Fréttablaðið - 29.08.2013, Síða 30

Fréttablaðið - 29.08.2013, Síða 30
FÓLK|TÍSKA Mercedes-Benz tískuvikan í Stokkhólmi hófst á mánudag. Í gær fór tískusýning sænska risans Cheap Monday fram. Undir merkjum hans er framleiddur litríkur hversdags- og gallafatnaður fyrir bæði kyn. Vorlínan 2014 var á pöllunum en henni er ætlað að virka svolítið „in your face“. Klæðnaðurinn gefur til kynna að eigandinn sé með stórt egó og nokk sama um útlitið (sem honum er þó vissulega ekki). Útlínur fatnaðarins eru margar ýktar og hann á helst að poka. Þá eru sumar flíkurnar beinlínis rifnar. Aðrar eru með djörfu prenti og benda til þess að eigandanum sé slétt sama. SLÉTT SAMA Sænski tískurisinn Cheap Monday sýndi vorlínu sína á tískuvikunni í Stokkhólmi í gær. HVERSDAGS- LEGT EN DJARFT Cheap Monday er þekkt fyrir hvers- dags- og galla- fatnað fyrir bæði kyn. Yfirleitt er samfélagssagan sögð út frá styrjöldum og pólitík en ég tek fyrir umhverfi mannsins og þessa mannlegu þætti sem móta um- hverfi hans; fatnað, byggingar og hús- gögn. Þetta þrennt er það sem þróast hefur með manninum á hverjum tíma og endurspeglar þannig samfélagið,“ út- skýrir Ásdís Jóelsdóttir en bók hennar, Saga hönnunar, er nýkomin út. Í bókinni fjallar Ásdís um sögu hönnunar frá tímum Egypta til okkar daga. Segja má að hvert einstakt verk sé mótað af því samfélagi, auðlindum, tækni og verkkunnáttu sem til staðar er hverju sinni. „Sú nálgun er einstök við þessa bók, það er hvernig ég segi frá fatnaði, bygg- ingum og húsgögnum í sögu- og sam- félagslegu samhengi, ég hef allavega ekki rekist á neina hlið- stæða bók. Þannig getur lesandinn öðlast góða heildarsýn yfir hönn- unarsöguna,“ útskýrir Ásdís og segir að þótt bókin sé fyrst og fremst fræði- og uppflettibók eigi hún erindi við alla. „Bókina er hægt að nota til kennslu en hún er líka frábær gjafa- bók. Einn lesandi sagði við mig að þetta væri bók sem allir ættu að eiga og hafa uppi á borðum til að glöggva sig á sögunni á nýjan hátt. Ég tek undir það. Ég held líka að mér hafi tekist gera hana nokkuð skemmtilega aflestrar, enda er megin- markmiðið að segja áhugaverða sögu sem flestir hafa ánægju af að lesa.“ Ásdís hefur starfað við kennslu í fata- og textílhönnun og kennt hönnunar- og menningarsögu undanfarin ár. Þá er þetta ekki fyrsta bók Ásdísar innan hönnunargreinarinnar en hún hefur einnig samið bækur um sögu fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi, sögu tísk- unnar og saumtæknibók fyrir fatasaum. Einnig hefur hún þýtt tvær bækur úr sænsku um snið og sniðteikningu fyrir konur og karlmenn. En er eitthvert tímabil hönnunar- sögunnar í uppáhaldi? „Eiginlega ekki. Þegar maður sökkvir sér ofan í söguna er ákveðinn sjarmi yfir hverju tíma- bili, stefnu og straumum. Saga hönnunar er mikil- væg til að geta skoðað og skilið þróun samfélagsins í fortíð, nútíð og framtíð. Enda þurfa hönnuðir að hafa góða heildar yfirsýn yfir söguna til að geta verið þeir spámenn fyrir framtíðina sem þeir þurfa að vera.“ ■ heida@365.is ÁHUGAVERÐ SAGA „Bókina er hægt að nota til kennslu en hún er líka frábær gjafabók.“ SAGAN MIKILVÆG HÖNNUN Ásdís Jóelsdóttir hefur sent frá sér bókina Saga hönnunar þar sem hún fjallar um fatnað, byggingar og húsgögn frá tímum Egypta til okkar daga. SAMFÉLAGSSAGA Bókin er ríkulega mynd- skreytt en Ásdís tekur fyrir fatnað, byggingar og húsgögn og hvernig hlutirnir endurspegla samfélagið. MYND/ÁSDÍS JÓELSDÓTTIR NÝ BÓK KOMIN ÚT Ásdís Jóelsdóttir hefur skrifað Sögu hönnunar, allt frá tímum Egypta til okkar daga. MYND/GVA Verð 9.900 kr. Str. 36 - 46/48. Opið virka daga kl. 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. Kí kið á m yn di r o g ve rð á Fa ce bo ok Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Þar á meðal er þessi flotta skyrta. Fallegur fatnaður á góðu verði. verð 3990 st. s/m-l/xl . Líka til einlitar svartar Áður 14990 nú 7990. 6 litir eins st Áður 14990 nú 7990. 6 litir eins st Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook Síðar peysur Str. 40-56/58 kr. 9.800.- Litir: svart, fjólublátt dökkrautt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.