Fréttablaðið - 29.08.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 29.08.2013, Síða 10
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Hvert er flatarmál skóglendis Íslands? Brandarinn um að ekki þurfi annað en að standa upp ef maður týnist í íslenskum skógi fer eflaust að verða úr sér genginn. Ekki aðeins vegna ofnotkunar heldur vex skóglendi fiskur um hrygg hér á landi svo það fer kannski að styttast í það að menn missi þar áttir þótt þeir standi í lappirnar. Nú er svo komið að nær 40 þús- und hektarar lands eru skógi vaxnir. Það eru 400 fer kílómetrar, sem er tæplega fjórðungur af Reykjanes skaganum. Á því svæði mætti strika fyrir meira en sex- tíu þúsund löglegum knattspyrnu- völlum. Ef menn vildu færa þetta skóglendi undir þak þyrfti ríflega sex þúsund Smáralindir til. Þeim sem hafa slitið barns- skónum í þorpi úti á landi kynni mörgum hverjum að bregða í brún þegar þeir koma áratugum síðar á bernskuslóðir. Þar sem áður stóðu hríslur á stangli standa nú há tré í byggð og upp um hlíðar. En hverju má þakka, eða kenna um ef mönn- um er í nöp við þróunina, þessa nýju ásýnd Íslands? Hvað gerðist? Brandarinn um íslenska skóginn átti afar vel við fyrir 1990 þegar einungis 6.600 hektarar lands voru skógi vaxnir. Árið 1990 hófst verkefnið Land- græðsluskógar, sem fólst í því að safna peningum frá fyrir- tækjum svo hægt væri að auka plöntuframleiðslu. Ári síðar var Héraðs skógum ýtt úr vör. Með Héraðs skógum var umsjón með ríkisstyrkjum til nytja skógræktar á bújörðum færð frá Skóg- rækt ríkis ins til verkefnis sem heyrði beint undir landbúnaðar- ráðuneytið og var auk þess með ráðherra skipaða stjórn, sem í sat meðal annars fulltrúi skógar- bænda. Árið 2000 voru síðan sett lög um landshlutaverkefni í skóg- rækt og voru Norðurlandsskógar, Vesturlands skógar, Skjólskógar á Vestfjörðum og loks Austurlands- skógar stofnaðir á grundvelli þeirra. Þá áttu bændur um land allt loks kost á að fá ríkisframlög til skógræktar á sínum jörðum. Þessi skref voru hve mikilvægust í þeirri þróun sem átt hefur sér stað í útbreiðslu skóglendis. Veðurfarið breytist Áhrifanna gætir víða og þau eru ekki aðeins sjónræn. „Þeir sem yngri eru tala stundum um það þegar þeir sitja í logninu með latte-kaffið að það þyrfti að fella trén sem byrgja þeim sýn,“ segir Arnór Snorrason, forstöðumaður rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá. „Við sem eldri erum vitum að ef við fellum trén þá fáum við rokið.“ Þessi dæmisaga er ekki úr lausu lofti gripin. Haraldur Ólafsson veður fræðingur hefur gert sam- anburð á vindstyrk á Keflavíkur- flugvelli, þar sem umhverfið hefur ekki tekið miklum breytingum, og í Reykjavík, þar sem skógar hafa vaxið og auðvitað hús risið. Nið- urstaðan er sú að stormum hefur fækkað verulega í Reykjavík og dregið úr vindstyrk. „Það er erf- itt að greina að hve miklu leyti breytingin er vegna bygginga og að hve miklu leyti hún er vegna trjáa,“ segir Haraldur. „En vestur af veðurstöðinni í Reykjavík hefur lítið risið af byggingum en skógur hefur vaxið upp og þar hefur vest- lægum stormum fækkað. Svo að böndin beinast því að trjánum.“ Skógar sem stinga í stúf Þótt breytingar gerist venjulega ekki hljóðalaust virðist vera tiltölu- lega mikil sátt um þessa. Árið 2004 var gerð skoðanakönnun á viðhorfi almennings til skógræktar. Um 93 prósent aðspurðra töldu hana hafa jákvæð áhrif á landið. Um tíma voru þó talsverðir hnökrar á þessu víða, sem lögðust ekki vel í landsmenn og eru enn nokkuð lýti. Þá vildi bera við að bændur tækju afmarkað land, mældu út ferhyrning og ræktuðu þétt innan hans. Ferhyrningar þessir geta svo stungið í stúf í berri hlíðinni. Arnór segir að nú til dags sé þetta skipulagt með allt öðrum hætti svo að skógurinn falli betur að. Ísland tekur á sig evrópska mynd Ásýnd landsins hefur breyst mjög á undanförnum áratugum þar sem skóglendi er farið að breiða úr sér. Fyrir aldarfjórðungi fyllti skóglendi Íslands aðeins um sextíu ferkílómetra en nú er það um 400 ferkílómetrar, sem er sexfalt meira. Veðurfarið breytist samfara þessu. 1989 5.700 1990 6.600 Héraðs- skógaverkefnið hefst 2000 20.100 Landshluta- verkefnin hefjast 2010 36.100 2011 37.900 Tölurnar eru í hekturum. Einn hektari er 10.000 fermetrar. Skógrækt á Íslandi Lerki 25% Birki 23% Stafafura 14% Sitkagreni 14% Alaskaösp 8% Heimild: Arnór Snorrason, forstöðumaður rannsóknar- stofunnar á Mógilsá. ➜ Hvaða tré eru algengust? ASKÝRING | 10 SPRENGING Í SKÓGRÆKT SKÓGRÆKTARFÓLK VIÐ VINNU Hér er Edda S. Oddsdóttir, sérfræðingur við Rann- sóknastöð skógræktar á Mógilsá, ásamt írska aðstoðarmanninum Tomas O‘Malley. Vandað er til skipulags við ræktun og gamla lenskan að mæla út ferhyrninginn og rækta þétt í hann er fyrir löngu úr sér gengin. Jón Sigurður Eyjólfsson jse@frettabladid.is SMÁRALIND Flatarmál verslunar- miðstöðvarinar er um 6,2 hektarar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.