Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGLikamsrækt FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 20136 Berglind Björgvinsdóttir byrj-aði í TT – eða Frá toppi til táar – námskeiði í janúar 2012. Hún kemur frá Akranesi tvisvar í viku til að stunda líkamsræktina hjá JSB. „Ég var lengi búin að reyna sjálf að grenna mig en þyngdist frekar en hitt. Frænka mín hafði verið í TT um hríð þegar hún spurði hvort ég vildi ekki koma með sér. Ég ákvað að slá til og sé ekki eftir því,“ segir Berg- lind.„Ég vissi ekki alveg út í hvað ég var að fara og var ekkert sérstak- lega vongóð um að ná árangri. Hins vegar langaði mig til að léttast og ákvað að hafa gaman af þessu. Ég fann strax árangur, kílóin hrundu af mér og þá kom keppnisskapið í mig og ég hlakkaði til hvers tíma,“ segir hún. Berglind segir að fljótlega hafi hún fundið mikinn mun á sér, ekki bara líkamlega heldur einnig and- lega. „Maður fær mikinn stuðning og aðhald í TT, bæði hvað varðar mataræðið og ekki síður hvernig hægt er að breyta lífsstílnum. Það er góður andi í tímum og mér finnst mjög skemmtilegt að mæta. Kenn- ararnir eru æðislegir,“ segir Berg- lind sem ætlar að halda áfram og ná af sér 15 kílóum í viðbót. „Ég get gert alls konar hluti sem ég gat ekki áður og mér líður svo miklu betur. Nú er ekki lengur vandamál að kaupa föt. Ég stefni á að ná kjörþyngd og mæli hiklaust með þessum námskeiðum fyrir konur sem vilja léttast.“ Árangur í TT Linda Björg Sigurjónsdóttir er kenn- ari á TT-námskeiðum og í opna kerf- inu hjá JSB. Hún segir að á námskeið- inu fái konur líkamsrækt, leiðbein- ingar um mataræði og sjálfstyrkingu. „Við erum með fundi, vigtun og mæl- ingu þannig að vel er fylgst með hverri konu. Hún fær bæði aðhald og hvatningu. Í þessu námskeiði ná konur ótrúlegum árangri á stuttum tíma og lífsgæðin gjörbreytast. Ef þær setja sér markmið og fylgja þeim er frábært að sjá breytinguna á þeim. Mér finnst einstaklega skemmtilegt að fylgjast með konunum og hvetja þær áfram. Það er bara gleði í þessum tímum.“ TT3 fyrir þær ungu Sara Gylfadóttir er kennari á nám- skeiðum sem nefnast TT3. Þau eru sérhönnuð fyrir stúlkur frá 14 ára og upp í 25 ára. „Stúlkurnar fá mikið að- hald í sjötíu mínútur í senn tvisvar í viku. Að auki fara þær í tækjasal og fá sjálfstyrkingarfund og hvatningu einu sinni í viku. Með okkur vinnur Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur frá Heilsustöðinni. Farið er yfir mat- aræði og þeim er kennd næringar- fræði og fá matarlista. Ef stúlk urnar fara eftir því sem lagt er til ná þær stórkostlegum árangri,“ segir Sara. Stutt og strangt Fanney Guðjónsson er með nám- skeið sem nefnist Stutt og strangt sem er eingöngu í tækjasal, fjöl- þjálfun með einkaþjálfara. Þetta er góður kostur til að koma sér í gang vilji konur breyta um lífsstíl til fram- búðar. Læra á tækjasalinn og þær sem vilja fá aðhald og fræðslu, fá það. Mjög vinsælt námskeið. „Ég er með sex konur í hóp í ströngu prógrammi fimm sinnum í viku í tvær vikur. Síðan geta konur valið sér lengra námskeið hjá mér t.d. þrisvar sinnum í viku í fjórar vikur eða fjórum sinnum í viku í tólf vikur. Einkaþjálfunin er góður stuðningur.“ Allar upplýsingar um tíma hjá Dansrækt JSB má finna á heima- síðunni jsb.is og á Facebook. JSB er í Lágmúla 9 og síminn er 581-3730. 42 KÍLÓUM LÉTTARI MEÐ JSB TT námskeiðin hjá Dansrækt JSB hafa heldur betur slegið í gegn, enda hafa konur náð miklum árangri á námskeiðunum. Hægt er að velja um átta mismunandi hópa fyrir 14 ára og upp úr. Berglind Björgvinsdóttir, til hægri, hefur náð ótrúlegum árangri hjá JSB. Hér er hún með Lindu Sigurjónsdóttur kennara. MYNDIR/GVA Flottir þjálf- arar hjá JSB, Sara Gylfadóttir, Fanney Guðjónsson og Linda Sigurjóns- dóttir. VEGNA MIKILLA VINSÆLDA FRAMLENGJUM VIÐ TIL 31.ÁGÚST! LAGE RHRE INSUN !SPORT ÍS 30 - 70% AFSLÁTTUR! SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS FULLT AF NÝJUM VÖRUM!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.