Fréttablaðið - 29.08.2013, Side 43

Fréttablaðið - 29.08.2013, Side 43
FIMMTUDAGUR 29. ágúst 2013 | MENNING | 35 Nýtt útilistaverk Brynhildar Þor- geirsdóttur, Myndheimur – lands- lagsinnsetning, var afhjúpað í Alingsås í Svíþjóð í gær við vígslu- athöfn nýrrar hverfismiðstöðvar, Träffpunkt Stadsskogen. Verkið samanstendur af þremur skúlptúr- um, ásamt 23 litlum krakka- steinum. Verkin voru unnin heima á Íslandi öll nema eitt, sem Bryn- hildur gerði á staðnum í samvinnu við nemendur í grunnskólanum í Stadsskogen. Britta Malmberg, yfirmaður menningar- og tómstundasviðs Alingsåsbæjar, er afar ánægð með árangurinn: „Þessi nýju verk eru einstök í sinni röð,“ segir hún, „og ljá svæðinu dularfullt andrúmsloft, nákvæmlega eins og við óskuðum eftir.“ - gun Íslensk útilistaverk í Alingsås Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum eru á sýningu sem opnuð verður í dag klukkan 10 í menningarmiðstöðinni Slátur- húsinu á Egilsstöðum. Þetta vilja börnin sjá! heitir hún. Á henni eru myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem komu út árið 2012. Þátttakendur eru fjölmargir. Þeir kepptu jafnframt um íslensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm og er ætlað að hvetja bæði útgefendur og höfunda texta og mynda til frekari dáða. Sýningin er farandsýning. Hún verður í Sláturhúsinu til 26. septem- ber og er opin mánudaga til fimmtu- daga frá 18 til 22 og laugardaga frá 13 til 17. - gun Þetta vilja börnin sjá! Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sýndar. Bókaútgáfan Opna og Snorrastofa í Reykholti hafa gefið út bókina Uppsala-Eddu í nýrri útgáfu Heimis Pálssonar, sem jafnframt ritar ítarlegan inngang að verk- inu. Edda er til í nokkrum hand- ritum og er eitt þeirra varðveitt í Uppsölum – handritið DG 11 4to. Það handrit, sem eignar Snorra Sturlusyni Eddu, hefur Heimir Pálsson rannsakað um árabil. Þessi bók geymir afraksturinn, ítarlegan inngang að verki Snorra þar sem Heimir kemur víða við, og texta Uppsala-Eddu í heild sinni með vönduðum skýringum. Í flestöllum útgáfum Snorra- Eddu er stuðst við mörg handrit. Það er ekki gert hér nema í skýr- ingum. - gun Uppsala-Edda UPPSALA-EDDA Ný útgáfa Heimis Pálssonar. EINN ÞRIGGJA SKÚLPTÚRA Brynhildur vinnur með tengsl náttúru og borgarlífs í verkum sínum. ÚR ÓLIVER Myndin er eftir Birgittu Sif Jónsdóttur sem hlaut Dimmalimm- verðlaunin 2012. Stemning 9. áratugarins verður rifjuð upp í glæsilegri umgjörð í Andrews-leikhúsi í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Frumsýning er 4. sept- ember. Þar verður meðal annars flutt tónlist eftir Bubba, Stuðmenn, Nýdönsk og fleiri. Sýningin er loka- hnykkur sýninganna Með blik í auga þar sem hefur verið fjallað um tónlistarsöguna frá 1950 í tali og tónum á gamansaman hátt. Níundi áratugurinn er áratugur bílskúrsbanda, Beta- og VHS-vídeó- tækja, pönktónleika í Hafnarbíói og gömlu dansanna í Glæsibæ. Þetta var jafnframt áratugur Don Cano, Henson-galla og Millet-úlpunn- ar. Leiðtogafundur var haldinn í Höfða, Íslendingar tóku þátt í Euro- vision í fyrsta sinn og Sea Shepherd sökktu hvalveiðibátum á Íslandi. Allt þetta kemur við sögu. Tónlistarstjóri er Arnór Vil- bergsson og handritshöfundur og fararstjóri er Kristján Jóhannsson. - gun Tónlist og tíðarandi 9. áratugar Sýningin Hanakambar, hárlakk og herðapúðar snýst um tónlist 9. áratugarins. MEÐ BLIK Í AUGA Mikið stuð er á sviðinu í slíkum sýningum. MYND/HILMAR BRAGI BÁRÐARSON islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu 2000 kr. afsláttur af áskriftarkortum Íslandsbanki og Valitor bjóða viðskiptavinum Íslandsbanka 2.000 kr. afslátt af áskriftarkortum Borgarleikhússins. Hagstætt tækifæri til að upplifa töfra Áskriftarkort gilda á fjórar sýningar að eigin vali: • Áskriftarkort á 11.900 kr. Almennt verð er 13.900 kr. • 25 ára og yngri fá áskriftarkort á 7.000 kr. Almennt verð er 9.000 kr. Leikárið er hafið Í vændum er kröftugt og töfrandi leikár hjá Borgarleikhúsinu sem þú getur kynnt þér á www.borgarleikhus.is Til að nýta tilboðið þarf að greiða með VISA eða MasterCard greiðslukorti frá Íslandsbanka eða Byr. Hægt er að hringja í Borgarleikhúsið í síma 568 8000 eða mæta í miðasöluna. Tilboðið gildir ekki í netsölu. Töfrar í Borgarleikhúsinu Góða skemmtun!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.