Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 28
FRÉTTABLAÐIÐ Ragna Lóa Stefánsdóttir. Skóhönnun. Menning og tíska. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 6 • LÍFIÐ 16. ÁGÚST 2013 ALDUR 47 STARF Knattspyrnuþjálfari HJÚSKAPARSTAÐA Gift BÖRN Stefán Kári 27 ára, Elsa Hrund 20 ára, Thelma Lóa 13 ára og Ída Marín 11 ára. R agna Lóa Stefánsdóttir er fyrrverandi landsliðs- kona og fjögurra barna móðir. Hún er gift Her- manni Hreiðarssyni og þjálfar kvennalið Fylkis í knatt- spyrnu. Þegar hún var yngri snerust allir hennar draumar um íþróttir hvort sem það var sund, handbolti, fótbolti eða frjálsar íþróttir. Hún á glæstan knattspyrnuferil að baki, en hún hefur spilað um 35 landsleiki og 150 leiki í efstu deild fyrir ÍA, Stjörnuna, Val og KR. Hvar ólstu upp og hvernig voru fjölskylduhagir þínir? „Ég ólst upp á Skaganum í stórum systkinahópi þar sem peningar voru af skornum skammti en þrátt fyrir flóknar aðstæður hefur bara ræst ótrúlega vel úr okkur systkinunum. Ég var að- eins 14 ára þegar ég fór í heima- vistarskóla að Laugum í Dal- sýslu en ég ólst meira og minna upp í sveitinni frá því ég var sjö ára. Ég flutti ung að heiman og eignaðist frumburðinn nítján ára.“ Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á knattspyrnu? „Ég spil- aði knattspyrnu frá unga aldri við alla strákana í hverfinu og það komst hreinlega ekk- ert annað að í lífinu. Þrátt fyrir að hafa aldrei verið í neinum yngri flokki þá tel ég að með því að æfa sig í marga klukkutíma á dag hafi ég ekki fengið neitt síðri þjálfun.“ Hefur þú einhvern tímann fengið alveg nóg af boltanum eða er þetta lífsstíll? „Eins og mér finnst fótbolti skemmti- legur þá getur maðurinn minn alveg gert mig brjálaða vegna þess að hann væri alveg til í að tala um fótbolta allan daginn og svo er sjónvarpið stillt á Sky sport meira og minna 24 tíma sólarhringsins. Auðvitað væri ég stundum til í að hafa meiri tíma til að fara í frí og nýta sumarbú- staðinn okkar betur en þá hef ég að minnsta kosti eitthvað til að hlakka til að gera í ellinni.“ Var ekki hugað líf Þú fótbrotnaðir illa í fótbolta- leik, Ísland gegn Úkraínu, og varst í lífshættu. Segðu örlítið frá því. „Þarna var ég á toppnum á mínum ferli og var í landsleik og lendi í tæklingu og fótbrotna. Leikurinn stöðvaðist í hálf- tíma á meðan löppin var spelk- uð svo hægt væri að færa mig upp á börurnar. Ég man nú bara eftir að hafa sest upp úr tækl- ingunni og sá að löppin hékk frá miðjum sköflungi út á hlið og fór í hálfgert sjokk. Í fram- haldi af þessu varð ég mjög veik því ég fékk sýkingu í lungun út frá fótbrotinu. Læknirinn sem var á vakt treysti sér ekki til að laga löppina einn en þá þurfti að bíða þangað til aðrir sérfræð- ingar mættu á vakt. Þá var ég orðin alvarlega veik og strax eftir aðgerð endaði ég á gjör- gæslu. Ég var nokkrum dögum síðar sett í öndunarvél þar sem tvísýnt var um líf mitt og feng- inn var prestur til að vera á gjör- gæslunni með fjölskyldunni þar sem hún var látin kveðja mig. Batinn var hins vegar ótrúlegur og innan nokkurra daga var ég komin heim og læknarnir segja að hraust lungu hafi bjargað lífi mínu.“ Lagðir þú skóna á hilluna eftir þetta? „Ég náði mér aldrei á strik í fótboltanum eftir þetta. Ég reyndi að spila, löppin hefði eflaust haldið en hugurinn var alveg farinn. Ég treysti mér ekki í þetta. Ég var svo þakklát fyrir að vera á lífi og gerði mér kannski ekki grein fyrir hve al- varlegt ástandið var fyrr en löngu eftir á. Þetta var ótrúlegur endir á ferlinum þar sem ég man ekki eftir að hafa misst úr leik vegna meiðsla á öllum ferlinum.“ Það virðist sem einhver vaki yfir þér. Hefur þú ekki áður verið í lífshættu eftir barneign? „Ég er greinilega ótrúlega óheppin þar sem ég fékk sjúkra hús sýkingu í fæðingu þegar ég átti Thelmu. Ég labbaði inn á sjúkrahúsið í topp- formi og fullkomlega hraust og var rúllað þaðan út í hjólastól og það tók nokkur ár að jafna mig fyllilega. Ég fékk sýkingu af ein- hverju og var orðin fárveik strax í fæðingu og var með óráði alla fæðinguna. Þegar mér var rétt barnið í fangið gat ég ekki lyft höndunum út af sýkingunni og allir liðir læstust og ollu hræði- legum kvölum. Ég held að ég hafi sofið samanlagt 2-3 tíma á sólar- hring fyrstu vikurnar og Hemmi greyið svaf ekki í fleiri vikur því hann þurfti að hugsa um heimilið, sinna nýfæddu barni og tveimur öðrum börnum ásamt því að keppa úti um allt í Eng- landi. Þetta var líka erfiður tími fyrir hann.“ Mætti skilningsleysi Hvað finnst þér um konur í knattspyrnunni og ferilinn? Eru ekki margar sem hætta þegar þær byrja í barneignum? „Í gamla daga var það ekki algengt að konur héldu áfram eftir barn- eignir og var ég talin mjög sjálfs- elsk að halda áfram og hvað þá að gefa kost á mér í landsliðið og skilja nokkurra mánaða unga- barn eftir heima. Ég mætti á æfingu sjö dögum eftir barns- burð og þóttist vera klár í að fara spila. Það leið nærri því yfir liðið. Það var mjög óvanalegt hve snemma ég byrjaði að æfa og ég mætti mikilli gagnrýni og skiln- ingsleysi þegar ég ákvað að fara til útlanda og taka þátt í knatt- spyrnuleik og skilja unga barnið RAGNA LÓA HEFUR OFTAR EN EINU SINNI VERIÐ VIÐ DAUÐANS DYR Knattspyrnan hefur átt hug hennar allan bæði í leik og starfi en lífi ð hefur ekki alltaf verið tekið út með sældinni. Oftar en einu sinni hefur líf hennar hangið á bláþræði. Það virðist vera fátt sem hún getur ekki sigrast á. Lífi ð ræddi við Rögnu Lóu um fótboltafrúarlífi ð í Englandi, nýja starfi ð, ástina og slysið sem breytti lífi nu endanlega. náttúruleg fegurð w w w .gengurvel.is Lífrænt bodylotion á góðu verði kr.1319 Við fórum úr því að vera öllum stundum saman í það að búa hvort á sínum staðnum. Það getur verið mjög erfitt stundum en með jákvæðni og þolinmæði hefst þetta allt saman. eftir heima hjá pabba sínum og ömmu en það þykir sjálfsagt að karlmenn geri þetta. Ég hef allt- af verið mjög sjálfstæð og farið mínar leiðir þannig að það skipti mig engu. Sem betur fer erum við íslenskar konur svo sjálf- stæðar og ákveðnar að við látum ekki stoppa okkur í neinu og er það stór ástæða fyrir því að við fluttum með yngstu dæturnar heim til að þær fengju þetta sjálfstæði.“ Nú fluttir þú til Íslands á síðasta ári eftir búsetu í Eng- landi. Hve lengi bjóstu úti? „Ég fékk tækifæri til að dingla mér og hafa það hryllilega gott í fjórtán dásamleg ár. Ég var heima með börnunum og hafði allan heimsins tíma og engar áhyggjur. Við ferðuð- umst um allan heim, tókum þátt í alls konar ævintýrum og eignuðumst frábæra vini. Ég held að það sé þroskandi fyrir alla að búa erlendis þó að Ísland togi alltaf í mann.“ Ekki dæmigerð fótboltafrú Hvað finnst þér um að vera kölluð „footballer´s wife“? „Mér finnst það bara fyndið og skemmtilegt. Auðvitað er ég fót- boltafrú því ég er gift manni sem hefur átt góðan feril í knatt- spyrnu og í raun fórnaði ég mínum frama til að standa við hlið hans erlendis og hef aldrei séð eftir sekúndu. Annars er ég eflaust ekki dæmigerð football- er´s wife þar sem ég sést sjaldan með maskara og er yfirleitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.