Fréttablaðið - 16.08.2013, Side 19

Fréttablaðið - 16.08.2013, Side 19
FÖSTUDAGUR 16. ágúst 2013 | SKOÐUN | 19 „Hvort þið standið eða hvílið, þús- undkall þið eigið skilið.“ Svo hljóð- aði orðatiltæki í Alþýðulýðveldinu Póllandi, mínu fyrrverandi heima- landi. Það var notað til háðungar yfir þá meintu stefnu stjórnvalda að greiða öllum sömu laun, sama hvort, hvernig og við hvað þeir unnu. Við erum, þrátt fyrir allt, nokkuð langt frá þessu hér á Norðurlönd- um en tekjutengingarþörfin vill samt stundum ýta okkur þangað. Það hljómar oft sanngjarnt að tekju- tengja hluti. En prósentur eru aldrei fleiri en hundrað og ef heildartekju- tengingar nálgast þá tölu þá hættir að borga sig að vinna. Algleymi tekjutengingar Fyrir nokkru birti ég pistil þar sem ég reiknaði saman hvernig ráð- stöfunartekjur fólks breyttust með hækkandi atvinnutekjum. Í ljós kom að fólk með atvinnutekjur á bilinu 100-350 þús. kr. hélt í raun eftir 1.000-2.000 kr. af hverjum 10.000 kr. sem það þénaði til viðbótar. Þetta réðst af samspili tekjuskatts og svo tekjutengingu atvinnuleysisbóta, húsaleigubóta og barnabóta. Hver einasta af þessum tekjutengingum virkaði sanngjarnt en heildaráhrif- in voru eins og 80-90% tekjuskattur á lágtekjufólk. Það kemur þó í ljós að að þetta er hreint himnaríki samanborið við þær tekjutengingar sem menn lenda í þegar þeir setjast í helgan stein. Hvað þá þegar þeir fara á elliheim- ili. Þá fyrst byrjar ballið. „Þú mátt halda 70 þúsundum“ Menn borga mismikið fyrir dvöl á dvalar- og hjúkrunarheimilum eftir því hve mikið þeir fá í lífeyri. Ef menn eru með 70.000 í lífeyris- tekjur eftir skatta borga þeir 0 kr. Ef menn eru með 170.000 kr. í líf- eyristekjur eftir skatta borga þeir 100.000 kr. Og svo koll af kolli uns ákveðnu hámarki (u.þ.b. 570 þús. fyrir skatt – 400 þús. eftir skatt) er náð. Ríkið tekur sem sagt allan líf- eyri fólks á mjög löngu bili. Þar borga menn 100% skatt af lífeyris- greiðslum og halda eftir 70 þúsund- kalli. Og segjum að menn hafi ekkert greitt í lífeyrissjóð í gegnum tíðina? Jú, þá fá þeir 50.000 kr. í vasapen- ing. Sem lækkar hratt uns þessum gullnu 70 þúsundum er náð. „Takið allt, krakkar“ Það eru ekki bara lífeyristekjur íbúa á dvalarheimilum sem hverfa að fullu í gin samtryggingarinnar heldur líka allar atvinnu- og fjár- magnstekjur umfram ákveðið lág- mark. Fólk er auðvitað ekki vitlaust og enginn vill afla tekna ef þær eru jafnharðan teknar af honum. Fyrir vikið er algengt að menn losi sig við allt, fyrirframgreiði arf til ættingja og sitji eftir blankir og snauðir, í það minnsta að nafninu til. Ég veit það ekki: Er það mjög manneskjulegt kerfi sem hvetur gamalt fólk til að losa sig við allar eigur sínar um leið og heilsu þess hrakar? Til að halda því til haga þá kostar hjúkrunarrými að jafnaði 700.000 þúsund á mánuði svo ríkið greiðir í þeim tilfellum meirihluta kostnaðar fyrir þá sem það þurfa. Þannig að hér er ekki markmiðið að skamm- ast í hinu opinbera fyrir að eyða ekki nóg í málaflokkinn. En það er skylda að greiða í lífeyrissjóð og það þótt greiðslur í slíka sjóði séu reyndar skattfrjálsar þá er það til lítils ef greiðslur úr þeim eiga svo að bera 100% skatt. Halla á línuna, takk Skoðum eftirfarandi þrjú skilyrði, sem oft má heyra í umræðu um hvers kyns velferðarkerfi: 1. Fólk á rétt á ákveðinni þjónustu. 2. Fólk á að njóta launa erfiðis síns. 3. Fólk sem hefur efni á að borga fyrir þjónustu á að gera það. Allt hljómar þetta rökrétt en erf- itt er að búa til kerfi sem uppfyllir þetta allt án þess að gera einhverj- ar málamiðlanir. Fæstir myndu vilja sleppa skilyrði 1, það væri hrá kapítalismi. En í tilfelli gamla fólksins höfum við eiginlega sleppt skilyrði 2 og sitjum þá uppi með eins konar hrásósíalisma. Þetta er of mikið. Langa lárétta línan í graf- inu sem fylgir þessari grein ætti að halla upp á við. Þótt það væri ekki nema örlítið. Ný út kom i n sk ý rsl a Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er áhugaverð lesning – svo ekki sé meira sagt. Ekki aðeins fyrir þá sök hvað í henni stendur heldur ekki síður það svar, sem gefið er í skýrslunni við hefðbundnum viðbárum Íslendinga við umsögnum erlendra sérfræðinga um efnahagsstöðu og horfur á Íslandi, þ.e. að þar tali þeir, sem enga þekkingu hafi á Íslandi og því sem íslenskt er. Slíkar viðbárur þar sem umsögnum erlendra sérfræðinga var vísað út í hafsauga voru stöð- ugt viðkvæði fyrir hrun og eru nú aftur farnar að skjóta upp koll- inum. Auk Íslendinga, sem unnið hafa með starfsmönnum AGS við sjálfa gerð skýrslunnar, hafa upplýsingar verið sóttar til: 1). Íslenskra stjórnvalda, 2) íslenskra eftirlitsaðila 3) íslenskra alþing- ismanna 4) fulltrúa íslenskrar verkalýðshreyfingar 5) fulltrúa íslensks atvinnulífs og 6) fulltrúa háskólasamfélagsins á Íslandi. Þess er getið í skýrslunni að skýrsluhöfunda og fulltrúa stjórn- valda hafi greint á um hagvaxtar- líkur. Enginn ágreiningur virðist t.d. vera um óvissuna í ríkisfjár- málunum að því séð verður. Og stjórnarandstaðan þegir! Með þessa merku skýrslu birta almenningi á heimasíðu Seðla- bankans er mér óskiljanlegt hvers vegna stjórnarandstaðan lætur hjá líða að taka hana til ræki- legrar umfjöllunar eins og ríkar ástæður eru til. Í skýrslunni er fráfarandi ríkisstjórn hrósað sér- staklega fyrir árangur hennar í stjórnun ríkisfjármála sem sagð- ur er vera „impressive“. Í henni segir, að alger óvissa ríki um tvö helstu kosningaloforð ríkisstjórn- arflokkanna; lækkun skatta og nið- urfærslu höfuðstóls íbúðaskulda. Beinlínis er sagt að fjárhags- legt svigrúm til hlutfallslegrar skuldalækkunar sé fjarska lítið og muni lítið aðstoða þá sem í mest- um greiðsluerfiðleikum eru, auk þess sem slík aðgerð muni hafa í för með sér mikla áhættu í ríkis- fjármálum. Sé einhverja fjármuni að sækja til kröfuhafanna („hræ- gammanna“ á ríkisstjórnarmáli) sé meira vit í að nota þá til þess að lækka skuldir ríkissjóðs, sem gagnist þá öllum skatt- borgurum en ekki bara sumum. Athyglisvert er hvað sagt er í skýrslunni um skattalækkunaráform Sjálfstæð- isflokksins og þá „vúdúhagfræði“ að slík lækkun muni hafa í för með sér auknar skatttekjur þegar fram í sækir. Sjálfstæðismönnum er sér- staklega bent á að kynna sér álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því kosningaloforði. Þá bætir sjóður- inn svo við, að mikil óvissa fylgi því hve miklar afleiðingar hin brýna nauðsyn á endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs muni hafa á ríkis- sjóð Íslands. M.ö.o. þá bendir sjóð- urinn á, að enn eigi eftir að gera upp þann kosningavíxil Framsókn- arflokksins frá 2003, sem Geir Haarde sagðist hafa skrifað upp á gegn betri vitund. Nýi Framsókn- arvíxillinn kemur svo þar til við- bótar. Upp á hann var líka skrifað gegn betri vitund. Öflugust þeirra allra Af hverju gerir stjórnarandstaðan sér ekki mat úr þessum umsögn- um, sem tvímælalaust styrkja það álit S&P um að efnahags- horfur á Íslandi hafi breyst úr stöðugu í neikvæðar við stjórnar- kiptin? Aðeins ein skýring kemur mér í hug. Hún er sú, að öflugasti stjórnarandstæðingurinn sem nú fyrirfinnst á Íslandi heitir Vig- dís Hauksdóttir. Sá þingmaður þarf ekki annað en að opna munn- inn til þess að tala ríkisstjórnina niður. Efalaust tækist henni að snúa þorra Íslendinga til fylgis við ESB-aðild ef hún fengi frið til þess að tala nógu oft og nógu lengi. Stjórnarandstaðan hefur auðvi- tað séð í hendi sér að ekkert megi gera til þess að trufla talandann í þeirri konu. Sú ríkisstjórn þarf enga stjórnarandstöðu sem hefur slíkan liðsmann í hópnum. Hví að vera að trufla hana? Tali hún sem oftast og sem lengst. Stjórnarandstaðan hefur sig bara hæga á meðan. 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0R áð st öf un ar te kj ur þ ús un di r k ró na Lífeyrir fyrir skatt þúsundir króna 100 200 300 400 500 600 RÁÐSTÖFUNARTEKJUR ÍBÚA DVALARHEIMILIS 100% skattur á lífeyri Er það mjög mann- eskjulegt kerfi sem hvetur gamalt fólk til að losa sig við allar eigur sínar um leið og heilsu þess hrakar? Sterkasti stjórnar- andstæðingurinn STJÓRNMÁL Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra ➜ Öfl ugasti stjórnar- andstæðingurinn sem nú fyrirfi nnst á Íslandi heitir Vigdís Hauksdóttir. Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Einstaklingar sem festu kaup á íbúðarhúsnæði eða hófu byggingu á árunum 2004 – 2008 og tóku jafnframt lán með veði í fasteign annars einstaklings eiga rétt á sérstökum vaxtabótum – lánsveðsvaxtabótum. Skilyrði fyrir ákvörðun lánsveðsvaxtabóta eru þessi: Umsóknir berist ríkisskattstjóra í síðasta lagi 15. september 2013. Ákvörðun lánsveðsvaxtabóta fer fram svo fljótt sem unnt er, þó eigi síðar en 17. mars 2014. Nánari upplýsingar um fjárhæðir, ákvörðun bóta og umsóknareyðublað má finna á vef ríkisskattstjóra; www.rsk.is Lánsveðsvaxtabætur Íbúðarhúsnæði hafi verið keypt eða byggt til eigin nota og lán tekin því til öflunar á tímabilinu frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008 Lán hafi verið tekið með veði í fasteign í eigu annars einstaklings Íbúðin hafi verið í eigu umsækjanda í ársbyrjun 2009 Eftirstöðvar fasteignaveðlána vegna þess íbúðarhúsnæðis, sem fengin voru með lánsveði, hafi samtals verið hærri en 110% af fasteignamati eignarinnar á söludegi eða í árslok 2010 Höfuðstóll veðlána hafi ekki verið lækkaður fyrir 9. apríl 2013

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.