Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 50
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn. HELGAR MATURINN BANANATERTA MEÐ KARAMELLUOSTAKREMI Hvern faðmaðir þú síð- ast? Dóttur mína Hönnu sem er fjögurra ára. En kysstir? Sveinbjörgu vinkonu mína fyrir að vera svona frábær og fyrir að nenna að hanga með alveg síðan við vorum fimm. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Kom sjálfri mér á óvart þegar ég náði að drösla mér „næst- um“ upp á topp á Hvanna- dalshnúk í byrjun maí á þessu ári. Í fyrra hafði ég aldrei gengið á fjall en byrj- aði áskorunina 52 fjöll árið 2013 í janúar. Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Ég á það til að mikla hlutina fyrir mér og geri þar af leiðandi mér og öðrum lífið leitt. Þetta er eitt- hvað sem ég er markvisst að vinna í að láta af. Ertu hörundsár? Já, mjög svo. Ég er mikil tilfinninga- vera en ég er sem betur fer gædd þeim hæfileika að vera mjög fljót að jafna mig. Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvern- ig? Ég geri mig oft að fífli, enda alræmdur klaufi. Að detta í læki og polla, brjóta og bramla, rúlla niður stiga og þess háttar hefur verið mín sérgrein síðan ég man eftir mér. Þau eru svo mörg atvikin að þetta rennur bara saman í eitt. Hringirðu stundum í vælubílinn? Það er ekki í boði! Bíta á jaxlinn og brosa í gegnum tárin er vænlegra. Tekurðu strætó? Nei, ég geri það alltof sjaldan og þá helst til skemmtunar fyrir dóttur mína. Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Ég held úti Facebook- síðum fyrirtækjanna minna svo ég eyði mjög nauðsyn- legum tíma þar og svo allt of miklum óþarfa tíma. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heils- arðu þeim? Ég er ekki týpan til að hlaupa fræga uppi. Brosi kannski frekar ef ég næ augnsambandi líkt og við flesta aðra. Enda frægir ekkert öðruvísi en hver annar. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Ég ætla ekki að vera löt! Ekki vera innan um fólk í vondu skapi, ekki borða vondan mat og ekki láta mér leiðast. Ásta Sveinsdóttir ALDUR: 32 STARF: Eigandi suZushi og einn eigenda Roadhouse Edda Karen Davíðsdóttir starfar í Landsbankanum og er viðskiptafræðinemi. Hún hefur mikinn áhuga á bakstri og deilir hér upp- skrift sem hún fann í mat- reiðslubók fyrir mörgum árum. Kökuna segir hún bragðast einstaklega vel en uppskriftina hefur hún verið að þróa áfram með árunum. 3 dl púðursykur 3 dl sykur 150 g mjúkt smjör 3 egg 9 dl hveiti 1 1/2 tsk. lyftiduft 4 dl mjólk 2 bananar KREM 250 g mjúkt smjör 300 g rjómaostur 6 dl flórsykur 2 dl tilbúin karamellusósa (fæst í Hagkaup) Hrærið vel saman púður- sykri, sykri og smjöri. Bætið einu eggi í einu saman við blönduna og síðan hveiti og lyftidufti. Stappið bananana og blandið mjólkinni saman við. Setjið bananablönd- una saman við deigið. Bakið í tveimur 20 cm hringlaga formum við 160 gráður í 40-45 mín. Þegar búið er að hræra kreminu saman þann- ig að það er ljóst og létt er það kælt í 15-20 mín. Svo er kremið sett fallega á kökuna og hún jafnvel skreytt. ...SPJÖ RU N U M Ú R BARA GRÍN rifjar upp bestu gamanþætti Stöðvar 2 í sprenghlægilegum og fjörugum nýjum þætti. Allt sem þú vissir ekki um Fóstbræður, Stelpurnar, Steindann okkar, 70 mínútur og Vaktirnar. F ÍT O N / S ÍA F I0 14 8 8 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.