Fréttablaðið - 16.08.2013, Side 60
16. ágúst 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013
Dansleikir
23.00 Plötusnúðurinn Pedro Pilatus,
öðru nafni Logi Pedro úr hljómsveitinni
Retro Stefson, þeytir skífum í kvöld.
Tónlist
21.00 Árlegt skemmtikvöld knatt-
spyrnufélagsins Mjöðm Gallerý Knatt-
spyrna fer fram í fjórða skiptið í
kvöld. Bergur Ebbi og Jóhann Alfreð,
úr skemmtihópi Mið-Íslands, sjá um
grínið og Markús Bjarnason mætir með
hljómsveit sína Diversion Sessions.
Kippi Kaninus og diskódívan DJ Margeir
ásamt sjálfum Högna úr Hjaltalín
skemmta einnig gestum.
Upplýsingar um viðburði
sendist á hvar@frettabladid.is
„Þetta verður náttúrulega algjör
bjúddari,“ segir Sigurður M.
Finnsson, meðlimur í Knatt-
spyrnufélaginu Mjöðm og einn
skipuleggjenda Bjúddarans.
Bjúddarinn er árlegt skemmti-
kvöld knattspyrnu félagsins
Mjaðmar sem fer fram á
skemmti staðnum Harlem í kvöld,
en húsið opnar klukkan tíu og
miði á Bjúddarann er til sölu á
þúsund krónur við innganginn.
„Þetta er í fjórða skiptið sem
þessi stórviðburður í félagslífi
og djammdagatali Reykvíkinga
og nærsveitarmanna er haldinn
og dagskráin er að vanda glæsi-
leg,“ segir Sigurður jafnframt.
Hið hefðbundna málverkaupp-
boð verður á sínum stað.
„Á uppboðinu erum við að
bjóða upp verk frá þeim helstu
í krúttkynslóðinni, til að mynda
verk eftir Davíð Örn Halldórs-
son, en heppnir geta fengið verk
eftir hann á spottprís,“ segir Sig-
urður. „Málverkauppboðið hefur
verið okkar aðaltekjulind síðustu
ár og þarna eru stórkostlegir
listamenn að bjóða upp verk sín
til styrktar Mjöðminni,“ útskýrir
Sigurður.
Eins verða fjölbreytt tónlistar-
atriði ásamt uppistandi. Það eru
þeir Bergur Ebbi og Jóhann
Alfreð úr skemmtihópi Mið-
Íslands sem sjá um grínið og
Markús Bjarnason mætir með
hljómsveit sína Diversion Ses-
sions.
Margir liðsfélagar KF Mjaðm-
ar eru liðtækir tónlistarmenn.
„Það eru svo margir indí púkar
og popparar í liðinu, þannig
að þeir sjá gestum líka fyrir
skemmtun.Kippi Kaninus og
diskódívan DJ Margeir ásamt
sjálfum Högna úr Hjaltalín
skemmta til að mynda gestum,“
segir Sigurður að lokum.
olof@frettabladid.is
Hinn árlegi Bjúddari
Málverkauppboð, tónlistaratriði og uppistand á Bjúddaranum á Harlem í kvöld.
KF MJÖÐM Á GÓÐRI STUNDU Félagarnir í KF Mjöðm æfa einu sinni í viku allan ársins hring og taka reglulega þátt í mótum.
Berglind Pétursdóttir, GIF-
drottning, dansari og textahöf-
undur á Íslensku auglýsinga-
stofunni, ætlar á opnun
Reykjavík Dance Festi-
val í dag klukkan fjögur
á Dansverkstæðinu á
Skúlagötu í Reykjavík.
„Það verður ótrúlega
mikið um að vera í ár,“
segir Berglind, sem
situr í stjórn Reykja-
vík Dance Festival.
„Þetta er besti tími ársins fyrir
dansara og dansáhugafólk,“ bætir
Berglind við.
Reykjavík Dance Festival
býður til opnunar á Black
Yoga Screaming Chamber,
eftir listræna stjórnendur
hátíðarinnar í ár, þau Ernu
Ómarsdóttur og Valdimar
Jóhannsson sem saman
skipa hópinn Shalala.
Berglind segir Black
Yoga Scre a m i ng
Chamber vera hljóðeinangraðan
klefa sem öllum sé boðið að stíga
inn í og öskra í.
„Það er hægt að öskra einn,
eða með vini, af gleði, pirringi,
til að gleyma, til að frelsa hug-
ann, slappa af, fá orku, eða algjör-
lega án ástæðu. Opnunin er eins
konar forleikur að hátíðinni en
Jón Gnarr kemur til með að vígja
kassann með því að vera sá fyrsti
sem öskrar inni í honum,“ segir
Berglind að lokum. - ósk
Besti tíminn fyrir dansáhugafólk
Það er mikið um að vera á Reykjavík Dance Festival sem hefst í dag.
Sailor Jerry-rokkabillípartí
verður haldið á veitinga staðnum
Roadhouse við Hverfisgötu á
laugardagskvöld. Útvarps- og
tónlistarmaðurinn Smutty Smiff
þeytir skífum, auk þess sem
hann kemur fram með hljóm-
sveit sinni 302, sem hefur ekki
komið fram lengi.
Hljómsveitin Kaleo stígur
einnig á svið. Hún hefur slegið
í gegn með útgáfu sinni af lag-
inu Vor í Vaglaskógi. Starfsfólk
Roadhouse verður uppáklætt í
tilefni dagsins og má búast við
mikilli stemningu.
Rokkabillí
í hávegum haft
KALEO Hljómsveitin Kaleo spilar í
rokka billípartíinu.
„Oft nota ég ljósmyndir og stillimyndir úr kvik-
myndum sem grunnmyndefni fyrir málverkin
mín,“ segir Ragnar Þórisson, sem opnar einkasýn-
ingu á nýjum verkum sínum í Kling & Bang Gallerí
á laugardaginn klukkan fimm.
„Ég er núna að vinna sjálfstæð myndverk með
nokkurri tilvísun í gömul verk. Þar sem ég mála
aðallega óræðar mannsmyndir og manneskjur eru
sumir líkamshlutar endurnýttir, það er að segja
notaðir í tveimur eða þremur verkum,” segir
Ragnar jafnframt.
Þetta er önnur einkasýning Ragnars á ferlinum,
en hann útskrifaðist úr myndlistardeild Listahá-
skóla Íslands vorið 2010. „Ég hef algjörlega helg-
að mig málverkinu,” segir Ragnar, en hann hefur
unnið ötullega að list sinni frá útskrift.
Kling og Bang er svokallað listamannagallerí.
„Galleríið er rekið af listamönnum – við erum um
það bil fimmtán manns sem skiptum með okkur
vinnunni,“ segir Anna Hrund Másdóttir, einn með-
lima Kling & Bang.
„Svo fer það bara eftir því hvert okkar hefur tíma
og ráðrúm til að snúast í kringum sýningarnar.
Sýningin á morgun verður rosalega skemmtileg
og við hlökkum til að sjá sem flesta,“ segir Anna
Hrund.
- ósk
Hefur helgað sig málverkinu
Ragnar Þórisson opnar sýningu á málverkum sínum á morgun í Kling & Bang.
RAGNAR ÞÓRISSON Opnar aðra einkasýningu sína á
ferlinum á morgun þar sem ný málverk verða til sýnis.
MYND/LILJA BIRGISDÓTTIR
Save the Children á Íslandi
MENNING
Jón Ólafsson
Pelican
Bassi og söngur
Tryggvi Hubner
Hljómsveit Rúnars
Júlíusasonar
Gítar og söngur
Guðmundur
Gunnlaugsson
Sixties
Trommur