Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 16.08.2013, Qupperneq 32
KYNNING − AUGLÝSINGLíkamsrækt FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 20134 Actic heldur úti tíu líkamsræktar-stöðvum á landinu og eru allar tengdar sundlaugum. Stærstu stöðvarnar eru við Sundlaug Kópavogs og Salalaug. Þá eru stöðvar við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, við Álftaneslaug, í Vogum á Vatnsleysuströnd, Grindavík, á Selfossi, Hellu, í Vík og Vest- mannaeyjum. Nýr eigandi Actic, Kjartan Már Hallkelsson, segir fyrirtækið ávallt bjóða árs- kort á góðu verði. Gott verð og úrval hóptíma „Við bjóðum árskortið í Kópavogi á sérstöku tilboði núna, á 33.900 krónur. Kortið gildir í sund og í stöðina. Inni í því er tími með þjálf- ara sem kennir á tækin og frítt í alla hóptíma,“ segir Kjartan Már. Við byrjuðum með hóptíma í Sundlaug Kópavogs í fyrra sem hafa virkilega slegið í gegn. Meðal annars bjóðum við lokaða tíma fyrir konur sem heita Flottar konur. Þeir hafa notið mikilla vinsælda og nú bjóðum við upp á nýjung þar, Flottar konur 4x10, þar sem áhersla er lögð á styrk og þol samtímis. Jóga og power-jógatímar eru einnig nýjung hjá okkur og þá erum við með stöðvaþjálfun og spinn- ingtíma sem við kennum í sérsal, en spinning nýtur alltaf mikilla vinsælda,“ segir Kjartan. „Við bjóðum einnig upp á morguntíma fyrir byrjendur og fyrir eldra fólk, hádegistíma og tíma sem henta þeim sem eru slæmir í baki,“ segir Kjartan. Hóptímar Actic eru í Sundlaug Kópavogs og í Suðurlaug í Hafnarfirði. Athugið að verð á kortum eru mismunandi eftir því hvaða stöð um ræðir þar sem mismunandi þjónusta er í boði á hverjum stað. Kortin gilda í sund í því sveitarfélagi sem þau eru keypt í. Ókeypis prufutími Hægt er að koma í ókeypis prufutíma í allar stöðvar Actic. Þá hringir viðkomandi á undan sér og pantar tíma með þjálfara sem setur saman æfingaprógramm og kennir á tækin í sal. Eftir tímann getur viðkomandi farið frítt í sund og ákveðið síðar hvort hann kaupir kort í stöðinni. „Hjá okkur eru alltaf faglærðir þjálfarar í sal sem hægt er að leita til. Þeir setja saman æfingaplan eftir markmiðum hvers og eins, þá er hægt að fá ókeypis fitumælingu og ráð- leggingar,“ segir Kjartan. Nýir eigendur Kjartan tók nýlega við rekstri Actic stöðv- anna ásamt Guðrúnu Björk Benediktsdóttur en þau hafa unnið um árabil hjá fyrirtækinu og eru öllum hnútum kunnug. Kjartan segir viðskiptavini áfram geta gengið að þjónustu stöðvanna vísri. Engar breytingar verði á fyrir- tækinu. „Actic verður rekið með sama sniði og á sömu kennitölu áfram en nýtt nafn mun þó líta dagsins ljós um áramótin,“ segir Kjartan. Nánari upplýsingar er að finna á www. nautilus.is. Fjölbreytt úrval hóptíma Actic Nýr eigandi Actic líkamsræktarstöðva segir fyrirtækið ávallt bjóða árskort á góðu verði. Actic starfrækir líkamsræktarstöðvar við sundlaugar víða um land og í tveimur þeirra er boðið upp á fjölbreytt úrval hóptíma. Kjartan Már Hallkelsson er nýr eigandi Actic líkamsræktarstöðva ásamt Guðrúnu Björk Benediktsdóttur. Hann leggur áherslu á árskort á góðu verði og úrval hóptíma. MYND/STEFÁN Ég hef alltaf elskað fimleika og hef aldrei hætt. Æfingarnar eru orðnar partur af minni daglegu rútínu og ég verð alveg ómöguleg ef ég get ekki hreyft mig, ég verð að fá útrás,“ segir Glódís. Fyrir ári byrjaði hún að æfa crossfit samhliða fim leikunum. „Crossfit hjálpar fimleikunum mjög mikið og öfugt. Það eru margar fimleikaæfingar í cross- fit og það hjálpar mér að verða sterkari fyrir fimleikana,“ út- skýrir Glódís. Allt í allt fer Glódís á níu æfingar á viku, sex fimleika- æfingar og þrjár crossfit-æfingar. Fær líka frí „Ég fæ samt frí á sunnudög- um sem ég er mjög þakklát fyrir. Það er nauðsynlegt að fá að vera í smá slökun einu sinni í viku,“ segir Glódís. Það sem skiptir þó mestu fyrir hana er að allar þess- ar æfingar láta henni líða vel og líta vel út. Það krefst mikillar orku að mæta á æfingar sex daga vikunnar og stundum tvær æfingar á dag. „Ég reyni að borða eins hollt og ég get enda líður mér þá best og það er besta orkan fyrir æfingar. Ef mig langar hins vegar í skyndibita eða óhollan mat þá neita ég mér ekki um hann. Ég elda mikið heima og mér finnst líka gott að fara á Serr- ano,“ segir Glódís. Margt að gerast Stífar æfingar fyrir Norðurlanda- mótið í nóvember eru hafnar hjá Gerplustelpum. Mótið í ár verður haldið í Óðinsvéum í Danmörku. „Við ætlum að vinna þetta mót. Við höfum unnið það áður og tvisvar sinnum orðið Evrópu- meistarar svo að þetta ætti að tak- ast. Við byrjum alltaf að æfa okkur mjög snemma enda er árangurinn í takti við það,“ segir Glódís. „Æfingarnar eru mislangar og við erum að æfa mismunandi hluti. Á sumum æfingum erum við að æfa dansinn og á öðrum erum við að gera aðrar fimleika- æfingar eins og stökk og f leira. Það er alltaf gaman á æfingum en það kemur stundum fyrir að ég er alveg búin á því og það er erfitt að koma sér á æfingu,“ segir Glódís. Flottir dansar Glódís er í hópfimleikum en það er liðakeppni þar sem keppt er í þremur áhöldum eða á gólfi, dýnu og trampólíni. Gólfæfing- arnar útskýrast sem frjáls út- færsla án áhalda við tónlist að eigin vali. Gerplu stelpurnar hafa ávallt verið með f lottustu dansana á gólfinu sem hafa vakið gríðarlega athygli, enda eru þeir þaulæfðir. Á dýnu og trampólíni hafa stelpurnar einnig skarað fram úr. Í sumar var Glódís að þjálfa unga fimleikakrakka á aldrinum níu til þrettán ára. Hún er nýkomin heim frá vikudvöl í Barcelona með kærastanum og fyrr í sumar fór hún í útskriftar- ferð, en hún er nýstúdent úr Verzlunarskóla Íslands. Í haust ætlar Glódís að hefja nám í líf- efna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands. Æfingin orðin að daglegri rútínu Glódís Guðgeirsdóttir hefur æft fimleika í 15 ár og er í dag tvöfaldur Evrópumeistari og Norðurlandameistari með fimleikafélaginu Gerplu. Stífar æfingar eru hafnar fyrir Norðurlandamótið sem verður í Danmörku í nóvember. Glódís æfir níu sinnum í viku en hún fær þó frí á sunnudögum. MYND/STEFÁN Gerpla keppti til sigurs á Evrópumótinu á síðasta ári. Glódís að dansa á Evrópumótinu í fyrra sem stelpurnar unnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.