Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 31
KYNNING − AUGLÝSING Líkamsrækt16. ÁGÚST 2013 FÖSTUDAGUR 3 Sigríður Hjördís Jörunds-dóttir sagnfræðingur hafði lengi reynt að breyta lífsstíl sínum en illa gengið. Hún fór sí- fellt í sama farið aftur og þolið var skammlíft. Skyndilausnir dugðu skammt. Fann loksins lausn „Ég var alltaf að reyna að bæta mig. Fyrir nokkrum árum léttist ég til dæmis um rúmlega fjörutíu kíló á danska kúrnum en þau hafa verið að læðast smátt og smátt aftur að mér. Maður virðist alltaf detta í sama farið,“ segir hún en bætir við að nú hafi hún loksins fundið lausn sem hentar henni. „Ég byrjaði í heilsurækt í Heilsu- borg í janúar og þá ákvað ég að byrja að einbeita mér að reglu- legri hreyfingu. Svo var það orðið að rútínu í sumar og þá ákvað ég að fara að fylgja stigakerfinu sem þau mæla með í Heilsuborg.“ Stigakerfið sem Sigríður talar um byggist á hitaeiningaþörf hvers og eins. „Bak við hvert stig eru 50 hitaeiningar. Í líkams- greiningu Heilsuborgar, sem kallast heilsumat, er reiknað út hversu margar hitaeiningar þú þarft til að léttast um hálft kíló á viku. Þetta er reiknað út frá ýmsum þáttum, til dæmis aldri og hæð,“ útskýrir Sigríður. „Þá fer maður til hjúkrunarfræðings sem fer vel yfir stöðu mála og reiknar út hitaeiningaþörf manns.“ Sigríður segir leiðbeiningar hjúkrunarfræðingsins hafa gert gæfumuninn, því það var ekki fyrr en hún fór að fylgja þeim í einu og öllu að hún fór að finna árangur erfiðisins. Skuldbinding í ár Sigríður segir að líf sitt hafi breyst til muna eftir að hún hóf æfingar hjá Heilsuborg. „Þetta er allt annað líf. Bara að fara úr því að sitja í sófanum alla daga yfir í að hreyfa sig að lágmarki þrisvar í viku munar heilmiklu. Maður verður miklu sprækari.“ Hún mætir þrisvar sinnum í viku í fasta tíma sem kallast Heilsulausnir. „Það er skuldbind- ing í heilt ár. Mér finnst það raun- ar vera eina vitið ef maður ætlar að taka þetta föstum tökum. Þessi sex eða átta vikna námskeið sem heita eitthvað eins og „í kjólinn fyrir jólin“, það eru einfaldlega skyndilausnir og maður fellur fljótlega í sama far.“ Sett upp sem skóli Eftirfylgnina sem boðið er upp á í Heilsulausnum segir Sigríður vera afar hvetjandi. „Námskeiðið er í rauninni sett upp sem skóli. Það eru fjórar annir í heilu ári og í lok hverrar annar hittum við hjúkrunarfræðing sem fer yfir stöðu mála. Auk þess hittum við markþjálfa sem ræðir við okkur um sýn og áætlanir okkar. Það er persónulegur fundur þar sem hann skoðar stöðuna út frá lífi hvers og eins og hvað best sé að gera til þess að breyta henni.“ Ná mskeiðið er lok að og Sigríður segir að það sé mikil hvatning fólgin í því að vera hluti af slíkum hóp. „Þetta eru einstak- lingar sem allir eru í svipuðum sporum og við hittumst þrisvar í viku í klukkutíma í senn. Stuðn- ingurinn frá hópnum er mikill og við erum farin að tala um að halda áfram að mæta þrisvar í viku eftir að námskeiðinu lýkur,“ segir hún. Daglegt líf Heilsulausnir eru ekki hugsaðar fyrir ákveðinn aldur heldur fólk sem vill breyta lífsvenjum sínum. „Ef maður ætlar að gera þetta, þá er þetta verkefni sem maður verður að taka inn í sitt dag- lega líf,“ segir Sigríður. „Líf mitt hefur breyst til muna. Sem dæmi finnst mér gaman að stússast í garðinum. Í fyrrasumar eyddi ég heilum degi í garðinum og um kvöldið gat ég varla gengið. Þetta var áður en ég byrjaði í Heilsu- borg. Þegar ég endurtók svo leik- inn núna um daginn fór ég út að ganga um kvöldið.“ Sigríður bætir við að hún hafi átt við heilsufarsvandamál að stríða á síðasta ári en það sé nú liðin tíð. Auk þess sé hún orku- meiri. „Síðasta haust fór ég yfir- leitt heim eftir vinnu, lagðist upp í sófa og gat ekki meir. Það er undantekning ef það gerist í dag. Þetta er allt annað líf,“ segir hún að lokum og brosir. Stuðningurinn frá hópnum er mikill og við erum farin að tala um að halda áfram að mæta þrisvar í viku eftir að nám skeiðinu lýkur. Heilsulausnir breyttu lífi mínu Sigríður Hjördís Jörundsdóttir hafði lengi reynt að breyta lífsstíl sínum en illa gekk. Skyndilausnir dugðu skammt en í Heilsuborg fann hún loks námskeið sem hentaði henni. Nú er lífið léttara og hreyfing er orðin hluti af daglegu lífi Sigríðar. Ert þú Heilsuborg Ert þú óviss með næstu skref? Pantaðu tíma í Heilsumat og hjúkrunar- fræðingur fer yfir stöðuna á þinni heilsu og aðstoðar með næstu skref. Kynningarfundur fimmtudaginn 22. ágúst kl. 17:00 – Allir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.