Fréttablaðið - 22.07.2013, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.07.2013, Blaðsíða 14
22. júlí 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ROSE SWEW hjúkrunarkona, lést í Kenía 11. júlí. Jarðarförin verður í Kenía 27. júlí kl. 14.00. Lydia Amimo Henrysdóttir Úlfur Björnsson Philip Onyango Connie Onyango Dorothy Otato Willis Otato barnabörn og barnabarnabörn. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÍNA LILJA HANNESDÓTTIR lést 18. júlí á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 29. júlí kl. 15.00. Hilmar Pálsson Hannes Hilmarsson Dóra Berglind Torfadóttir Páll Hilmarsson Kolbrún Jónsdóttir Björn Hilmarsson Guðrún Björk Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Deng Xiaoping var settur aftur í starf sitt á þessum degi en hann féll í ónáð í menn- ingarbyltingunni í Kína á árunum 1966 til 1976. Deng Xiaoping fæddist árið 1904 og lærði meðal annars í Frakklandi og Sovétríkjunum á sínum yngri árum. Þegar hann kom heim til Kína varð hann virkur innan kommúnistaflokksins og völd hans fóru stigvaxandi. Árið 1952 varð hann varaforsætisráðherra og síðar aðalritari flokksins. Deng Xiaoping barðist fyrir efnahagslegum úrbótum í land- inu og vildi efla hagvöxt en hugmyndir hans stönguðust á við hugmyndir Maós Zedong, formanns flokksins. Þó að kommúnista- flokkurinn væri kominn til valda (1949) taldi Maó að byltingunni væri ekki lokið og hratt af stað menningar- byltingunni árið 1966. Menningarbyltingin einkenndist af róttækni og óróleika en Maó fékk ungt fólk innan stúdentahreyfingarinnar til þess að taka þátt og voru stúdentarnir kallaðir rauðu varðliðarnir. Deng Xiaoping, ásamt fleirum, var gagn- rýndur harðlega fyrir störf sín og einhvern tíma á árunum 1967-1969 missti hann allar stöður sínar innan flokksins og hvarf sjónum almennings. Maó missti að nokkru leyti stjórn á menn- ingarbyltingunni en ofbeldi og stjórnleysi fylgdi rauðu varðliðunum og voru liðs- sveitirnar að mestu leystar upp, og lauk svo menningarbyltingunni í raun árið 1969. Árið 1973 fékk Deng Xiaoping aftur stöðu sína innan flokksins, missti hana þremur árum síðar og fékk hana aftur árið 1977 en Maó lést árið 1976. Eftir að Deng komst aftur til valda kom hann á ýmsum efnahagslegum umbótum, hann dró úr mið- stýringu, gaf fyrirtækjum aukið frelsi, bætti viðskiptasambönd við Vesturlönd og opnaði fyrir erlenda fjárfestingu til kínverskra fyrir- tækja. Undir stjórn hans jókst hagvöxtur og stöðugleiki í Kína og lífskjör bötnuðu. ÞETTA GERÐIST 22. JÚLÍ 1977 Deng Xiaoping kemst aft ur til valda DENG XIAOPING Bókin ber undirtitilinn skáldsaga í hæfilegri lengd og fjallar um ungan mann í tilvistar- kreppu. Fjallar ekki allt sem ungir menn skrifa um unga menn í tilvistarkreppu,“ svarar Sverrir Norland beðinn um að lýsa þessari fyrstu skáldsögu sinni í örfáum orðum. „Þetta eru ævintýri skáldgarms á tækniöld,“ bætir hann síðan við til frekari útskýringar. Hann gerir sér grein fyrir því að auðvelt er að draga þá ályktun af þessari lýsingu að sagan sé sjálfsævisöguleg. Er hún það? „Ja, sumt, ekki allt. Það breytist alltaf allt þegar maður byrjar að skrifa um það. Þá fer sann- leikurinn fljótt út um þúfur.“ Þetta er annar útgáfudagur Tunglbókanna en eins og áður hefur komið fram er mein- ingin að gefa út tvær bækur á hverju fullu tungli næstu mánuðina. Bækurnar eru gefnar út í 69 eintökum og aðeins fáanlegar þetta eina kvöld. Þeim eintökum sem verða óseld eftir kvöldið verður fargað - eða sú er allavega stefnan. Sverrir er ekki í slorlegum félagsskap því Pétur Gunnarsson á hina bók- ina sem kemur út í kvöld. Hvernig tilfinning er það að vera á sama báti og einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar? „Það er mjög fynd- ið. Ég hef einmitt verið að lesa Þórbergs- bækurnar hans undanfarið svo þetta er mjög gaman og flott.“ Það er dálítið merkilegt að gefa bækur út í 69 eintökum, viljið þið ekki lesendur? „Ég held þetta séu viðbrögð við yfirgangi met- sölubókanna. Með þessu móti er mjög lík- legt að upplag bókanna seljist upp, sem er draumur hvers höfundar. Ef eftirspurnin er meiri er það frábært, en ef hún er minni þá þarf maður kannski að hugsa sinn gang. Bækurnar eru allar mjög fallegar, hannaðar af Ragnari Helga og mjög eigulegir gripir, burtséð frá innihaldinu.“ Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóða- bækur auk þess sem hann er tónlistarmaður og sendi frá sér plötuna Sverrir Norland árið 2008. Platan fékk fína dóma en hann segir tónlistarsköpunina þó sitja á hakanum eins og er þar sem hann hafi ákveðið að einbeita sér að skriftunum. „Gítarinn er þó alltaf innan seilingar og ég á einhver hundrað lög á lager, en ég varð að velja á milli tónlistar- innar og skriftanna og fór í ritlistarnám til London. Síðan hef ég búið í París en er heima í sumar og hamast við að skrifa skáld- sögu, sem vonandi kemur út innan of langs tíma.“ fridrikab@frettabladid.is Sannleikurinn fer fl jótt út um þúfur í skáldskap Tunglið forlag fagnar útkomu Tunglbóka númer 3 og 4 með sérstöku Tunglkvöldi á Loft - inu í kvöld. Bækurnar eru veraldarsaga (mín) – aldarfarsbók eft ir Pétur Gunnarsson og Kvíðasnillingurinn– skáldsaga í hæfi legri lengd eft ir Sverri Norland. FYRSTA SKÁLDSAGAN Sverrir hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur og eina plötu og situr nú við að skrifa aðra skáldsögu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR MERKISATBURÐIR 1245 Kolbeinn ungi Arnórsson, höfðingi af ætt Ásbirninga, and- ast um 37 ára að aldri. 1513 Kristján 2. verður konungur Danmerkur og Noregs. 1581 Hundrað ára stríðið hefst: Norðurhéruð Niðurlanda sverja afneitunareiðinn og segja sig úr lögum við Filippus II Spánar- konung. 1684 Gísli Þorláksson biskup á Hólum deyr 53 ára. Hann hafði verið þríkvæntur. 1910 Zeppelin-loftfarið flýgur í fyrsta skipti. 1929 Landakotskirkja í Reykjavík er vígð. 1939 Tveir þýskir kafbátar koma til Reykjavíkur. Þetta eru fyrstu kafbátarnir sem koma til Íslands. 2003 Uday og Qusay Hussein, synir Saddams Hussein, felldir eftir umsátur í Írak. 2011 Mannskæð hryðjuverk eru framin í Noregi, fyrst með sprengjuárás á stjórnarbyggingar í Ósló og skömmu síðar með skotárás á samkomu ungmennahreyfingar í Útey. Að minnsta kosti 76 láta lífið. Öfgamaðurinn Anders Behring Breivik er handtekinn fyrir að standa á bak við árásirnar. 2011 Eden í Hveragerði brennur til kaldra kola í stórbruna. EDEN BRENNUR Eden í Hveragerði brann til kaldra kola á þessum degi fyrir tveimur árum. Amiina og Sin Fang leiða saman hesta sína og halda tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík á miðvikudagskvöldið klukkan 20.30. Hljómsveitirnar hafa báðar verið iðnar við kolann undanfarin misseri við útgáfu og tónleikahald. Sin Fang sendi frá sér sína þriðju breið- skífu fyrr á árinu og fylgdi plötunni Flowers eftir með þriggja vikna löngu tónleikaferðalagi um Evrópu. Amiina sendi sömuleiðis frá sér plötu fyrir skemmstu en The Lighthouse Project kom út í júní síðastliðnum. Hljómsveitin hélt nýlega viðamikla tónleika í Óperuhúsinu í Cork á Írlandi en síðustu tónleikar Amiinu hér á landi voru á tónlistarhátíðinni ATP Iceland. Breska tímaritið Wired sagði tónleika þeirra einn af hápunktum hátíðarinnar. Stuðningsaðilar tónleika Amiinu og Sin Fang eru Gló og Smekkleysa. Forsala miða er á www.midi.is og í verslunum Brims, á Laugavegi og í Kringlunni. Leiða saman hesta sína Hljómsveitirnar Amiina og Sin Fang halda sameiginlega tónleika í Fríkirkjunni. PIKKNIKK Hljómsveitin Amiina leikur lög af nýlegri plötu sinni í Fríkirkjunni. LANDAKOTSKIRKJA Landakotskirkja var vígð á þessum degi árið 1929.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.