Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 67
FÖSTUDAGUR 16. ágúst 2013 | SPORT | 35 FÓTBOLTI Stjörnukonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna á þriðjudagskvöld- ið með því að vinna 3-1 sigur á FH í Kapla- krika. Líkt og oft áður í sumar var það Harpa Þor- steinsdóttir sem gerði útslagið í leik Garða- bæjarliðsins en bæði hún og Stjörnuliðið eru stungin af í baráttunni um gull sumarsins. Stjarnan hefur unnið alla tólf deildarleiki sína í sumar og er með tíu stiga forskot á Val þegar aðeins sex umferðir eru eftir. Liðið á því Íslandsmeistaratitilinn vísan. Harpa hefur skorað fjögur mörk í síð- ustu tveimur leikjum liðsins og er nú komin með örugga forystu í baráttu um gullskóinn. Harpa hefur skorað 16 mörk í 12 leikjum, eða fjórum mörkum meira en Valskonan Elín Metta Jensen. Harpa hefur skorað fyrsta mark síns liðs í sex af tólf leikjum Stjörnuliðsins en hún er einnig búin að leggja upp fjölda marka fyrir liðsfélaga sína. Mikilvægi Hörpu sést einnig á því að eina tap liðsins á þessu tímabili kom í leik þar sem hún tók út leikbann, eða í undanúrslitaleik Borg- unarbikarsins á móti Þór/KA. Stjarnan tapaði leiknum 0-1 en vann 3-0 sigur í leik sömu liða stuttu síðar, þá með Hörpu á skotskónum. - óój Harpa að stinga af eins og Stjörnuliðið Komin með fj ögurra marka forskot í baráttunni um markakóngstitilinn í Pepsi-deild kvenna. HARPA ÞORSTEINSDÓTTIR Fagnar einu af sextán mörkum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STRANDBLAK Elísabet Einars- dóttir og Berglind Gígja Jóns- dóttir urðu í gær Norðurlanda- meistarar í strandblaki. Þær skipa stúlknalandslið Íslands sem vann 2-1 sigur á Noregi í úrslita- leiknum á Norðurlandamóti 19 ára og yngri. Íslensku stúlkurnar töpuðu fyrstu hrinu en komu til baka og tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna oddahrinu 15-6. Strákaliðið, skipað þeim Lúðvík Má Matthíassyni og Theódóri Óskari Þorvaldssyni, vann 2-1 sigur á Englandi í gær og tryggði sér með því fimmta sætið á mótinu. - óój Elísabet og Berglind unnu NORÐURLANDAMEISTARAR Elísabet Einarsdóttir og Berglind Jónsdóttir. FRJÁLSAR Sænski hástökkvarinn Emma Green-Tregaro vakti mikla athygli á HM í frjálsum í Moskvu í gær með því að mæta til leiks með neglur sínar málaðar í öllum regnbogans litum. Hún var með því að mótmæla nýjum lögum í Rússland sem banna homma og lesbíur. Green- Tregaro talaði ekki beint um að hún væri að mótmæla lögunum en það fer ekki á milli mála, ekki síst eftir að hún birti myndir af nöglunum á Instagram. Green- Tregaro tryggði sér örugglega sæti í úrslitunum á laugardaginn með því að stökkva 1,92 metra. Neglur Green-Tregaro vöktu strax umtal og nýkrýndur heims- meistari í stangarstökki, Yelena Isinbayeva, taldi hana sýna Rússum vanvirðingu með fram- taki sínu. - óój Neglurnar orðnar frægar EMMA GREEN-TREGARO Sýndi neglur sínar á Instagram. MYND/INSTAGRAM FÓTBOLTI David Moyes, knatt- spyrnustjóri Manchester United, kvartaði í gær yfir leikjaplani liðsins í upphafi tímabils en meðal fimm fyrstu deildarleikja United eru leikir á móti Chelsea, Manchester City og Liverpool. „Ég á erfitt með að trúa því að þetta hafi komið svona upp úr hattinum,“ sagði David Moyes og ýjaði að því að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hefðu séð til þess að byrjun hans hjá United væri sérstaklega erfið. „Ég held að þetta sér erfiðasta byrjun United í 20 ár,“ sagði Moyes. - óój Moyes kvartar DAVID MOYES Tók við liði Manchester United af Sir Alex Ferguson. MYND/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.