Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2013, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 22.07.2013, Qupperneq 34
22. júlí 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 22 Mörkin: 1-0 Marie Hammarström (3.), 2-0 Josefine Öqvist (14.), 3-0 Lotta Schelin (19.), 4-0 Lotta Schelin (59.) ÍSLAND (4-4-2): Guðbjörg Gunnarsdóttir 4 Dóra María Lárusdóttir 4 Sif Atladóttir 4 Katrín Jónsdóttir 4 (80., Glódís Perla Viggósdóttir -) Hallbera Guðný Gísladóttir 4 Fanndís Friðriksdóttir 4 (65., Harpa Þorsteinsdóttir 4) Sara Björk Gunnarsdóttir 4 Dagný Brynjarsdóttir 5 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 5 Margrét Lára Viðarsdóttir 4 (79., Elín Metta Jensen -) Rakel Hönnudóttir 4 Skot (á mark): 12-04 (7-1) Horn: 4-3 Aukaspyrnur fengnar: 4-4 Rangstöður: 2-1 Varin skot: Hammarström 1 - Guðbjörg 3 ÚRSLIT ÍTALÍA - ÞÝSKALAND 0-1 0-1 Simone Laudehr (26.) LEIKIR DAGSINS 8-LIÐA ÚRSLIT: NOREGUR - SPÁNN KL. 16.00 FRAKKLAND - DANMÖRK KL. 18.45 EM KVENNA 2013 4-0 Kirsi Heikkinen,(Finnlandi) Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is Skrifar frá Svíþjóð EM KVENNA 2013 visir.is Allt um leiki gærkvöldsins Mörkin: 0-1 Guðmann Þórisson (15.), 0-2 Björn Daníel Sverrisson (49.), 0-3 Atli Viðar Björnsson (62.), 0-4 Atli Viðar Björnsson (72.). KEFLAVÍK (5-3-2): Bergsteinn Magnússon 4- Grétar Atli Grétarsson 4 (20. Benis Krasniqi 5), Haraldur Freyr Guðmundsson 5, Ásgrímur Rúnarsson 4, Magnús Þór Magnússon 5, Frans Elvarsson 5, - Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (77. Daníel Gylfason -), Bojan Stefán Ljubicic 5, Arnór Ingvi Traustason 5, - Elías Már Ómarsson 5 (84. Theódór Guðni Halldórsson -), Hörður Sveinsson 4. FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 5, - Jón Ragnar Jónsson 6, Guðmann Þórisson 7, Brynjar Ásgeirsson 6, Sam Tillen 6, - Emil Pálsson 6, Björn Daníel Sverrisson 7(75. Böðvar Böðvarsson-) , Kristján Gauti Emilsson 6 (74. Einar Karl Ingvason-) , - Ingimundur Níels Óskarsson 6, Atli Guðnason 5, Atli Viðar Björnsson 8*. Skot (á mark): 6-17 (0-11) Horn: 6-11 Aukaspyrnur fengnar: 9-12 Rangstöður: 1-3 Varin skot: Bergsteinn 6 - Róbert 0 0-4 Nettóvöllurinn Áhorf.: 670 Garðar Örn Hinriksson (7) FÓTBOLTI EM-ævintýri stelpnanna okkar endaði í gær með skelli á móti sterku liði Svía. Svíar unnu öruggan 4-0 sigur og tryggðu sér sæti í undanúrslitum á EM. Þetta var frábær keppni hjá íslensku stelpunum þótt endirinn hafi verið snubbóttur. Vissulega voru stelpurnar súrar og svekktar í leikslok að hafa ekki veitt þeim sænsku meiri keppni en byrjun leiksins varð algjör örlagavaldur í þess- um stærsta leik í sögu íslensks fótbolta. Allt sem mátti ekki gerast í upphafi leiks gerðist og eftirleikurinn var auðveldur fyrir sænska liðið sem skoraði fyrsta markið á 3. mínútu og var komið 3-0 yfir eftir tuttugu mín- útur. Það var hins vegar annars konar dramatík sem tók við eftir leikinn þegar öllum varð ljóst að landsliðsfyrirliðinn væri að kveðja stelpurnar. Mögnuðum ferli lauk nefnilega á Örjans Vall í Halmstad í gær. 19 ára lands- liðsferli Katrínar Jónsdóttur lauk þegar hún fékk heiðurs skiptingu tíu mínútum fyrir leikslok. Í stað hennar kom Glódís Perla Viggós- dóttir inn á, sem margir sjá sem eftirmann hennar í liðinu. Táknræn stund „Það var táknræn stund þegar Glódís kom inn á fyrir Kötu. Kata hefur átt stórkostlegan landsliðs- feril. Hún átti frábært mót og á mikinn heiður skilinn að hafa leitt liðið svona langt í þessari keppni,“ sagði landsliðsþjálfar- inn Sigurður Ragnar Eyjólfsson. „Það er leiðinlegt að við gátum ekki gefið henni betri leik. Hún er búin að eiga stórkostlegan landsliðsferil og ég vona að hún geti bara hugsað um Hollands- leikinn eða eitthvað,“ sagði Guð- björg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, eftir leikinn. „Ég vildi enda þetta á betri leik og var að reyna það eftir leik að sækja einhverjar minningar frá Hollandsleiknum til þess að líða aðeins betur. Ég hugsa að það þurfi að líða smá tími og þá áttum við okkur á því hvaða árangri við höfum náð. Þetta er frábær árangur og nú vona ég að Ísland komi aftur á stórmót og nái að bæta þetta,“ sagði Katrín Jónsdóttir en hún gat ekki haldið aftur af tárunum í leikslok. Grét eins og smábarn „Ég var hálftóm í hausnum þegar ég var tekin út af og eftir leikinn voru meiri tilfinningar í gangi. Ég grét eins og smábarn en svona er þetta bara. Þetta er skrýtið, ég er búin að vera svo lengi í þessu og fótbolti er alltaf búinn að vera númer eitt. Ég elska að spila fót- bolta og fórna öllu fyrir hann. Ég flutti 650 kílómetra til þess að geta verið í sem bestu standi til að spila fyrir landsliðið. Það er svolítið skrýtið að þetta sé búið. Það tekur víst eitthvað annað við en það segja þær mér þessar stelpur sem hafa hætt,“ segir Katrín brosandi. „Ég er sátt með mína frammi- stöðu og með frammistöðu liðs- ins. Það voru allir að leggja sig hundrað prósent fram og við náðum okkar markmiðum. Við ætluðum ekki að vera saddar og ætluðum að komast lengra. Við lentum á mjög góðum degi hjá Svíþjóð. Við getum byggt ofan á þetta. Það eru að koma upp ungar og efnilegar stelpur sem eru orðnar góðar. Ég held að fram- tíðin sé björt,“ sagði Katrín. Fyrirmynd fyrir okkur allar Það voru fleiri en Katrín sem táruðust í leikslok. „Það er að sjálfsögðu erfitt að horfa á eftir henni. Katrín er frábær mann- eskja og frábær knattspyrnu- kona. Hún er mikil fyrirmynd fyrir okkur hinar með því að vera svona lengi í þessu og standa sig svona vel. Hennar verður sárt saknað,“ sagði Margrét Láta, sem reyndi að setja sig í spor Kötu. „Ég fór að hágráta þegar hún kom út af því ég á eftir að sakna hennar og ég veit líka hvað þetta er erfitt fyrir hana. Hún getur verið virkilega stolt af sinni frammistöðu og öllu sem hún hefur gert fyrir íslenska kvenna- knattspyrnu,“ sagði Margrét Lára. Það verður vissulega skrýtið að sjá enga Katrínu Jónsdóttur þegar íslenska kvennalandsliðið mætir til leiks í undankeppni HM. Það spilar enginn endalaust og það vissu allir að það kæmi að þessari stundu. Við kvöddum Ólaf Stefánsson í júní og kveðjum Katrínu Jónsdóttur í júlí. Mikilvægi þessara tveggja miklu leiðtoga verður aldrei metið til fulls og það er full ástæða til að segja: „Takk Kata“. Tárin streymdu hjá Kötu Ævintýri íslenska kvennalandsliðsins á EM í Svíþjóð endaði með 0-4 tapi á móti Svíum í átta liða úrslitunum í gær. Þetta var 132. og síðasti landsleikur Katrínar Jónsdóttur. Hún endaði frábæran feril á frábærum árangri á EM en mun væntanlega reyna að gleyma lokaleiknum sem fyrst. HÆTT Katrín Jónsdóttir er hætt að leika með íslenska landsliðinu. Hún hefur staðið fyrir sínu fyrir land og þjóð og unnið ómetanlegt starf fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs- son gekk á milli leikmanna íslenska kvennalandsliðsins eftir leik og óskaði þeim til hamingju með frábæran árangur. Úrslit gærdags- ins voru súr en svekktir leikmenn liðsins geta fyllst stolti yfir að hafa tekið þátt í því skrifa nýjan kafla í sögu íslensks fótbolta. „Við fengum fyrsta stigið okkar í lokakeppni á þessu móti og náðum líka í fyrsta sigurinn. Við vorum í fyrsta skiptið í átta liða úrslitum og höfum náð að setja ný viðmið fyrir þetta landslið í framtíðinni,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir leikinn. „Ég sagði við stelpurnar eftir leik að gleyma því ekki að líta á mótið í heild sinni. Þær geta verið stoltar af árangrinum á mótinu og þær hafa staðið sig hrikalega vel. Þó að þær séu súrar og svekktar með að hafa tapað í dag [í gær] þá geta þær farið heim með mikið stolt,“ sagði Sigurður Ragnar. „Það er stutt í undankeppni HM en minn samningur er í raun búinn. Ég og KSÍ höfum ekki sest niður og rætt framhaldið. Ákvörðunin liggur svolítið hjá þeim hvað þau vilja gera en ég er allavega mjög stoltur af því sem við höfum náð. Það var mikil heiður og forréttindi að fá að vinna með liðinu. Svo verðum við bara að sjá hvað gerist,“ sagði Sigurður Ragnar. - óój Síðasti leikurinn undir stjórn Sigurðar Ragnars? FRAMTÍÐIN Það er óljóst hvort Sigurður haldi áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir kom inn í byrjunarliðið fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur í gær en Fríða tók út leikbann í tapinu á móti Svíum. „Það kemur rosalega mikill kraftur með Fríðu og hún er búin að standa sig frábærlega á þessu móti. Hún sýnir það aftur og aftur að hún er heims- klassaleikmaður og okkar hættulegasta vopn fram á við með Margréti Láru. Við söknuðum Fríðu mjög mikið í dag og það er svekkjandi að hafa hana ekki. Þetta hefði kannski farið öðruvísi ef hún hefði verið með, maður veit aldrei,“ sagði Ólína eftir leikinn en Ólína var besti leikmaður- inn hjá Íslandi í leiknum. Við söknuðum Fríðu FÓTBOLTI Sara Björk Gunnars- dóttir ætlar ekki að halda með Svíum á mótinu en þær slógu íslenska liðið út í gær. „Ég vona ekki að þær fari alla leið. Þær eru mjög góðar og voru of góðar fyrir okkur í dag. Þetta var frábær frammistaða hjá okkur á mótinu og við getum verið virkilega stoltar af því hversu langt við komust. Það er engu að síður mjög leiðinlegt að enda mótið á 4-0 tapi,“ sagði Sara Björk. - ooj Held ekki með Svíum KVEÐJUSTUND Liðsfélagar Katrínar kveðja hana hér eftir leikinn en fyrirliðinn átti erfitt með að fela tilfinningar sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.