Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 60
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 Dansleikir 23.00 Plötusnúðurinn Pedro Pilatus, öðru nafni Logi Pedro úr hljómsveitinni Retro Stefson, þeytir skífum í kvöld. Tónlist 21.00 Árlegt skemmtikvöld knatt- spyrnufélagsins Mjöðm Gallerý Knatt- spyrna fer fram í fjórða skiptið í kvöld. Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð, úr skemmtihópi Mið-Íslands, sjá um grínið og Markús Bjarnason mætir með hljómsveit sína Diversion Sessions. Kippi Kaninus og diskódívan DJ Margeir ásamt sjálfum Högna úr Hjaltalín skemmta einnig gestum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Þetta verður náttúrulega algjör bjúddari,“ segir Sigurður M. Finnsson, meðlimur í Knatt- spyrnufélaginu Mjöðm og einn skipuleggjenda Bjúddarans. Bjúddarinn er árlegt skemmti- kvöld knattspyrnu félagsins Mjaðmar sem fer fram á skemmti staðnum Harlem í kvöld, en húsið opnar klukkan tíu og miði á Bjúddarann er til sölu á þúsund krónur við innganginn. „Þetta er í fjórða skiptið sem þessi stórviðburður í félagslífi og djammdagatali Reykvíkinga og nærsveitarmanna er haldinn og dagskráin er að vanda glæsi- leg,“ segir Sigurður jafnframt. Hið hefðbundna málverkaupp- boð verður á sínum stað. „Á uppboðinu erum við að bjóða upp verk frá þeim helstu í krúttkynslóðinni, til að mynda verk eftir Davíð Örn Halldórs- son, en heppnir geta fengið verk eftir hann á spottprís,“ segir Sig- urður. „Málverkauppboðið hefur verið okkar aðaltekjulind síðustu ár og þarna eru stórkostlegir listamenn að bjóða upp verk sín til styrktar Mjöðminni,“ útskýrir Sigurður. Eins verða fjölbreytt tónlistar- atriði ásamt uppistandi. Það eru þeir Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð úr skemmtihópi Mið- Íslands sem sjá um grínið og Markús Bjarnason mætir með hljómsveit sína Diversion Ses- sions. Margir liðsfélagar KF Mjaðm- ar eru liðtækir tónlistarmenn. „Það eru svo margir indí púkar og popparar í liðinu, þannig að þeir sjá gestum líka fyrir skemmtun.Kippi Kaninus og diskódívan DJ Margeir ásamt sjálfum Högna úr Hjaltalín skemmta til að mynda gestum,“ segir Sigurður að lokum. olof@frettabladid.is Hinn árlegi Bjúddari Málverkauppboð, tónlistaratriði og uppistand á Bjúddaranum á Harlem í kvöld. KF MJÖÐM Á GÓÐRI STUNDU Félagarnir í KF Mjöðm æfa einu sinni í viku allan ársins hring og taka reglulega þátt í mótum. Berglind Pétursdóttir, GIF- drottning, dansari og textahöf- undur á Íslensku auglýsinga- stofunni, ætlar á opnun Reykjavík Dance Festi- val í dag klukkan fjögur á Dansverkstæðinu á Skúlagötu í Reykjavík. „Það verður ótrúlega mikið um að vera í ár,“ segir Berglind, sem situr í stjórn Reykja- vík Dance Festival. „Þetta er besti tími ársins fyrir dansara og dansáhugafólk,“ bætir Berglind við. Reykjavík Dance Festival býður til opnunar á Black Yoga Screaming Chamber, eftir listræna stjórnendur hátíðarinnar í ár, þau Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson sem saman skipa hópinn Shalala. Berglind segir Black Yoga Scre a m i ng Chamber vera hljóðeinangraðan klefa sem öllum sé boðið að stíga inn í og öskra í. „Það er hægt að öskra einn, eða með vini, af gleði, pirringi, til að gleyma, til að frelsa hug- ann, slappa af, fá orku, eða algjör- lega án ástæðu. Opnunin er eins konar forleikur að hátíðinni en Jón Gnarr kemur til með að vígja kassann með því að vera sá fyrsti sem öskrar inni í honum,“ segir Berglind að lokum. - ósk Besti tíminn fyrir dansáhugafólk Það er mikið um að vera á Reykjavík Dance Festival sem hefst í dag. Sailor Jerry-rokkabillípartí verður haldið á veitinga staðnum Roadhouse við Hverfisgötu á laugardagskvöld. Útvarps- og tónlistarmaðurinn Smutty Smiff þeytir skífum, auk þess sem hann kemur fram með hljóm- sveit sinni 302, sem hefur ekki komið fram lengi. Hljómsveitin Kaleo stígur einnig á svið. Hún hefur slegið í gegn með útgáfu sinni af lag- inu Vor í Vaglaskógi. Starfsfólk Roadhouse verður uppáklætt í tilefni dagsins og má búast við mikilli stemningu. Rokkabillí í hávegum haft KALEO Hljómsveitin Kaleo spilar í rokka billípartíinu. „Oft nota ég ljósmyndir og stillimyndir úr kvik- myndum sem grunnmyndefni fyrir málverkin mín,“ segir Ragnar Þórisson, sem opnar einkasýn- ingu á nýjum verkum sínum í Kling & Bang Gallerí á laugardaginn klukkan fimm. „Ég er núna að vinna sjálfstæð myndverk með nokkurri tilvísun í gömul verk. Þar sem ég mála aðallega óræðar mannsmyndir og manneskjur eru sumir líkamshlutar endurnýttir, það er að segja notaðir í tveimur eða þremur verkum,” segir Ragnar jafnframt. Þetta er önnur einkasýning Ragnars á ferlinum, en hann útskrifaðist úr myndlistardeild Listahá- skóla Íslands vorið 2010. „Ég hef algjörlega helg- að mig málverkinu,” segir Ragnar, en hann hefur unnið ötullega að list sinni frá útskrift. Kling og Bang er svokallað listamannagallerí. „Galleríið er rekið af listamönnum – við erum um það bil fimmtán manns sem skiptum með okkur vinnunni,“ segir Anna Hrund Másdóttir, einn með- lima Kling & Bang. „Svo fer það bara eftir því hvert okkar hefur tíma og ráðrúm til að snúast í kringum sýningarnar. Sýningin á morgun verður rosalega skemmtileg og við hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir Anna Hrund. - ósk Hefur helgað sig málverkinu Ragnar Þórisson opnar sýningu á málverkum sínum á morgun í Kling & Bang. RAGNAR ÞÓRISSON Opnar aðra einkasýningu sína á ferlinum á morgun þar sem ný málverk verða til sýnis. MYND/LILJA BIRGISDÓTTIR Save the Children á Íslandi MENNING Jón Ólafsson Pelican Bassi og söngur Tryggvi Hubner Hljómsveit Rúnars Júlíusasonar Gítar og söngur Guðmundur Gunnlaugsson Sixties Trommur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.