Fréttablaðið - 22.07.2013, Blaðsíða 4
22. júlí 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
STJÓRNSÝSLA Velferðarráðuneytið hefur
hafnað ósk Hafnarfjarðarbæjar um að
afhenda bænum endurgjaldslaust 85 pró-
senta eignarhluti ríkisins í St. Jósefsspítala
og Suðurgötu 44. Fasteignamat húsanna er
samtals 426 milljónir.
St. Jósefspítali hefur staðið auður síðan
sjúkrahússtarfsemi var lögð þar af fyrir um
einu og hálfu ári. Gunnar Axel Axelsson,
formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir
Guðbjart Hannesson, þáverandi velferðar-
ráðherra, hafa nefnt að nýta bæri fasteign-
irnar fyrir nærsamfélagið í Hafnar firði.
„Við lögðum fyrir ráðuneytið ýmsar
hugmyndir um menningastarfsemi sem
gæti verið í húsinu. Forsendan var og er að
ríkið afsalaði sér sínum hluta líkt og það
hefur gert á Ísafirði og víðar við svipaðar
aðstæður,“ segir Gunnar, sem kveður
Hafnar fjörð ekki í sérstakri þörf fyrir
aukið húsnæði.
„Við fögnum við því að fá skýrt svar en
nú er boltinn hjá ríkinu sem þarf að svara
því hvort húsið verði sett í almenna sölu
eða hvort ríkið hyggst nýta það á einhvern
hátt. Það gengur ekki að þessar byggingar
standi auðar áfram og grotni niður,“ segir
formaður bæjarráðs. - gar
Ríkið hafnar ósk Hafnfirðinga um að gefa eftir hlut í 426 milljóna fasteignum:
Bærinn fær ekki St. Jósefsspítala gefins
ST. JÓSEFS-
SPÍTALI Unnið
að brottflutningi
Landspítalans
úr Hafnarfirði
í nóvember
2011. Bygging-
arnar standa enn
auðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
NÝJA-SJÁLAND Harður jarð-
skjálfti skók Nýja-Sjáland í
gærmorgun en jarðskjálftinn
var af stærðargráðunni 6,9 á
Richter. Upptökin voru um 57
kílómetra suðvestur af höfuð-
borginni Wellington.
Engar fregnir hafa borist af
manntjóni en rafmagn fór víða
af í borginni og fólk sat fast í
lyftum. Eins varð töluvert tjón á
byggingum.
„Það var eins og húsið ætlaði
sér að rísa á fætur og labba
niður götuna,“ sagði útvarps-
maðurinn Tony Vale. - ka
Jarðskjálfti í Nýja-Sjálandi:
Töluvert tjón í
hörðum skjálfta
MENNTAMÁL Illugi Gunnarsson
menntamálaráðherra sagði í
hádegisfréttum Ríkisútvarpsins
í vikunni að sameining háskóla
á Íslandi væri
í undirbúningi
í menntamála-
ráðuneytinu.
Illugi sagðist
þeirrar skoðun-
ar að of margir
háskólar væru
hér á landi og
að stefnt væri
að sameiningu
háskóla á þessu kjörtímabili.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor
Háskóla Íslands, tekur undir
orð Illuga og telur að sameining
Háskóla Íslands og Háskólans í
Reykjavík gæti skilað faglegum
og fjárhagslegum ávinningi.
Ari Kristinn Jónsson, rektor
Háskólans í Reykjavík, segir
hins vegar sameininguna órök-
rétta og að honum þyki sam-
keppni milli háskóla afar mikil-
væg. - le
Sameining í undirbúningi:
Illugi telur há-
skóla of marga
ILLUGI
GUNNARSSON
SAMFÉLAGSMÁL Samtök kvenna
af erlendum uppruna á Íslandi
kalla eftir því að starfsmanna-
mál á kampavínsklúbbum verði
skoðuð sérstaklega af lögreglu.
Hættulegt sé að vanmeta starf-
semina sem þar
fari fram.
Anna Katar-
zyna Wozniczka
er varaformaður
samtakanna en
hún segir að
miðað við frétta-
flutning síðustu
daga af stöðun-
um tveimur sé
augljóslega ekki
allt með felldu.
Hún segir jafnframt að það eigi
að tala upphátt um starfsemi sem
þessa.
„Okkur finnst þó mikilvægt að
bíða með að dæma eða ýta undir
fordóma þangað til lögreglan og
ábyrgar stofnanir rannsaka málið
með aðstoð túlka,“ segir Anna.
Anna segir einnig að kampa-
vínsklúbbar þurfi að vera undir
stöðugu eftirliti lögreglu. Mikil-
vægt sé að skoða reglulega að
starfsmenn sem þar vinna séu
með kennitölu og skattkort og
einnig verður að huga að föstum
ráðningarsamningum með starfs-
lýsingu.
„Starfsmenn eiga að vita um
réttindi sín og hvort það sem
þeir gera hér á landi samræmist
lögum,“ segir hún.
Anna bendir á að konur sem
hingað koma frá Austur-Evrópu
þurfi ekki sérstakt atvinnuleyfi.
Þær megi dvelja og starfa hér á
landi í allt að þrjá mánuði. „Það
gerir þær mun ósýnilegri. Því
er mikilvægt að Ísland vanmeti
ekki þetta mál og læri frekar af
reynslu nágrannalandanna,“ segir
Anna.
„Sérstaklega með tilliti til þess
að konurnar sem þarna vinna eru
nýkomnar til landsins og búa allar
saman í lítilli íbúð. Það verður að
ganga úr skugga um að þær séu
hér á réttum forsendum,“ segir
hún.
Anna segist jafnframt sammála
orðum Bjarkar Vilhelmsdóttur,
borgarfulltrúa Samfylkingarinn-
ar, um að starfsemi sem þessi sé
varasöm. „Er þetta eitthvað sem
við viljum hér?“ segir Anna.
Fyrir helgi stefndu eigendur
kampavínsstaðanna VIP Club og
Crystal borgarfulltrúanum Björk
Vilhelmsdóttur og Steinunni
Gyðu- og Guðjónsdóttur, forstöðu-
konu vændisathvarfsins, fyrir
ummæli um að það virtist sem
vændi og mansal væri stundað í
tengslum við staðina.
Konurnar þurfa að biðjast
afsökunar á ummælunum og
greiða miskabætur í dag, ella
verður höfðað meiðyrðamál gegn
þeim. maria@frettabladid.is
Vilja athugun á starfsmanna-
málum Kampavínsklúbbanna
Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja úttekt á starfsmannamálum kampavínsklúbba. Þær segja mikilvægt
að vanmeta ekki starfsemi sem þessa. Ganga verði úr skugga um að konurnar séu hér á réttum forsendum.
ANNA
WOZNICZKA
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sögðu tvær breskar starfs-
stúlkur á kampavínsklúbbnum VIP í Austurstræti
að þær ætluðu ekki sitja undir því að vera kallaðar
vændiskonur og að orðrómur um að mansal sé stundað
í tengslum við staðinn sé ekki sannur. Konurnar vilja
opinbera afsökunarbeiðni frá þeim sem hafa viðhaft
slík ummæli og hafa ráðið sér lögfræðing. „Við vinnum
við að skemmta. Við tölum við karlmenn, látum þeim
líða þægilega, dönsum fyrir þá og syngjum. Eða bara
það sem gerir þá ánægða. Þetta snýst um félagsskap
okkar, það er allt og sumt. Félagsskapur, dans, kampa-
vínsglas eða -flaska,“ sögðu konurnar tvær.
Dansa fyrir karlmenn í bakherberginu
7.715 heimili fengu fjár-hagsaðstoð sveitar-
félaga árið 2011.
Árið áður fengu 6.910 heimili slíka
aðstoð.
Fjölgun á milli ára nemur 805
heimilum. Fjölmennustu hóparnir
sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2011
voru einstæðir barnlausir karlar og
einstæðar konur með börn.
VIP CLUB
Í AUSTUR-
STRÆTI Eigandi
VIP Club í
Austur stræti
hefur hótað að
höfða meiðyrða-
mál vegna
ummæla um
staðinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Veðurspá
Miðvikudagur
Fremur hægur vindur, hvassara syðst.
BIRTIR TIL Á V-VERÐU LANDINU á morgun, áfram einnig bjart NA-lands en dálítil
væta syðst. Hlýjast verður inn til landsins vestan til á morgun, að 22 stigum. Bjart
víðast hvar einnig á miðvikudag en dregur fyrir SA-til síðdegis.
13°
4
m/s
13°
2
m/s
14°
3
m/s
12°
2
m/s
Á morgun
Fremur hægur vindur, hvassara syðst.
Gildistími korta er um hádegi
17°
14°
14°
18°
18°
Alicante
Basel
Berlín
30°
31°
30°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
28°
32°
30°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
25°
25°
35°
London
Mallorca
New York
32°
34°
29°
Orlando
Ósló
París
32°
23°
35°
San Francisco
Stokkhólmur
18°
19°
18°
2
m/s
15°
3
m/s
20°
2
m/s
14°
4
m/s
17°
3
m/s
16°
2
m/s
13°
4
m/s
17°
14°
14°
19°
18°
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
VISTVÆNN RUSLAPOKI
100% niðurbrjótanlegur, úr
maíssterkju, 10 lítra, 25 stk. í pakka.
Verð 490 kr.
MILD HÚÐ-
OG HÁRSÁPA
til daglegra nota.
Lágt ph-gildi,
aðeins 4,5.
Verð 396 kr.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
13
17
72
www.rekstrarland.is
VISTVÆNAR
VÖRUR
Í Rekstrarlandi finnurðu mikið
úrval af vistvænum og
vottuðum vörum.
Skeifunni 11 | Sími 515 1100