Fréttablaðið - 22.07.2013, Side 10
22. júlí 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • fastus@fastus.is • www.fastus.is
Tilboð gilda til og með 31. ágúst eða á meðan birgðir endast.
Hafðu samband
hjálpum þér
a rafskutlu
ð hæfi
Fastus býður uppá fjölbreytt úrval af rafskutlum
Meðfærilegar í notkun • Einfaldar stillingar
og við
að finn
vi
Ef þú átt leið um Fljótsdal í sumar er upplagt að koma við
í gestastofunni í Végarði og kynnast Fljótsdalsstöð, stærstu
vatnsaflsstöð landsins. Þar er heitt á könnunni alla daga
í sumar og boðið upp á leiðsögn við Kárahnjúkastíflu og
Hálslón, vatnsmesta lón landsins.
Gestastofur Landsvirkjunar eru opnar 10-17 alla daga í allt sumar:
Búrfellsstöð
Gagnvirk orkusýning og vindmyllur á Hafinu
Kröflustöð
Jarðvarmasýning í gestastofu
Fljótsdalsstöð
Gestastofa í Végarði og leiðsögn um Kárahnjúka
mið. og lau. 14-17. Nánari upplýsingar á
www.landsvirkjun.is/heimsoknir
LANDBÚNAÐUR Útlit er fyrir að
180 þúsund minkaskinn verði
framleidd á Íslandi í ár, sem er
met. „Undanfarin tvö ár hafa
verið ævintýralega góð en það er
allt útlit fyrir að þetta ár verði
jafnvel enn betra,“ segir Björn
Halldórsson, formaður Sambands
íslenskra loðdýrabænda.
Undirbúningur er nú hafinn við
að reisa stærsta minkabú lands-
ins við Þorlákshöfn. Þar eiga að
vera um tíu þúsund læður, og með
slíkum fjölda mætti framleiða um
50 þúsund skinn. Búið yrði tvöfalt
stærra en minkabúið á Mön, sem
nú er hið stærsta á landinu.
Annað bú fyrir fjögur þúsund
læður á Ásum í Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi situr fast í skipulags-
ferli sem þegar hefur tekið eitt og
hálft ár.
Ekki heldur áhuginn sig
einungis innanlands því Einar
Einars son, ráðunautur og bóndi
að Skörðugili í Skagafirði, segir að
umboðsmenn fyrir kínverska aðila
hafi verið að leita hér hófanna með
það fyrir augum að reisa risavaxið
minkabú. Átti þar að framleiða
meira af skinni en framleitt er á
öllu landinu í dag. „Ég hef nú ekki
heyrt frá þeim í tvær vikur svo ég
á ekki von á því að neitt verði úr
þessu,“ segir Einar.
Að sögn Björns Halldórssonar,
formanns Sambands íslenskra loð-
dýrabænda, eru 28 bú í landinu
og hafa aldrei verið fleiri. Fyrir
nokkrum árum voru þau einungis
22.
„Það eru mikill áhugi fyrir
þessu og margir að spá og spek-
úlera,“ segir Björn. „Það er líka
athyglisvert að það er gríðarlegur
áhugi fyrir þessu í Danmörku og
Svíþjóð. Það segir ýmislegt þegar
áhuginn er svona mikill í landi
þar sem smjör drýpur af hverju
strái.“
Verð er með allra hagstæðasta
móti fyrir íslensk minkaskinn.
Um þessar mundir hefur fengist
um 13 þúsund fyrir skinnið en
það kostar um sex þúsund í fram-
leiðslu. jse@frettabladid.is
Útlit fyrir met-
framleiðslu
minkaskinna
Aldrei hafa verið framleidd fleiri minkaskinn á Íslandi
en í ár. Þau verða líklega 180 þúsund talsins. Kínverjar
hafa kannað möguleikann á risavöxnu minkabúi hér.
FERFÆTTUR GULLMOLI Fyrir mörgum er þetta leiðindavargur en fyrir öðrum er
þetta beinlínis ferfættur gullmoli miðað við verðin sem fást fyrir íslenska minka-
skinnið um þessar mundir.
Það er líka athyglis-
vert að það er gríðarlegur
áhugi fyrir þessu í Dan-
mörku og Svíþjóð. Það
segir ýmislegt þegar
áhuginn er svona mikill í
landi þar sem smjör
drýpur af hverju strái.
Björn Halldórsson,
formaður Sambands
íslenskra loðdýrabænda
BEÐIÐ EFTIR
BARNINU Hópur
fólks hefur safnast
saman fyrir utan
St. Mary‘s spítalann
í London en þar
mun hertogaynjan
Kate Middleton
fæða barn sitt og
Vilhjálms breta-
prins á allra næstu
dögum. Breskir
veðbankar telja að
erfinginn muni vera
kvenkyns og að hún
muni hljóta nafnið
Alexandra.
MYND/AFP