Fréttablaðið - 29.08.2013, Side 57

Fréttablaðið - 29.08.2013, Side 57
FIMMTUDAGUR 29. ágúst 2013 | SPORT | 49 FÓTBOLTI Rússneski milljarða- mæringurinn Roman Abramo- vich er hættur að styrkja rúss- neska knattspyrnu. Hann hefur mokað ótrúlegum upphæðum í rússneska boltann undanfarin ár. Abramovich hefur reyndar verið að draga saman seglin í fjárútlátum til rússneska sam- bandsins síðan árið 2010. Hann telur sig vera búinn að skila sínu. Ekki eru neinar sögur um að ósætti sé á milli hans og rúss- neska knattspyrnusambandsins. Abramovich stofnaði knatt- spyrnu akademíu fyrir rúss- neska sambandið. Hann greiddi fyrir 130 nýja velli og er sagður hafa sett í heildina 24 milljarða íslenskra króna í það verkefni. Abramovich greiddi einnig fyrir menntun þjálfara og svo greiddi hann laun Guus Hiddink er hann stýrði rússneska lands- liðinu. Hiddink var með um 850 milljónir króna í mánaðarlaun. Rússneska gasfyrirtækið Gaz- prom hefur tekið yfir það hlut- verk Abramovich að greiða fyrir flest í rússneska boltanum. - hbg Roman lokar veskinu RÚBLUR ROMANS Ekki lengur í boði fyrir Rússana. NORDICPHOTOS/GETTY 7. JÚNÍ 2011 - VARIÐ Hannes Þór Halldórsson ver frá Matthíasi Vilhjálmssyni, FH 29. ÁGÚST 2011 - VARIÐ Hannes ver frá Steven Lennon, Fram 15. MAÍ 2012 - VARIÐ Hannes ver frá Tryggva Guðmundssyni, ÍBV 16. JÚNÍ 2012 - STÖNG Viðar Örn Kjartansson, Selfossi, skýtur í stöng á móti Hannesi 21. JÚLÍ 2012 - VARIÐ Hannes ver frá Halldóri Orri Björnssyni, Stjörnunni 8. ÁGÚST 2012 - MARK Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV, skorar framhjá Fjalari Þorgeirssyni. 21. JÚLÍ 2013 - YFIR Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, skýtur yfir á móti Hannesi 11. ÁGÚST 2013 - MARK Gunnar Már Guðmundsson, ÍBV, skorar framhjá Rúnari Alex Rúnarssyni. 25. ÁGÚST 2013 - VARIÐ Rúnar Alex ver frá Davíð Þór Viðarss., FH VÍTASPYRNUR FRÁ JÚNÍ 2011 Vítanýting KR-liðsins 94% (16 mörk úr 17 vítum) Vítanýting mótherja KR 22% (2 mörk úr 9 vítum) Síðustu níu víti mótherja KR-inga FÓTBOLTI Rúnar Alex Rúnarsson varð nýjasti vítabaninn í markvarðahópi Vesturbæinga á sunnudaginn þegar hann varði víti frá FH-ingnum Davíð Þór Viðarssyni. Staðan var þá 0-0 en KR vann síðan leikinn 3-1 og steig stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Vítin eru svo sannarlega að hafa sín áhrif í leikjum KR-liðsins. Á sama tíma og KR-ingar eiga bestu vítaskytturnar í boltanum gengur mótherjum þeirra skelfilega að nýta sín víti gegn þeim. KR-ingar hafa átt mesta vítabanann í Pepsi- deildinni undanfarin fjögur ár (Andre Hansen 2009, Lars Ivar Moldskred 2010 og Hannes Þór Halldórsson 2011 og 2012) og nú er svo komið að mótherjar þeirra hafa aðeins náð að skora úr tveim- ur af síðustu níu vítaspyrnum sínum í deildinni. Í báðum vítun- um sem mótherjum KR tókst að skora úr stóð í markinu ískaldur varamarkvörður – Fjalar Þor- geirsson á móti ÍBV í Eyjum 2012 og Rúnar Alex á móti ÍBV á KR-vellinum 2013. Þeir voru báðir komnir í markið eftir að Hannes Þór hafði skömmu áður verið rek- inn út af með rautt spjald. Mótherjar Vesturbæinga hafa því frá og með júní 2011 aðeins nýtt 22 prósent víta sinna (9/2) en á sama tíma hafa vítaskyttur KR-ingar aðeins klikkað á einu af sautján vítum sínum. Vítanýting KR-liðsins á þessum tíma er því 94 prósent eða 72 prósentum betri en mótherja þeirra. KR-liðið er enn fremur með 14 vítamörk í plús á þessu tímabili. Kjartan Henry Finnbogason hefur skorað úr níu af þessum sextán vítum en Bjarni Guðjóns- son (3/3) og Óskar Örn Hauksson (2/2) eru líka með 100 prósenta vítanýtingu á þessum tíma. Gary Martin er sá eini sem hefur klúðr- að víti frá júní 2011 en hann lét Blikann Ingvar Þór Kale verja frá sér í fyrrasumar. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir síðustu níu víti mótherja KR. - óój Fara vítaskytturnar á taugum á móti KR? Mótherjar KR-inga hafa klúðrað sjö af síðustu níu vítum sínum í Pepsi-deild karla í fótbolta. HANNES ÞÓR HALLDÓRSSON Hefur varið ófá vítin fyrir KR. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL • Allt að 40 km drægni. • Hleðslutími ca. 6-8 klst. • Hámarkshraði 25 km/klst. • Eigin þyngd 68 kg með rafhlöðu. • Farangursgeymsla undir sæti og í boxi á bögglabera. • 48V 350W mótor. • Yfirhleðslu- og lágstraumsvörn. • 2ja ára ábyrgð. • Fæst í 5 litum. Svörtu, bláu, bleiku, rauðu og gráu. Ökutæki þetta fellur undir reglugerð um reiðhjól. Umferðastofa mælir þó ekki með að börn yngri en 13 ára séu á vél- eða rafdrifnum hjólum sem komast upp í 25 km/klst hraða. Vinsamlegast kynnið ykkur frekar ábyrgðarskilmála og leiðbeiningar í notkunarleiðbeiningum. Fæst í Hagkaup Smáralind, Garðabær og á hagkaup.is 109.990 verð áður 129.990 Dagana 29. ágúst - 5. sept. verður dreginn út einn heppinn kaupandi á Traffico rafskutlu og fær hann rafskutluna endurgreidda. SPARAÐU 20.000 OG ÞÚ GÆTIR FENGIÐ RAFSKUTL UNA ENDU RGREIDDA !

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.