Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 35
ORANGER IS THE NEW BLACK Kl. 21.10 þriðjudag BREAKING BAD Kl. 22.10 fi mmtudagar Leikkonan Taylor Schilling fæddist í júlí árið 1984 og er því 29 ára gömul. Hún lauk BA-prófi í leiklist árið 2006 og byrjaði í kjölfarið í framhaldsnámi í New York, en ákvað að hætta til að freista gæfunn- ar. Á meðan sá hún sér farborða með barnfóstrustörfum. Fyrsta hlutverkið hennar var í bíómyndinni Dark Matter árið 2007. Árið 2009 lék hún aðalhlutverk í þáttunum Mercy, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrir þremur árum. Sá fjallaði um líf og starf þriggja kvenna sem unnu saman sem hjúkrunarfræðingar á Mercy-spítalanum í New Jersey. Þáttunum hefur verið líkt við Bráðavaktina, svo líklega má segja að þarna hafi æskudraumurinn ræst að einhverju leyti, því þeir þættir kveiktu einmitt leiklistaráhuga hennar þegar hún var lítil. Hún horfði með miklum áhuga á þættina og ákvað í kjölfarið að fara að læra leiklist. Schilling hefur hlotið mikið lof fyrir leik sinn í þáttaröðinni Orange Is the New Black, sem nú er sýnd á Stöð 2. Þar leikur hún Piper Chapman, unga konu í blóma lífsins sem skyndilega er hneppt í fangelsi fyrir glæp sem hún framdi mörgum árum áður. Þættirnir fjalla um samfélagið í fangelsinu og njóta mikilla vinsælda. Lokaþáttaröðin af Breaking Bad er á dagskrá Stöðvar 2 á fi mmtudagskvöldum en þætt- irnir eru sýndir aðeins fjórum dögum á eftir frumsýningu í bandarísku sjónvarpi. Aðdáendur Breaking Bad um víða veröld hafa beðið með eftir væntingu eftir síðustu þáttaröðinni þar sem afdrif aðalpersónunnar, Walter White, ráðast. Þátturinn var frumsýndur á AMC-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld og mældist með metáhorf, meira en 5,9 milljónir áhorfenda. Viðbrögðin létu heldur ekki á sér standa á samfélagsmiðlum því meðan á útsendingunni stóð voru meira en 760 þúsund tíst um þátt- inn og 12 þúsund tíst á mínútu þegar mest var. Núna eru aðeins sjö þættir eftir í þessari mögnuðu þátta- röð sem fjallar um efnafræði- kennarann og fjölskyldumann- inn Walter White sem sneri sér að eiturlyfjaframleiðslu eftir að hann greindist með krabba- mein. Hann er orðinn stór karl í undirheimum en jafnvel hans nánustu hafa ekki vitað af leyndarmáli hans. Núna er mágur hans, lögreglu- maðurinn Hank Schrader, búinn að komast að því hver Walter er í raun og veru og það stefnir í rosalegt uppgjör á milli þeirra. UPPGJÖR Í VÆNDUM BRÁÐAVAKTIN OLLI BAKTERÍUNNI Einn vinsælasti grínisti landsins undanfarin ár verður í aðalhlutverki á morgun, föstudag, í gamanþættinum Bara grín á Stöð 2. Um er að ræða Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktan sem Steinda Jr. Í þessum sprenghlægilegu og skemmtilegu þáttum rifjar Björn Bragi Arnarsson upp brot úr bestu gamanþáttum Stöðvar 2 með myndbrotum og viðtölum. Fyrsti þáttur Steinda Jr. var sýndur vorið 2010 og sló strax í gegn. Sjálfur segir hann að vinsældir þáttanna hafi komið þeim á óvart. „Við vissum í raun ekkert hvernig þessum þáttum yrði tekið. Vinsældir þeirra komu okkur því þægi- lega á óvart. Í þáttunum vorum við að búa til grín sem Íslendingar höfðu ekki áður séð í innlendum grínþáttum.“ Eftir velgengni fyrstu seríunnar voru tvær aðrar búnar til og sýndar á Stöð 2 árin 2011 og 2012. Hann segir að gaman hafi verið að rifja upp þessa tíma með Birni, sérstaklega frá fyrstu seríunni. „Það sem stendur upp úr varðandi fyrstu seríuna er hversu rosalega ódýr hún var í fram- leiðslu. Ég get fullyrt að aldrei áður hefur verið framleidd jafn ódýr grínþáttaröð á Íslandi. Hún var líka mjög hrá og við nýttum skemmtilegar og óvenjulegar aðferðir svo þetta gengi allt upp hjá okkur.“ Að eigin sögn er hann mikill aðdáandi eldri íslenskra grínþátta og hefur horft á þá fl esta. „Ég er algjört nörd þegar kemur að íslensk- um grínþáttum, sérstaklega eldri þáttum eins og Radíus, Limbó, Örninn er sestur og Fastir liðir eins og venjulega. Þeir þættir sem höfðu þó mest áhrif á mig voru Tvíhöfði og Fóstbræður. Það var alltaf gaman að mæta í skólann daginn eftir Fóstbræður og ræða þáttinn við vinina, enda stúderuðum við þessa þætti mjög mikið.“ Bara grín verður sýndur á Stöð 2, föstudaginn 16. ágúst klukkan 20.15. STEINDINN MÆTIR Í HÚS 365 MIÐLAR | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Jónas Unnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.