæ. Slíkt verk er ekki hrist fram úr erminni en því fylgja 1.200 pípur og eru sumar þeirra í um sjö metra hæð. Þegar þær eru komnar á sinn stað á svo eftir að stilla og inntóna orgelið, sem er tímafrekt, svo það verður ekki fyrr en í októ- ber sem hljóðfærið verður komið í gagnið. „Það er mikill munur fyrir kirkjurnar að fá innlendan mann til að gera þetta. Ég get til dæmis smíðað orgelið inn í kirkjuna en því er ekki að heilsa þegar menn kaupa þetta að utan,“ segir Björgvin. Það er reyndar ekki um marga innlenda að ræða því hann er eini orgelsmiðurinn á landinu og því segir hann í gríni að það ríki alltaf mikil sátt þegar stéttarfélagið kemur saman. Hann er engin nýgræðingur í greininni en aldarfjórðungur er liðinn frá því hann hannaði sitt fyrsta orgel. „Já, það var Björgvin Tómasson opus 1 en þessi hérna er Björgvin Tómasson opus 34.“ Honum þykir það þó óneitanlega undarleg tilhugsun að verið sé að leika á Björgvin víða um land. Hann segist þó ekki gera upp á milli þessara nafna sinna. „Maður gerir ekki upp á milli barnanna sinna,“ segir hann. „Hins vegar er það alveg sárs- aukalaust að segja frá því hvar þeir hljóma best en eins og við vitum getur hljómburður verið æði misjafn í kirkjum lands- ins. Ég er til dæmis sérstak- lega ánægður með hvernig hann hljómar í Laugarneskirkju, þar er reyndar stærsta orgelið sem ég hef smíðað.“ Hann segist einnig ánægður með hvernig Björgvin- arnir hljóma í Hjallakirkju og Digraneskirkju í Kópavogi. Þótt Björgvin sé einn í stéttar- félagi orgelsmiða á Íslandi er hann ekki einn að verki. „Ég er svo heppinn að hafa starfað með Jóhanni Halli Jónssyni smiði í ein tuttugu ár og svo Guðmundi Gesti Þórissyni um alllangt skeið. Svo hefur sonur minn verið mér mikil hjálparhella. Þó held ég að það sé borin von að hann vilji halda taka við kyndlinum og halda þessari listiðju í fjölskyldunni.“ jse@frettabladid.is Leikið á Björgvin í kirkjum landsins Eini orgelsmiður landsins er nú að setja upp hönnun sína í Vídalínskirkju í Garða- bæ. Orgelið er um sjö metrar á hæð og með eitt þúsund og tvö hundruð pípur. Orgelin heita eftir orgelsmiðnum svo þetta er þrítugasti og fjórði Björgvininn. SMIÐIRNIR EITTHVAÐ AÐ PÍPA Hér er Björgvin með eina af rúmlega þúsund pípum en fyrir aftan hann er Egill sonur hans að baksa við aðra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ? Seiðandi sumarbragð www.skyr.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA KOLVETNA- SKERTUR NÝTT MANGÓ & ÁSTARALDIN Það er mikill munur fyrir kirkjurnar að fá innlendan mann til að gera þetta. Ég get til dæmis smíðað orgelið inn í kirkjuna en því er ekki að heilsa þegar menn kaupa þetta að utan Björgvin Tómasson orgelsmiður 1200 pípur eru í nýjasta orgeli Björgvins í Vídalínskirkju í Garðabæ. LÖGREGLUMÁL Stefán Logi Sívars- son, sem grunaður er um um að hafa í félagi við aðra svipt mann frelsi sínu í höfuðborginni fyrir um tveimur vikum og pyntað, hefur ekki verið yfirheyrður af lögreglu. Lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, segir þau vinnu- brögð lögreglu gagnvart skjólstæð- ingi sínum í málinu ámælisverð. Stefán hefur setið í gæslu- varðhaldi í rúma viku. Meiri- hluta varðhaldsins hefur hann dvalið í einangrunarklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu en var fluttur þaðan á Litla-Hraun á föstudaginn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekki þótt tilefni til að taka af Stefáni skýrslu enn sem komið er. „Ég get lítið tjáð mig um málið að svo stöddu, nema að rannsókn er í fullum gangi,“ segir Jón H.B. Snorrason aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. Stefán Logi var handtekinn þann 13. júlí síðastliðinn og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Sérsveit lögreglu handtók Stefán í Mið- húsaskógi í Biskups tungum eftir umfangsmikla leit á öllu Suður- landi. Stefán Logi Sívarsson og fjórir menn til viðbótar eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarleg- um líkamsárásarmálum undan- farnar vikur. Alls hafa fimm menn verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald vegna málsins. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Stefáni Loga rennur út næst komandi föstudag, að öllu óbreyttu. - mlþ Stefán Logi Sívarsson var fluttur á Litla-Hraun á föstudag af lögreglustöðinni við Hverfisgötu: Stefán Logi hefur ekki verið yfirheyrður STEFÁN LOGI SÍVARSSON JÓN H.B. SNORRASON VEIÐI Samtökin IFAW og Hvala- skoðunarsamtök Íslands stóðu fyrir mótmælaaðgerðum í gær- nótt, en þau telja hvalveiðar Íslendinga tilgangslausar. Þau sigldu út á Faxaflóa með hvalaskoðunarbátum að flutn- ingaskipi Samskipa sem var á leið til hafnar með langreyðar- kjöt sem ekki fékkst umskipað í evrópskum höfnum. „Það er verið að benda á tilgangsleysi hvalveið- anna,“ sagði Sigursteinn Másson, fulltrúi IFAW. - hva, mlþ Mótmæli á hafi úti: Segja veiðarnar tilgangslausar MÓTMÆLT Mótmælin fóru fram við flutningaskip með langreyðarkjöt. DÚBAÍ Hin norska Marte Dalelv, sem dæmd var í 16 mánaða fangelsi eftir að hafa verið nauðgað, hefur verið boðuð á fund saksókn- ara í Dúbaí í dag. Örlög hennar geta því ráðist í dag en málið hefur vakið gríðarlega athygli um heim allan. Lög- regluþjónar í Dubai trúðu Marte ekki þegar hún leitaði til lög- reglu eftir nauðgunina. Þeir vörpuðu henni í fangaklefa á þeim forsendum að hún hefði stundað kynlíf utan hjónabands og neytt áfengis án heimildar. Marte er þakklát fyrir stuðn- inginn sem hún hefur fengið á síðustu dögum. - ka Norska konan í Dúbaí: Dalelv fundar með saksóknara MARTE DALELV 1. Hvaða borg í Bandaríkjunum lýsti yfi r gjaldþroti í vikunni? 2. Hversu mörg ár eru liðin frá vígslu Skálholtskirkju? 3. Hvaða hönnunarmerki prýðir fl estar forsíður tískutímarita í ár, eða alls 111 forsíður? SVÖR1. Detriot-borg í Michigan 2. 50 ár 3. Gucci

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.