Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 26
FRÉTTABLAÐIÐ Heilsa og æf ingar. Ragna Lóa Stefánsdóttir. Skóhönnun. Menning og tíska. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 4 • LÍFIÐ 16. ÁGÚST 2013 Á ður en þú byrjar: Æfingarnar getur þú gert hvar sem er, bæði úti í náttúrunni eða heima hjá þér. Skipuleggðu alltaf æfingarnar áður en þú byrjar og hve langan tíma þetta má taka. Skrifaðu jafnvel allt niður á blað, það gerir æfingarnar skemmtilegri og þú færð meira út úr þeim. Þú getur gert eins margar endurtekningar af einni æfingu og þú getur í 20-30 sekúndur. Svo tekurðu pásu í 10 sekúndur og gerir þetta 8-10 sinnum. Ákveddu tölu (gæti verið 50, 100, 200). Gerðu allar æfingarnar og skiptu eins mikið á milli æfinganna og þú vilt þar til þú ert komin upp í töluna sem þú v aldir þér. HEILSA SKIPULEGGÐU ÞIG VEL Aníta Dögg Watkins, boot camp þjálfari hjá Budz boot camp, sýnir æfi ngar sem hjálpa þér í gang eftir sukksumar. FROSKUR MEÐ HOPPI FYRIR ALLAN LÍKAMANN Þú byrjar standandi, beygir þig niður þannig að hendur snerti jörð- ina. Hér er mikilvægt að beygja hnén alveg og setja rassinn eins ná- lægt hælum og hægt er. Svo hopparðu jafnfætis í beina armbeygju- stöðu. Hoppar fram aftur (eins og þegar þú fórst niður) og endar á því að hoppa beint upp með beinan líkama. CROSSOVER ARMBEYGJUR FYRIR BRJÓSTKASSANN, AXLIR OG KVIÐINN Taktu bækur eða bara eitthvað hart með svolítilli upphækkun og settu á gólfið. Byrjaðu í armbeygjustöðu með aðra höndina á gólfi og hina höndina á upphækkuninni (á hnjám ef þú getur ekki á tám). Gerðu armbeygju (muna að það er brjóstkassinn sem á að fara niður eins ná- lægt gólfinu og hægt er, en ekki mjaðmirnar). Næst seturðu hina hönd- ina á upphækkunina og gerir alveg það sama hinum megin með upp- hækkunina. MJAÐMALYFTUR FYRIR RASSINN Leggstu á gólfið og hafðu báða handleggi með hliðum. Beygðu hnén og settu fæturna á gólfið. Þrýstu mjöðm- unum upp og spenntu rassinn eins vel og þú getur. Ekki gera æfinguna ekki of hratt og haltu jafnvel spennunni uppi í 30 sek. Til að gera æfinguna aðeins erfiðari lyftirðu öðrum fætinum frá gólfinu, teygir úr honum og þrýstir upp eins og áður. FRAM OG AFTUR STIG GÓÐ FYRIR RASS OG LÆRI Byrjaðu standandi (jafnvel með hendur á mjöðmum til að halda góðu jafnvægi). Stígðu stórt skref fram með hægri fætinum og beygðu hnéð niður (passaðu að hnéð sé ekki fyrir framan fótinn, taktu annars aðeins stærra skref). Ýttu þér aftur upp í standandi stöðu með fætinum sem er fyrir framan þig. Taktu þá skref aftur á bak og beygðu hnéð þannig að það snerti næstum gólfið. Skiptu svo yfir á vinstri þegar þú getur ekki meira með hægri. ½ + 1/1 FYRIR KVIÐINN Byrjaðu liggjandi á gólfinu og beygðu hnén þannig að iljarnar eru á gólfinu. Spenntu kviðinn og lyftu efri líkama bara hálfa leið upp, láttu þig síga niður aftur svo lyftir þú efri hluta líkam- ans alveg upp þar til oln- bogar snerta hné. Þannig ferð þú hálfa leið upp, ferð niður og svo alla leið upp. ÆFING 1 ÆFING 2 ÆFING 3 ÆFING 4 HNÉ Í OLNBOGA FYRIR AXLIR OG HNÉ Farðu í beina armbeygju- stöðu, lyftu hægra hné alla leið upp að vinstri olnboga og svo alveg eins á vinstra hné upp að hægri olnboga. Fætur mega ekki koma við gólfið í efri stöðu. ÆFING 6 ÆFING 5 1 1 1 1 1 2 2 2 2 1 2 3 3 3 F ÍT O N / S ÍA Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“ BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN Minna að fletta meira að frétta Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir, fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og færri flettingar. Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta- og afþreyingarvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum 2012. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.