Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 34
ÓMISSANDI Í VIKUNNI 2 FÖSTUDAGUR 16. ágúst 2013 MASTERCHEF USA Fimmtudag Kl. 20.00 BARA GRÍN Föstudag Kl. 20.15 THE OTHER END OF THE LINE Laugardag Kl. 20.30 THE KILLING Sunnudag Kl. 21.45 THE NEWSROOM Mánudag Kl. 21.25 ORANGE IS THE NEW BLACK Þriðjudag Kl. 21.10 „Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að taka upp þættina og mikill stemmari, hlátur og vitleysisgangur meðal keppenda. Þeir hafa skemmt sér rosalega vel og sagt margar óborgan legar sögur,“ segir Siggi Hlö sem nú stendur í ströngu við tökur á sjón- varpsþáttunum „Veistu hver ég var?“. „Ég losa aðeins um málbeinið á fólki áður en keppni hefst og í lok þáttarins fæ ég alla út á gólfið í diskódans. Þetta minnir því á Hollywood í gamla daga, með plötusnúð í leikmyndinni nema við erum ekki með ljósagólf,“ segir Siggi í banastuði á dans- gólfinu. Hann segir þáttinn upphaflega hafa átt að vera hálftíma að lengd en að þátturinn endi í 40 mínútum því þrautin þyngri sé að skera niður stórskemmtilegt efni. „Upptökurnar gefa góð fyrirheit og ég vona að þjóðin taki þáttunum fagnandi. Þeir sem eru af diskó- og eitískynslóðinni eiga eftir að hverfa aftur í tímann og þættirnir verða aldeilis fjör eftir góða steik og fíling á laugardagskvöldi.“ Siggi fær til sín þekkta gæja og píur frá diskó- og eitístímabilinu og tekur fram að gestirnir beri aldurinn vel. „Það sér ekki á þessu liði. Ein- hverjir hafa haft smá komplexa og víst erum við ekki öll með hár lengur eða æðislega glans. Mér hefur samt ekki reynst erfitt að fá fólk í þáttinn þótt einn og einn hafi afþakkað mjög pent og borið við tímaleysi. Ég skil alveg hvað það þýðir,“ segir Siggi og hlær stríðnislega. Sjálfur er Siggi af diskó- og eitís kynslóðinni og segir að á hátindi tímabilsins hefði hann ekki trúað því að eiga eftir að vera með sjónvarpsþátt um þessa sömu kynslóð í stuði árið 2013. „Í þá daga fannst manni fólk um fertugt vera gamalmenni en nú er þetta bara ungt lið. Mér finnst 40+ vera hið nýja 20+ og miklu meiri grallaraskapur og lífsgleði í fólk- inu nú en þá. Það einkennir þessa kynslóð að okkur fannst diskó og eitís alveg svakalega kúl og töff en þegar grannt er skoðað var þetta ekkert sérstakt. Tímabilið mark- aði okkur þó mikið og í dag er það kúl eins og sést á tískusveiflum sem bera með sér diskó og eitís,“ segir Siggi. Þegar fyrsti þátturinn fer í loftið verður Siggi að störfum sem plötusnúður í brúðkaupi en ætlar þó að að kíkja á sjálfan sig í sjón- varpinu og fá sér einn kaldan með. „Þetta verður bara spennandi. Mitt kikk er að skemmta fólki og ég sé um vinnustaðagrínið í dag- vinnunni líka. Ég tek þetta bara að mér; þetta skemmtir sér ekki sjálft,“ segir hann og skellihlær í diskósnúningi. ÞAÐ SÉR EKKI Á ÞESSU LIÐI Það verður bara gaman að horfa á Stöð 2 næsta laugardagskvöld þegar sýndur verður fyrsti þátturinn af Veistu hver ég var? með gleðigjafanum og diskóboltanum Sigga Hlö. Logi Bergmann er í skýjunum yfi r þátt- unum Broadchurch sem hófu göngu sína á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag. „Þetta eru ótrúlega magnaðir þættir. Fyrir það fyrsta er tónlistin alveg frá- bær,“ segir hann en hinn rammíslenski Ólafur Arnalds semur tónlistina í þátt- unum. Loga fi nnst einnig mikið koma til persónusköpunar þáttanna. „Karakter- arnir grípa mann alveg. Ég var ekki alveg viss um í hvað stefndi eftir fyrsta þátt, en svo var þetta algjör negla. Það er eitthvað við þessa karaktera sem maður tengir svo vel við. Þetta er fólk sem er breyskt. Það er vesen á því,“ segir hann og hlær. Logi hrósar að lokum sérstaklega sjónrænum þáttum, til dæmis umhverf- inu og upptöku. „Það er greinilega mik- ill metnaður lagður í þættina. Þeir eru ótrúlega fl ottir, sérstaklega í HD.“ Þættirnir eru á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum klukkan 20.55. MAGNAÐIR SAKAMÁLAÞÆTTIR VEISTU HVER ÉG VAR? KL. 19.50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.