Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur 12 3 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Sporthúsið | Fólk Sími: 512 5000 2. september 2013 205. tölublað 13. árgangur Tímamót í rannsóknum Ísland hefur hlotið fulla aðild að Evrópsku veðurtunglastofnuninni. Ávinningurinn er mikill. Ísland fær óheftan aðgang að gögnum er varða fjölmarga þætti náttúrufars. 2 Ráðherrakapall í uppsiglingu Þrjár þingkonur Framsóknar eru orð- aðar við ráðherrastól sem forsætis- ráðherra boðar að skipa í. 2 Réttarbót fyrir utangarðsfólk Ný úttekt Reykjavíkurborgar miðar að því að bæta stöðu útigangsfólks. 8 Skiptar skoðanir Fulltrúar meiri- hluta og minnihluta í Reykjavíkur- borg eru ósammála um upplýsinga- gjöf úr lestrarskimun skóla. 10 MENNING Hjónin Ágústa Magn- úsdóttir og Gústav Jóhannson hafa slegið í gegn með hönnun sinni. 26 SPORT Það voru óvænt úrslit í leikj- um gærkvöldsins í Pepsi-deild karla en tveimur leikjum var frestað. 20 L ean er vestræna útgáfan af marg-frægum japönskum stjórnunarað-ferðum sem auðvelda fyrirtækjum að ná árangri á einfaldan hátt að sögn Mörthu Árnadóttur, framkvæmda-stjóra Dokkunnar. „Flest stór fram-leiðslufyrirtæki hafa unnið með Lean í einhverri mynd og árangurinn laðað að minni fyrirtæki. Það áhugaverðasta er eflaust sá árangur sem þjónustu-fyrirtæki, opinberar stofnanir, lífeyris-sjóðir og fleiri hafa náð með verkfær-um Lean,“ upplýsir Martha og útskýrir nánar fyrir hvað Lean 4 stendur. „Lean 4 samanstendur af fjórum stuttum og mark vissum námskeiðum í notkun grundvallarverkfæra Lean, sem Dokkan stendur fyrir í september og október.“ LEAN 1: SÓUN 5S OG SJÓNRÆN STJÓRNUN Einn af hornsteinum Lean er djúp þekk- ing á sóunarflokkunum sem kenndir eru við Lean. Á námskeiðinu er farið yfir sóunarflokkana og hvernig unnið er með þá, ásamt því hvernig töflufundir sjónrænnar stjórnunar eru notaðir FRÆGAR STJÓRN-UNARAÐFERÐIR DOKKAN KYNNIR Fram undan eru fjögur námskeið í notkun grundvallarverk- færa Lean, eða straumlínustjórnunar, sem henta stórum og minni fyrirtækjum. MERKI HÖNNUNARMARSHönnunarmiðstöð kallar eftir umsóknum hönnuða eða hönnunar- teyma sem hafa áhuga á að útfæra einkenni HönnunarMars 2014. Sækja þarf um þátttöku fyrir hádegi þann 6. september.Enskunámskeið í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra komnaÁ hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum, langflest konur á aldrinum 40 ára og eldri. Skráning stendur yfir í síma 8917576 og erlaara@gmail.com Enskuskóli Erlu Ara - Let‘s speak English www.enskafyriralla.is Skipuleggjum einnig námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga SPORTHÚSIÐMÁNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2013 Keppendur í ma tersflokkum vinna sér inn keppnisrétt eð því að verða meðal tuttugu efstu í sínum aldursflokki á Crossfit Open sem fer vanalega fram á bilinu febrúar til mars ár hvert. Hilmar tryggði sig inn á heimsleikana annað árið í röð og kom til leiks reynslunn ríkari í ár eftir að hafa hafnað í fjórða sæti í fyrra. Margir samverkandi þættir Hilmar segir enga eina ástæðu fyrir bætingunni á milli á h ld fáum ógildum repsum (endurtekn- ingum).“ Segist Hilmar hafa skipulagt hverja æfingu fyrirfram og hvernig hann skipti henni upp og fylgdi því út keppnina. „Leifur Geir og Davíð Arnar voru mér hjálplegir við það, enda þekkja þeir mig vel, en ég held að þetta atriði hafi hjálpað mér mikið.“ Vissi að allt væri mögulegt Hilmar vill meina að keppnisreynsl- sem fáir komast í. Mér tókst alltaf að að vera rólegur þegar ég var kom- inn inn á leikvanginn, hugsaði til æfingafélaga, vina og ættingja sem voru að fylgjast með heima og það var góð tilfinning.“ Hilmar átti erfitt með að trúa því þegar hann fór fyrstur manna yfir marklínuna og það vel á undan næsta manni. „Þetta var ótrúleg til- finning og mikil sigurvíma sem fór um líkamann.“ Eftir að hafa tekið við góðum kveðju ú öll á Hraust sti ma r í heimi Crossfit Sporthúsinu eignaðist heimsm istara í lok sumars þegar Hilmar Þór Harðarson tryggði sér heimsmeistaratitilinn í mastersflokki í aldursflokknum 55-59 ára á heimsleikunum í crossfit. Crossfitsport samfélagið hefur reynst mér einstaklega vel, en ég fékk mikinn stuðning og hvatningu frá æfinga - félögunum fyrir keppnina. KÓPAVOGI FASTEIGNIR.IS2. SEPTEMBER 2013 35. TBL. Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. f rá kl. 9–17 | www.h eimili.is Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Stefán Már Stefánsson sölufulltrúi Ásdís Írena Sigurðardóttir skjalagerð Ruth Einarsdóttir sölufulltrúi Bogi Pétursson lögg.fasteignasali Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali Finndu okkur á Face book Erla Dröfn Magnúsdóttir lögfræðingur Vegna mikillarsölu vantareignir á skrá! LÆTUR ENGAN ÓSNORTIN N Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla NÝ K I L JA eftir metsöluhöfundinn Åsu Larsson Sænsku glæpasagnaverðlaunin 2012 Bolungarvík 8° SA 10 Akureyri 10° S 8 Egilsstaðir 12° SV 8 Kirkjubæjarkl. 8° SA 7 Reykjavík 9° SA 15 Vaxandi SV-átt Allhvasst eða hvasst um allt land í dag. Rigning eða skúrir um allt vestanvert landið en bjart austan til. Hiti 8-13 stig. 4 MENNTAMÁL Daði Már Kristófers- son, forseti félagsvísindadeildar, segist ekki taka til sín gagnrýni prófessora við Háskóla Íslands og fyrrverandi innanríkisráðherra varðandi málefni Jóns Baldvins Hannibalssonar. Jón átti að vera gestafyrirlesari við skólann en ráðning hans var dregin til baka. Þorvaldur Gylfason hagfræði- prófessor, Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkis- ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, hafa allir gagnrýnt máls- meðferðina opinberlega. „Alveg eins og ákvörðunin sem Baldur [Þórhallsson] tók um að biðja Jón Baldvin ekki að hjálpa sér í þessari kennslu, þá verður einhver ákvörðun í hina áttina niðurstaða úr einhverri umræðu,“ segir Daði í samtali við Frétta- blaðið. „Nú er komin upp önnur umræða um aðrar hliðar þessa máls og hana þarf bara að taka. Háskólinn er fræðasamfélag þar sem ýmis sjónarmið eru uppi.“ Á Facebook-síðu sinni segir Þorvaldur meðal annars að í þessu máli þurfi Háskóli Íslands „taka sér tak“. Rektor ætti að „biðjast afsökunar fyrir hönd Háskólans ellegar segja af sér“. - ka Deildarforseti við HÍ um gagnrýni á mál Jóns Baldvins Hannibalssonar: „Komin upp önnur umræða“ MATUR „Þetta er alls enginn heilsuborgari,“ segir Baldur Hafsteinn Guðbjörnsson, yfir- kokkur á veitingastaðnum Road- house, en frá og með næstu viku verður hægt að fá svokallaðan cronut-borgara á Roadhouse. Baldur segir að búið sé að blanda saman croissant og donut og því heiti borg- arinn „cro- nut“ en hann er margra hæða með beikoni á milli. Hugmyndin er fengin frá Banda ríkjunum og hefur slegið í gegn vestanhafs. Cronut-borgar- inn verður fáanlegur í takmörk- uðu magni. - mmm / sjá síðu 26 „Alls enginn heilsuborgari“: Cronut-borgari í boði á Íslandi SJÁVARÚTVEGUR Miðað við núver- andi verðforsendur gæti verðmæti þeirrar hækkunar á aflaheimild- um fyrir fiskveiðiárið sem hófst í gær numið tuttugu milljörðum, segir Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. „Mér sýnist það, svona fljótt á litið,“ segir hann. „Það hefði í för með sér um eins prósents aukn- ingu á landsframleiðslu.“ Alls er úthlutað 381.431 tonni í þorskígildum talið. Sé aflamark síðasta árs reiknað út í þorsk- ígildum nýhafins fiskveiðiárs er munurinn á milli áranna tæplega 33 þúsund tonn. Í peningum gæti munurinn hins vegar verið um tuttugu milljarðar. Fjórtán þúsund tonnum er bætt við aflamarkið í þorski og er heild- araflamarkið fyrir þetta fiskveiði- ár um 171 þúsund tonn. Einnig hækkar aflamark í karfa, ufsa og síld. Þorsteinn segir þetta geta boðað betri tíð í þjóðarbúskapnum. „Ekki veitir af enda hefur heldur verið að hægja á hagvexti á undan- förnum misserum og horfur fram undan nokkuð óljósar,“ segir hann. „Ef stjórnvöldum tekst að aflétta þeirri óvissu sem einkennt hefur rekstrarumhverfi sjávarútvegs undanfarin ár vegna óvissu um framtíðarfyrirkomulag fiskveiði- stjórnunar sem og stóraukinnar skattbyrði greinarinnar þá má einnig reikna með því að fjárfest- ingar aukist nokkuð í sjávarútvegi á nýjan leik. Slíkt myndi einnig hafa afar jákvæð áhrif á hagvöxt enda fjárfestingar verið hættu- lega litlar hér á landi undangeng- in fimm ár.“ Hæsta hlutfall aflamarksins í ár kemur í hlut HB Granda eða rúm ellefu prósent. Samherji kemur næst með tæp sjö prósent og svo Þorbjörn í Grindavík með fimm og hálft prósent. Þetta er sama sætaröðun og í fyrra. Mestu verður landað í Reykjavíkurhöfn, því næst Vestmannaeyjum og svo Grindavík Þótt flest sé með hefðbundnu sniði ber einnig á nýlundu við þessa úthlutun en nú er í fyrsta sinn úthlutað þremur nýjum teg- undum, blálöngu, gulllaxi og litla karfa. - jse 20 milljarðar í nýju aflamarki Hækkun aflaheimilda gæti þýtt tuttugu milljarða fyrir þjóðarbúið eða eins prósents hækkun á landsfram- leiðslu, segir framkvæmdastjóri SA. Útvegsmaður segir verðlækkun síðasta árs vega upp á móti hækkuninni. „Auðvitað eru þetta góð tíðindi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar og varamaður í stjórn LÍÚ. „En þorsk- verð hefur lækkað mjög mikið og ég efast satt að segja um að þessi hækkun á aflamarki vegi upp á móti verðfalli síðasta árs. Ég hef nú ekki reiknað það enn en ég óttast að það sé nú samt þannig, því miður. En það má ekki draga úr því að þetta eru góð tíðindi með þessa úthlutun, þetta sýnir að þorsk- stofninn er heilbrigður og auðvitað á maður að gleðjast yfir því.“ Hækkun vegur varla upp á móti verðlækkun SIGURGEIR BRYNJAR KRISTGEIRSSON CRONUT- BORGARINN REBBI Í MÖÐRUDAL Ljósmyndarar Fréttablaðsins mæta venjulegast vingjarnlegu viðmóti í vinnunni. Á því var þó undan- tekning þegar Vilhelm Gunnarsson brá sér í Möðrudal á Fjöllum fyrir skemmstu og mætti þessum viðskotailla ferfætlingi. Það sést vel á svipnum hvaða skoðun lágfóta hefur á svona snápum með myndavél fyrir andlitinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKOÐUN Bjarni og Gunnar Bragi tala í takt um ESB – eins og rapparar, skrif- ar Guðmundur Andri Thorsson. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.