Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 8
2. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 MANNRÉTTINDI „Menn eru að fara þessa leið vegna þess að ákveðnir hópar standa höllum fæti og eiga kannski ekki öfluga talsmenn,“ segir Anna Kristinsdóttir, mann- réttindastjóri Reykjavíkurborgar um stöðu utangarðsfólks í borginni. Talið er að um 179 einstaklingar séu heimilislausir eða utangarðs í borginni, en Mannréttindaskrif- stofa Reykjavíkurborgar hefur gefið út upplýsingarit um mannréttindi þessa hóps. Höfundar segjast ekki vita til þess að aðrar borgir hafi lagt út í slíka vinnu. Mannréttindaráð Reykjavíkur- borgar samþykkti árið 2011 að stofna starfshóp með það verkefni að skilgreina mannréttindi utan- garðsfólks og fíkla í Reykjavíkur- borg. Í stefnunni sem tíunduð er í fyrr- greindu riti er sérstaklega árétt- að að sumt utangarðsfólk geti ekki sökum vanda síns eða félagslegrar stöðu sótt sér þjónustu borgarinnar eftir hefðbundnum leiðum. Því skuli leitast við að fara með þjónustuna til þess. „Það er hægt að gera með ýmsum hætti, til að mynda að færa lækna- þjónustu til þeirra,“ útskýrir Anna, sem var sjálf í starfshópnum. Þorleifur Gunnlaugsson, vara- borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem átti einnig sæti í hópnum, seg- ist vonast til þess að vinna hópsins skili sér í auknum réttindum utan- garðsfólks. „Stefnan er þarna og hún er þá innlegg í málið og er afstaða borgar- yfirvalda í þessu máli. Réttur fólks- ins ætti því að vera skýr, til dæmis réttur þess til að hafa þak yfir höf- uðið,“ segir Þorleifur. Að sögn Þorleifs er stærsta breyt- ingin þó sú að þriðji aðili taki út þjónustu borgarinnar gagnvart úti- gangsmönnum. „Þá erum við að tala um úttektir og almennt eftirlit, enda gengur það ekki að velferðarsvið taki út eigin þjónustu,“ segir hann. Hvorki Þorleifur né Anna segj- ast vita til þess að aðrar borgir hafi lagst í sambærilega vinnu þar sem réttindi utangarðsmanna eru skil- greind sérstaklega. Í samtali við Önnu kom fram að einnig væri unnið að því að skilgreina réttindi aldraðra en niðurstaða um það ætti að liggja fyrir nú í haust. valurg@365.is Þjónusta verði færð til utangarðsfólks Reykjavíkurborg hefur gefið út bækling um niðurstöður starfshóps þar sem mann- réttindi utangarðsfólks eru skilgreind sérstaklega. Vilja skoða að færa heilbrigðis- þjónustu til útigangsmanna í stað þess að þeir leiti til stofnana. NÆTURSTAÐUR Sumir útigangsmenn þurfa að sofa úti eins og þessi dýna sýnir sem ljósmyndari tók mynd af á Klambratúni fyrir nokkru. MYND/GVA Ákveðnir hópar standa höllum fæti og eiga kannski ekki öfluga talsmenn. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar Nýbakað á nokkrum mínútum Ómissandi með öllum mat SAMFÉLAGSMÁL Hinn 13. ágúst var opnaður veitingastaður í Hellubíói, húsi sem hefur lengi mátt muna sinn fífil fegurri. Það fór illa í jarðskjálftan- um árið 2000 og kom þá til tals að rífa það. „Það er til- búið, nema við erum ekki farin að nota stóra salinn enn,“ segir Hjalti Þór Grettisson, félagi í Kalos sem rekur veit- ingastaðinn sem heitir einfald- lega Hellubíó. - jse Veitingastaðurinn Hellubíó: Sögufrægt hús komið í gagnið HJALTI ÞÓR GRETTISSON SAMFÉLAGSMÁL Þ org r í mu r Daníels son, sóknarprestur á Grenjaðarstað, hefur lokið göngu sinni á þrjátíu tinda og stóðst þar með þá áskorun að ljúka því verki áður en ágústmánuður væri liðinn. Þetta gerði hann til að vekja athygli á Landspítalasöfnun þjóð- kirkjunnar. Lokatindurinn var Bolafjall við Bolungarvík og segir Þorgrímur að það hafi verið táknrænt því Agnes Sigurðardóttir hafi einmitt verið sóknarprestur í Bolungar- vík áður en hún var vígð til bisk- ups. „Ég naut góðs félagsskapar á öllum ferðum nema í sjö skipti sem ég fór einn,“ segir Þorgrím- ur. „Förunautar mínir á Kambs- mýrarhnjúk voru hinir harðsnúnu félagsmenn úr göngufélaginu 24 sinnum 24. Sem dæmi um harð- fylgi þeirra má geta þess að nafn- ið er tilkomið af göngu þeirra á 24 tinda á sólarhring.“ Hann segist vera afar þakklát- ur með þann stuðning sem hann hefur fengið á leiðinni. „Ég segi bara eins og Stefán frá Hvítadal: Ég á öllum gott að gjalda, gleði mín er djúp og rík.“ Þegar blaðamaður spyr hvernig söfnunin gangi kemur Þorgrímur af fjöllum, enda Mammon ekki hans drottinn. - jse Hefur lokið göngu til styrktar Landspítalanum: Séra Þorgrímur gekk á 30 tinda í sumar ÞORGRÍMUR DANÍELSSON Presturinn segir að þessi þrjátíu tinda þraut hafi verið tekin meira með skynseminni en kröftunum. SUÐUR AFRÍKA, AP Eftir rúmlega þriggja mánaða dvöl á sjúkrahúsi í Pretoríu vegna lungnasýkingar, hefur fyrrver- andi forseti Suð- ur-Afríku, Nel- son Mandela nú fengið að fara til síns heima í Jóhannesarborg. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Mandela segir að hann hvíli sig nú í faðmi fjölskyldunnar. Þar mun hann njóta sömu þjón- ustu og hann fékk á sjúkrahúsinu. Mandela, sem er 95 ára, er engu að síður afar veikburða og hvetja stjórnvöld í Suður-Afríku almenn- ing til þess að biðja fyrir honum. - áo Fluttur heim af sjúkrahúsi: Mandela er kominn heim NELSON MANDELA HEILBRIGÐISMÁL Börn á aldrinum 12-14 ára og þriggja ára börn öðl- ast nú rétt á gjaldfrjálsum tann- lækningum. Foreldrar þessara barna þurfa eingöngu að borga 2.500 króna komugjald en Sjúkra- trygingar Íslands greiða tann- lækningarnar að fullu. Áður hafði samningurinn um tannlækningar barna einungis tekið til 15, 16, og 17 ára barna en í tilkynningu frá Sjúkratrygging- um Íslands segir að þar sé vand- inn mestur. Börn í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður falla einnig undir samn- inginn jafnvel þótt þau falli ekki undir ofangreind aldursmörk. - áo Réttur barna eykst: Fleiri fá frítt til tannlæknisins LÖGREGLUMÁL Fyrrverandi bar- þjónn og vaktstjóri á Slippbarnum á Reykjavík Marina Icelandair hótelinu hefur verið kærður til lögreglu grunaður um fjárdrátt. Upphæðin sem um ræðir hleyp- ur á milljónum króna en yfir- menn mannsins höfðu grunað hann um fjárdrátt í nokkurn tíma. Á eftirlitsmyndavélum staðarins sást svo til hans taka peninga úr afgreiðslukassanum og stinga inn sig. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. - áo Grunaður um fjárdrátt: Barþjónn sást stinga á sig fé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.