Fréttablaðið - 29.08.2013, Síða 52

Fréttablaðið - 29.08.2013, Síða 52
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 BAKÞANKAR Dóra DNA ★★★ ★★ Hymnalaya Hymnalaya RECORD RECORDS Hymnalaya var stofnuð fyrir um einu og hálfu ári og hafði aldrei spil- að opinberlega fyrr en eftir að þessi fyrsta plata kom út. Hljómsveitin spilar rólyndisþjóð- lagapopp og eins og nafnið gefur til kynna leitast hún við að ná upp eins konar himn- eskri sálmastemn- ingu. Lögin eru tólf, þar af fjögur stutt og ósungin, notuð til að skapa rétta andrúmsloftið. Hlýlegir textarnir eru trúarlegir og snúast að mestu leyti um Guð og hvernig hann er arkitektinn á bak við allt saman: „Everything is under authority – except the author – the author of all,“ segir í laginu Everything. Á meðal annarra eftirminnilegra laga eru Colt for a King, In My Early Years og Patience. Viðkvæmnisleg rödd Einars Kristins Þorsteinssonar á vel við tónlistina og kassagítarplokkið er fallegt í gegnum alla plötuna. Þessi frumburður Hymnalaya er vel heppnaður og ljóst að liðs- mönnum sveitarinnar hefur tekist ætlunarverk sitt, að hrífa hlustand- ann með sér í ferðalag um kosm- ískar slóðir. Freyr Bjarnason NIÐURSTAÐA: Hymnalaya ferðast með hlustandann um himneskar og fallegar slóðir. Ferðalag um himneskar slóðir Það er búið að gera hjartveika akureyrska stelpu að „poster-girl“ fyrir því að ef flugvöllurinn fari muni börn deyja. Þetta er ósvífið og ósmekklegt. Þetta er lágkúra í sinni tærustu mynd. Flugvallar málið er skipulagsmál. Innan skipulagsmála koma til skoðunar hlutir eins og umferð, umhverfi, öryggi, fagurfræði og ýmislegt fleira. Að tala um afleiður eins og heilbrigðismál, hvað þá líf og dauða, í umræðu um skipu- lagsmál er ekki boðlegt og ekki málefna- legt. Þetta eru ósvífin frekjurök, taktlaus áróður. Það er hægt að snúa allri umræðu upp í umræðu um líf og dauða ef maður leyfir svona afleiðurökum og móðursýki að flæða. „HJARTAÐ slær í Vatnsmýri,“ er slagorð þar sem þessi áróður er myndgerður. Mér leiðast svona klisjulegar anatómíu- líkingar en í þessu tilfelli eru svo sem fleiri á stangli. Það er aðeins eitt líffæri í Vatnsmýrinni – mýrin sjálf, lungu miðborgarinn- ar, „öndunarfæri landsins,“ svo ég vitni í afa minn. Finnst fólki í lagi að dæla svona eitri í mýrina, í eitthvert flóknasta og verð- mætasta dýra- og lífríki Reykja- víkur? Eins og flestir íbúar í nánd við flugvöllinn vita er hægt að skola flugvélarsótið burtu af stéttinni með öflugri háþrýstidælu en það er ekki tilfellið í mýrinni. Hún minnkar bara og minnkar þar til ekkert er eftir. ÉG er kominn með nóg af einhverjum skel- eggum oflátungum sem láta eins og þeir sem eru á móti flugvellinum séu annaðhvort vitlausir eða sjálfhverfir. Það er bara ekki þannig, ekki frekar en að þeir sem vilja halda honum séu allir frekir og leiðinlegir. Þetta er orðræða sem hefur einkennt sam- skipti höfuðborgarbúa við landsbyggðina allt of lengi. ÞAÐ er sparnaður í því að færa flugvöllinn. Þjóðfélagslegur ábati. Það er hægt að bjarga lífum og bæta kjör fyrir þann sparnað. Það eru ekki sjálfsögð mannréttindi að lenda flugvélum í miðborgum. Samkvæmt öllum stöðlum eru flugvellir og sjúkrahús ekki samliggjandi. Það eru grilljón fleiri lausnir til og grilljón ákvarðanir sem verður að taka upplýst og af yfirvegun. ÉG vil flugvöllinn burt úr Reykjavík. Hugsa um það á hverjum degi. Hugsa um það í hvert einasta skipti sem íbúðin nötrar undan hávaða flugvélanna. Það þýðir samt ekki að ég vilji að börn deyi. Látum ekki slepjuleg slagorð og ósvífin tilfinningarök ráða för. Við hljótum að vera þróaðra sam- félag en það. Hjartveiki í Vatnsmýri • • OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta Taktu haustið með trompi Bættu heilsuna fyrir þig og þína. HEILSUSPRENGJA Valin bætiefni frá NOW með 25% afslætti Valdar lágkolvetnavörur með 20% afslætti G il d ir f rá 2 9. á g ú st t il 5 . s ep te m b er DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS ELYSIUM 8, 10.20(P) KICK ASS 2 8, 10.20 2 GUNS 5.30, 8, 10.20 STRUMPARNIR 2 5.30 2D T.V. - Bíóvefurinn -H.G., MBL 5% SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS STRUMPARNIR 3D KL. 6 ONLY GOD FORGIVES KL. 8 - 10 / WOLVERINE 3D KL. 10 GROWN UPS 2 KL. 6 - 8 Miðasala á: og -H.G., MBL -V.G., DV -T.V. - BÍÓVEFURINN.IS / SÉÐ & HEYRT “SPARKAR FAST Í MEIRIHLUTANN Á AFÞREYINGARMYNDUM SUMARSINS. FÍLAÐI HANA Í BOTN.” „MEISTARAVERK!“ - FOX-TV „ÆSISPENNANDI!“ - ENTERTAINMENT WEEKLY „DAMON OG FOSTER ERU STÓ RKOSTLEG!“ - CTV MONTREAL ÖRLÖG HEIMSINS ERU Í HANS HÖNDUM ELYSIUM KL. 5.30 - 8 - 10.25 ELYSIUM LÚXUS KL. 8 - 10.25 KICK ASS 2 KL. 8 - 10.20 PERCY JACKSON KL. 3.20 - 5.40 - 8 2 GUNS KL. 5.30 - 8 - 10.30 2 GUNS LÚXUS KL. 5.30 STRUMPARNIR 3D ÍSL TAL KL. 3.20 STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 3.20 - 5.40 GROWN UPS KL. 10.20 ELYSIUM KL. 8 - 10 KICK ASS 2 KL. 10.30 PERCY JACKSON KL. 5.40 2 GUNS KL. 10 WAY WAY BACK KL. 10.30 EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK ROGER EBERT COSMOPOLITAN JULIANN GAREY / MARIE CLAIRE SCOTT MANTZ / ACCESS HOLLYWOOD T.V. - BÍÓVEFURINN.IS/SÉÐ & HEYRT VARIETY NEW YORK TIMES SAN FRANCISCO CHRONICLE

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.