Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 4
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Páll, voruð þið eitthvað að ESB-a hana Vigdísi? „Nei, en var hún ekki að HESB-a af einhverjum niðurskurði?“ Páll Magnússon er útvarpsstjóri en Vigdís Hauksdóttir sagði að fréttaflutningur RÚV væri ESB-vænn. ATVINNUMÁL Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Far- manna- og fiskimannasamband Íslands (FFSÍ) lýsa yfir undrun á nýgerðum kjarasamningi stéttar- félagsins Framsýnar á Húsavík vegna starfsmanna hjá þremur hvalaskoðunarfyrirtækjum. „Það er verið að taka starfs- menn hvalaskoðunarbáta og setja þá á kauptryggingu, sem eru lág- markslaun fiskimanna þegar ekk- ert veiðist,“ segir Árni Bjarnason, forseti FFSÍ, um samninginn. Hann bendir á að háseti, sam- kvæmt þessum samningum, sé með 224 þúsund krónur á mánuði. Árni undrar sig á því að kjara- samningum starfsmanna á Herj- ólfi hafi ekki verið fylgt. Þessu hafnar Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, og segir yfirlýsinguna hrokafulla. „Yfir- lýsingin ber vott um hroka gagn- vart hvalaskoðun, auk þess sem Herjólfs samningurinn bitnar verst á viðvaningum,“ segir Aðalsteinn og bætir við að VM og FFSÍ væri nær að ná samningum fyrir sitt eigið fólk, en þar eru samningar lausir. - vg Segja fráleitt að starfsmenn hvalaskoðunarbáta séu á kauptryggingu: Undrandi á kjarasamningi HVALASKOÐUNARBÁTAR Ekki eru allir sammála um nýja kjarasamninga. SAMFÉLAGSMÁL „Fólk er að undra sig á því að erfitt sé að komast í að þvo bíla,“ segir Theódór Jóns- son, lögreglumaður í Borgarnesi, en margar fyrir- spurnir hafa borist um hvar hægt sé að nálgast þvottaplan. Ekkert þvottaplan er í Borgarnesi og hefur ekki verið í nokkur ár. „Þar af leiðandi er erfitt fyrir ferðafólk og hús- bíla að komast í vatn,“ útskýrir Theódór. Hann segir slökkviliðsstjóra bæjarins hafa blöskrað vatnsleysið svo hann setti upp vatnsslöngu fyrir utan stöðina þar sem hægt er að komast í vatn. „Það er önugt að geta ekki þrifið bílana,“ viður- kennir Theódór. „Sem almennum borgara finnst mér þetta vera hluti af þjónustunni.“ Hann segir íbúa bæjarins hafa gripið til þess að koma sér upp bílaþvottaaðstöðu heima við. Þórður Jónsson, verslunarstjóri Olís Borgarnesi, segir það hugsanlegt að við Olís Brúartorgi verði komið upp þvottaaðstöðu. „Það er pirrandi að geta ekki þvegið bílinn sinn,“ segir hann. „En það kostar mikið að koma þessu af stað og það er mikið mál.“ Að hans sögn hefur fólk farið illa með bílaþvotta- aðstöðu áður. -nej Borgarnesbúar þvo bíla sína heima og erfitt er fyrir ferðafólk að komast í vatn: Ekkert þvottaplan í Borgarnesi ÓÞÆGINDI Engin aðstaða er til bílaþvottar í Borgarnesi eftir að nýjar bensínstöðvar tóku til starfa í bænum. MYND/STEFÁN UPPLÝSINGATÆKNI Opnuð hefur verið ný vefsíða fræðiritsins Jökuls til þess að bregðast við tveimur falssíðum sem glæpa- menn hafa sett upp á netinu. Fals- síðurnar eru svo notaðar til þess að hafa fé af fræðimönnum sem þar falast eftir því að fá birtar greinar. Nýja og rétta síðan er með vefslóðina www. jokulljournal. is, en önnur falssíðan hefur sömu slóð en endar á .com. Bryndís Brandsdóttir, jarðvís- indamaður og ritstjóri Jökuls, segir svikamyllur sem þessar þekktar og að jafnvel stórfyrir- tæki eigi í vandræðum með að fá þeim lokað. „Við tökumst því bara á við þetta á netinu,“ segir hún. Tilraunir til að fá falssíðunum lokað hjá vefhýsingar fyrirtækjum þeirra hafi engan árangur borið. Fræðirit segir Bryndís metin eftir því hversu mikið sé til þeirra vitnað og því hafi Jökull verið í gagnagrunnum yfir slík rit. „Þess vegna sáu einhverjir sér leik á borði til þess að reyna að græða á grunlausum vísindamönnum,“ segir hún. Fleiri gömul tímarit sem ekki höfðu komið sér upp heimasíðum segir hún að hafi lent í því sama. „Aðaltilgangurinn er náttúru- lega að græða peninga en erlendis er algengt að fólk þurfi að borga fimm til sex hundruð dali fyrir birtingu. Á annarri falssíðunni sá ég að farið er fram á 600 dali,“ segir hún, en upphæðin svarar til ríflega 70 þúsunda króna. Bryndís segist ekki vita til þess að vísindamenn hafi fallið í gryfj- una en hefur fengið fjölda fyrir- spurna og falssíðurnar vakið nokkra athygli á fræðiritinu. „Það kaldhæðnislega er að þeir reyna að stela í mínu nafni. Ég var óhress með það í fyrstu en þetta gerir hins vegar að verkum að fólk sendir fyrirspurnir til mín. Ég er búin að vera sveitt að svara fyrir- spurnum út af þessu í sumar.“ Bryndís segir nálægt 20 manns hafa haft samband við hana hvað- anæva úr heiminum. Einnig hafi fjöldi fyrirspurna borist alþjóða- skrifstofu Háskólans, en síma- númer hennar er einnig gefið upp á öðrum vefnum. Fyrstu fyrirspurnina vegna vefsins segist Bryndís hafa fengið í lok maí, en í júlí virðast vefirnir hafa komist inn á lögmætar skrár yfir fræðirit, svo sem Google Scholar, og þá hafi fyrirspurnum fjölgað mjög. olikr@frettabladid.is RÉTT OG SÍÐA OG RÖNG Á SKJÁNUM Bryndís Brandsdóttir jarðvísindamaður er ritstjóri Jökuls. Hún hefur fengið fjölda fyrirspurna vegna falsvefjanna sem reyna að rukka fólk fyrir greinar sem aldrei fá að birtast. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veiða vongóða fræði- menn í falsvef Jökuls Glæpamenn á netinu misnota virt fræðirit í fjárplógsstarfsemi. Stofnaður er fals- vefur í nafni ritsins og fræðimenn rukkaðir fyrir birtingu greina. Nýjasta dæmið eru falsvefir í nafni Jökuls, rits Jöklarannsóknafélagsins og Jarðfræðingafélagsins. Bandaríski fræðimaðurinn Jeffrey Beall vakti athygli á því á vef sínum, Scholarly Open Access, á þriðjudag að fræðiritið Jökull væri nýjasta viðbótin í hóp sérfræðirita sem misindismenn á netinu hafi notað sem skálkaskjól fyrir fjárplógsstarfsemi sína. Hann hefur áður greint frá viðlíka málum, svo sem gervisíðu sem búin var til fyrir ritin Archives des Sciences og Wulfenia. Beall segir svikurunum sífellt fara fram. Þannig virðist Whois-færsla eða lénaskrá annars svikavefsins fyrir Jökul mjög sannfærandi, með heimilisfang síðuhaldara skráð í Reykjavík. Fræðimaður fjallar um falsvefi LÖGREGLUMÁL Árás sem kven- kyns leigubílsstjóri varð fyrir í fyrrinótt er rannsökuð sem kyn- ferðisbrot, að sögn yfirmanns kynferðisafbrotadeildar lögreglu. Árásin fór fram í Hafnarfirði þar sem ölvaður farþegi, sem sat í aftursæti leigubíls, tók að áreita bílstjórann í akstri, sem endaði með því að árásarmaðurinn tók bílstjórann hálstaki aftan frá, þar til hann stöðvaði bílinn. Maðurinn var vistaður í fanga- geymslu og yfirheyrður í gær. - nej Árás frá ölvuðum farþega: Bílstjóri beittur kynferðisofbeldi FJÖLMIÐLAR Hjörvar Hafliðason var í gær ráðinn dagskrárstjóri Stöðvar 2 sport. Hjörvar hefur verið dagskrár- gerðarmaður á Stöð 2 sport um nokkurt skeið og hefur einnig starfað sem íþróttafrétta- maður á stöð- inni í sumar. „Þetta er mjög spennandi og mikið tækifæri fyrir mig, en íþróttir eru mitt helsta áhuga- mál,“ segir Hjörvar og bætir við að hann ætli sér að gera góða stöð enn betri. - le Hjörvar Hafliðason ráðinn: Stýrir dagskrá Stöðvar 2 sport HJÖRVAR HAFLIÐASON UTANRÍKISMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun eiga vinnukvöldverð með Barack Obama, forseta Banda- ríkjanna, hinn 4. september næstkomandi. Ásamt Obama verða leið togar hinna Norðurlandaþjóðanna, en kvöldverðurinn verður í Sví- þjóð. Fredrick Reinfeldt, for- sætisráðherra Svíþjóðar, býður til fundarins í tilefni af tvíhliða heimsókn forseta Bandaríkj- anna til Svíþjóðar. Megintilgangur fundarins er að undirstrika og ræða sam- vinnu Bandaríkjanna við Norð- urlönd þegar horft er til sam- eiginlegra áskorana 21. aldar. - le Funda um verkefni 21. aldar: Sigmundur hittir Obama MENNING „Opnunin gekk vonum framar og hér var bara fullt út úr dyrum,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Fréttablaðið í gær. Nýr kampavínsklúbbur var opnaður í gær í Reykjavík en klúbbur- inn er á vegum Stígamóta. Margmenni var í opnunarteitinu en þar var fólki boðið upp á að kaupa tíu mínútna einkaskemmtiatriði fyrir tutt- ugu þúsund krónur og fá frítt kampavín á meðan á atriðunum stóð. „Það kom í ljós hér í kvöld að því eldri og reyndari sem konurnar voru, því vinsælli,“ bætti Guðrún við. Starfsmenn Stígamóta hafa ekki talið hversu mikið samtökin græddu á kvöldinu. „Ég veit þó að hér í kvöld var blússandi bissness.“ - le Því eldri og reyndari sem konurnar voru því vinsælli: Stígamót seldi konur og kampavín BORGARSTJÓRINN MÆTTI Jón Gnarr skálar fyrir nýjung í menningarlífi Reykjavíkur ásamt konu sinni, Jóhönnu Jóhannsdóttur, og Guðrúnu Jónsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS TAKTU BETRI MYNDIR! „Þeir sem hafa áhuga á ljósmyndun verða vitanlega að eiga bók við hæfi. Stafræn ljósmyndun skref fyrir skref er slík bók.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið LOKSINS FÁANLEG Á NÝ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.