Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 37
Á morgun hefst enski boltinn með leik Liverpool og Stoke klukkan 11.35. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir verða alls átta á laugardag- inn og tveir á sunnudaginn. OZ-appið getur komið sér vel þegar fótboltaleikir eru annars vegar, sérstaklega þegar margir leikir eru sýndir á stuttu tímabili. Þegar enski boltinn er í gangi kemur oftar en ekki fyrir að margir leikir séu sýndir á sama tíma á Stöð 2 Sport 2, 3 og 4. Með OZ-appinu er hægt að safna öllum leikjunum sem eru í gangi á sama tíma og spóla fram og til baka. Engin takmörk eru fyrir því hversu mörgum leikjum eða þáttum er hægt að safna og hægt er að horfa á þá hvar og hvenær sem er. Á mánudagskvöldum í vetur mun Messan fara yfi r leiki helgarinnar. Þeir Gummi Ben, Hjörvar Hafl iða og Bjarni Guðjóns fjalla um hápunkta helgarinnar en þættirnir hefjast að loknum mánu- dagsleikjunum. Mikil spenna er fyrir komandi tímabili enda margir búnir að bíða í þrjá mánuði eftir komandi veislu. OZ APPIÐ HENTAR VEL FYRIR ENSKA BOLTANN ÓMISSANDI Akureyringurinn Aron Einar Gunnarsson mætir til leiks í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn með Cardiff City. Aron Einar var í lykilhlutverki hjá Car- diff þegar liðið sigraði í B-deildinni með glæsibrag á sl. tímabili og honum er ætlað stórt hlutverk í úrvalsdeildinni í vetur. Landsliðsfyrirliðinn hefur glímt við meiðsli að undanförnu en spilaði æfi ngaleik um sl. helgi og verður vonandi klár í slaginn fyrir fyrstu umferðina. Aron Einar hóf ferilinn með Þór á Akur- eyri en þaðan lá leiðin til Hollands þar sem hann spilaði með unglingaliði AZ Alkmaar. Sumarið 2008 var hann seldur til Co- ventry City á Englandi og spilaði með lið- inu í þrjú ár. Aron Einar skrifaði síðan undir þriggja ára samning við Cardiff sumarið 2011 og hefur leikið 87 deildarleiki með liðinu og skorað 13 mörk. ARON EINAR Í ÚRVALSDEILDINNI Mikil tímamót urðu í rekstri 365 í gær þegar fyrirtækið hóf að bjóða viðskiptavinum upp á hágæða internet og heimasíma með enska boltanum til þeirra sem kaupa Stöð 2 Sport 2 í 12 mánuði. Ari Edwald, for- stjóri 365, segir þetta vera gríðarlega stórt skref fram á við og lið í sjónvarpi framtíðarinnar. „Þetta er eitt skrefi ð áfram í þróun okkar. Miðlun sjónvarpsefnis er að færast út á netið og við erum að bjóða upp á hágæðaþjónustu fyrir viðskiptavini.“ Að sögn Ara fer þjónustan fram í gegnum ljósnet og ljósleiðara og er boðið upp á 50 MB upp í 100 MB á sekúndu. „Það er því alveg ljóst að við erum að bjóða upp á hágæða þjónustu og rökrétt að tengja fyrsta skrefi ð við enska boltann þar sem unnendur hans gera almennt miklar kröfur um myndgæði. Það er líka mikil spenna fyrir enska boltanum núna og ánægja með að Stöð 2 Sport geti sýnt alla 380 leikina í beinni útsendingu, samanborið við einhverja 116 leiki hjá Sky, sem hefur samt svipað áskriftarverð.“ Ari segir þróunina annars staðar vera með svipuðum hætti, að fyrirtæki séu farin að bjóða upp á sjón- varp og netþjónustu saman. „Við byggjum á svipuðu módeli og Sky-sjónvarpsstöðin og teljum að sjónvarp og útvarp framtíðarinnar verði á netinu. Við ætlum okkar að vera í fararbroddi hérlendis á þessu sviði.“ Frekari spennandi nýjungar verða kynntar á næst- unni að sögn Ara. „Þetta tilboð er bara tengt enska boltanum. Við þurfum að meta viðbrögðin sem við fáum við því og sjá hvað við önnum miklu. Einnig má nefna að við bjóðum upp á fría áskrift í þrjá mánuði á tonlist.is og aðild að Vildarklúbbi Stöðvar 2, sem sparar fólki mikla peninga í sínu daglega neyslu- mynstri. Fólk getur farið inn á www.365.is eða www. stod2.is til að kynna sér þessa nýju þjónustu betur og ganga frá pöntun.“ TÍMAMÓT HJÁ 365 Mikil spenna er fyrir enska boltanum sem hefst á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.