Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 4
2. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
ÍT
O
N
T
O
N
ÍT
O
N
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
N
F
ÍT
O
NN
F
ÍT
O
ÍT
O
ÍTÍT
FF
AA
/
S
ÍA
S
ÍA
S
ÍAA
/
S
ÍA
/
S
ÍAAAAÍAAAAAAA
/
S
ÍAA
S
ÍAÍ
/
S
ÍÍ
F
I0
4
3
222
3
2
0
4
3
2
3
222
3
22
3
4
3
0
4
33
F
I0
4
3
F
I0
4
3
F
I0
4
3
F
I0
4
F
I0
4
I0
4
F
I0
4
F
I0
4
0
44
F
I0
4
I0
4
F
I0
44
0
4
F
I0
4
F
I0
4
0
F
I00
F
I0
F
I00I00
F
I0I
F
5
999
55555
568 8000 | borgarleikhus.is
Bræð
urnir
Þórir
og D
agur,
grunn
skóla
nema
r
4 sýn
ingar
að eig
in val
i
Áskri
ftar-
kortið
okka
r
SAMGÖNGUR Forsvarsmenn BL, Nissan í Evrópu og
Orkuveitu Reykjavíkur undirrituðu á fimmtudag
samning um uppsetningu tíu nýrra hraðhleðslu-
stöðva fyrir rafbíla. Reiknað er með að fyrstu stöðv-
arnar verði komnar í gagnið í haust en á hleðslu-
stöðvunum munu eigendur rafbíla eins og Nissan
Leaf geta hlaðið rafhlöður bílanna á hálfri klukku-
stund í stað fjögurra stunda með heimahleðslustöð.
Markmið samstarfsins er að stuðla að aukinni
útbreiðslu og notkun rafbíla á Íslandi. Endanleg
ákvörðun um staðsetningu stöðvanna verður tekin á
næstu vikum og mánuðum og verður haft í huga að
þær auki vegalengdirnar sem hægt er að aka á raf-
bílum hérlendis. - ka
Samningur um uppsetningu nýrra hraðhleðslustöðva undirritaður fyrir helgi:
Tíu hleðslustöðvar bætast við
VIÐ UNDIRRITUNINA Erna Gísladóttir, forstjóri BL, tekur í
hönd Frederic Subra hjá Nissan þegar búið var að skrifa undir
á fimmtudag. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, fylgist
með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
323.810 Íslendingar voru skráðir
hjá Hagstofu Íslands í júlí 2013.
Landsmönnum fjölgaði um 4.235
einstaklinga frá 1. janúar árið 2012
en þá voru Íslendingar 319.575.
SVÍÞJÓÐ Lögmaður í Stokkhólmi
meiddi sig í gómnum þegar hann
beit í Mars-súkkulaði sem hann
keypti í golfferð í Englandi síðast-
liðið vor. Harður hlutur sem var í
súkkulaðinu stakkst í góminn og
blæddi mikið, að sögn lögfræð-
ingsins. Hann sætti sig ekki við
að fá miða sem heimilar honum að
kaupa Mars-súkkulaði fyrir um
þrjú þúsund íslenskar krónur.
Lögmaðurinn krefst bóta upp á
um 300 þúsund íslenskar krónur
vegna tapaðs dags á golfvellinum
og gjalds sem hann fékk ekki end-
urgreitt. Engar skemmdir urðu
á tönnum tannlæknisins en ekki
þykir útilokað að þær komi síðar í
ljós. Þá áskilur hann sér rétt til að
krefjast hærri bóta. - ibs
Lögmaður krefst bóta:
Sælgæti eyði-
lagði golfferð
NOREGUR Í lok ágústmánaðar voru
73.500 manns án vinnu í Noregi.
Atvinnuleysið mælist 2,8 prósent
sem er nokkru hærra en í fyrra.
Atvinnuleysi á evrusvæðinu var
12,1 prósent í júlí en 11 prósent í
öllum 28 aðildarríkjum Evrópu-
sambandsins.
Í Noregi er atvinnuleysið mest
meðal karla á aldrinum 20 til 24
ára og kvenna á aldrinum 25 til 29
ára. Þetta eru hóparnir sem leita
að starfi að loknu námi, að því er
greint er frá á vef VG. - ibs
Aukið atvinnuleysi í Noregi:
Yfir 70 þúsund
eru án vinnu
BRETLAND, AP Breski sjónvarps-
maðurinn sir David Frost er lát-
inn 74 ára að aldri. Hann lést úr
hjartaáfalli
á laugardag-
inn um borð í
skemmtiferða-
skipinu Queen
Elizabeth.
Í yfirlýsingu
frá fjölskyldu
Frosts kemur
fram að hann
hafi átt að halda
ræðu um borð á skipinu. Frost
starfaði um árabil við frétta-
mennsku og sjónvarpsþáttagerð,
meðal annars hjá breska ríkisút-
varpinu BBC og arabísku sjón-
varpsstöðinni Al-Jazeera.
Hann öðlaðist heimsfrægð
vegna viðtala sem hann tók við
Richard Nixon, fyrrverandi for-
seta Bandaríkjanna. - áo
Sjónvarpsstjarna kveður:
Hjartaáfall
banamein Frosts
SIR DAVID FROST
Veðurspá
Miðvikudagur
Víða hægviðri.
DREGUR ÚR VINDI Á MORGUN Ný vinnuvika tekur á móti okkur með allhvössum
eða hvössum vindi en dregur úr vindi með deginum á morgun. Skúrir V-lands á
morgun og á miðvikudag en bjart A-til. Hiti 5-13 stig, hlýjast A-lands.
8°
10
m/s
10°
15
m/s
9°
15
m/s
10°
16
m/s
Á morgun
5-13 m/s, hvassast A-til
Gildistími korta er um hádegi
9°
10°
9°
11°
9°
Alicante
Basel
Berlín
29°
26°
16°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
18°
22°
21°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
18°
18°
29°
London
Mallorca
New York
25°
31°
28°
Orlando
Ósló
París
32°
21°
24°
San Francisco
Stokkhólmur
21°
13°
8°
7
m/s
9°
14
m/s
12°
8
m/s
11°
8
m/s
10°
8
m/s
9°
11
m/s
5°
13
m/s
10°
8°
9°
12°
9°
Snjólaug Ólafsdóttir
veðurfréttamaður
SÝRLAND, AP Útséð er með að
vestur veldin geri árásir á skot-
mörk í Sýrlandi á allra næstu
dögum eftir að Barack Obama
Bandaríkjaforseti vísaði um
helgina ákvörðun um hernaðar-
íhlutun til þingsins.
Rannsóknarteymi á vegum
Sameinuðu þjóðanna sem hefur
skoðað verksummerki á stað þar
sem sýrlenski stjórnarherinn er
sakaður um að hafa beitt efna-
vopnum, sneri aftur til Hollands
á laugardag og hefst nú handa við
að skera úr um hvað átti sér stað.
Ekki er vitað hvenær þær niður-
stöður gætu legið fyrir.
John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í samtali
við fjölmiðla í gær að Banda-
ríkjamenn hefðu sannanir fyrir
því að sarín-gas hefði verið notað
í mannskæðum árásum í úthverfi
Damaskus hinn 21. ágúst. Hann
segir niðurstöður rannsókna á
hár- og blóðsýnum, sem safnað
var eftir árásina, staðfesta þetta
og gaf jafnframt í skyn að þær
sannanir sem hann hefði undir
höndum væru ekki frá Samein-
uðu þjóðunum.
Árásin er talin hafa kostað yfir
1.400 manns lífið, þar af tæplega
fimm hundruð börn.
Barack Obama, forseti Banda-
ríkjanna, ákvað á laugardag að
fresta árásum sem beina átti
gegn sýrlensku ríkisstjórninni
þangað til samþykki Bandaríkja-
þings lægi fyrir. Þessi sinnaskipti
komu nokkuð á óvart, enda hafði
Obama á fyrri stigum málsins
lýst því yfir að litið yrði á notk-
un efnavopna sem ákveðna rauða
línu, sem myndi kalla á aðgerð-
ir. Heimildir innan bandaríska
stjórnkerfisins herma að Obama
hafi verið ákveðinn í að boða
hernaðaraðgerðir, en hafi snúist
hugur á föstudagskvöld og ákveð-
ið að leita samþykkis hjá þinginu.
Forsetinn sagði í ávarpi á laugar-
dag að aðgerðir af hálfu Banda-
ríkjanna yrðu takmarkaðar að
umfangi og útilokaði að landhern-
aði yrði beitt.
Þótt Kerry tæki skýrt fram að
forsetinn hefði vald til að taka
ákvörðun sem þessa, og segðist
sannfærður um að þingið heimili
hernaðaríhlutun Bandaríkjanna
í Sýrlandi, túlkuðu margir, þar á
meðal ráðamenn í Sýrlandi, þetta
útspil forsetans sem veikleika-
merki og hik.
Í gær blés Bashar al-Assad
Sýrlandsforseti á allar fyrirætl-
anir um „erlenda yfirgangssemi“.
Þeim yrði mætt af hörku „rétt
eins og Sýrland mætir innlend-
um yfirgangsseggjum á hverjum
degi, bæði hryðjuverkahópum og
þeim sem styðja þá“.
Breska þingið hafnaði í síðustu
viku tillögu frá David Cameron
forsætisráðherra um leyfi til að
beita hervaldi gegn Sýrlands-
stjórn. Aukinn þrýstingur hefur
verið á François Hollande Frakk-
landsforseta, sem styður vopnaða
íhlutun í Sýrlandi, að leggja málið
fyrir þingið. Honum ber ekki
skylda til slíks, en fyrirhugað er
að taka málið upp á þingi á mið-
vikudag.
thorgils@frettabladid.is
Útséð með aðgerðir gegn
stjórn Bashars al-Assad í bili
Eftir að Barack Obama ákvað að vísa ákvörðun um hernaðaríhlutun í Sýrlandi til þingsins, er víst að nokkur
bið verður á aðgerðum vesturveldanna. Bandaríkjamenn segjast hafa sannanir um að saríni hafi verið beitt.
VÍSAR SÝRLANDSAÐGERÐUM TIL ÞINGSINS Almennt var álitið að Barack Obama
hygðist tilkynna um hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi, en hann ákvað að vísa málinu
til þingsins. Það mun fresta aðgerðum um tíma. NORDICPHOTOS/AFP
Sarín, efnið sem bandarísk
stjórnvöld fullyrða að
sýrlenski stjórnarherinn hafi
beitt gegn þegnum sínum,
er banvænt taugaeitur sem
ræðst á taugakerfið og lamar
starfsemi þess. Það er tær,
litlaus og bragðlaus vökvi
sem gufar fljótt upp.
Sarín er gríðarlega
banvænt þar sem dropi á
stærð við títuprjónshaus
getur valdið dauða manns á
innan við tveimur mínútum.
Gasið dregur menn hins vegar til dauða á innan við stundarfjórðungi eftir
innöndun, í kjölfar krampa og köfnunar.
Til eru mótefni gegn saríni, en eigi þau að hrífa verður að gefa þau
umsvifalaust eftir að einstaklingur kemst í snertingu við efnið.
Sarín var þróað í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar en var aldrei
beitt í seinni heimsstyrjöldinni. Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseti,
var hins vegar grunaður um að hafa beitt því gegn Kúrdum árið 1988.
Þá létust tólf manns þegar trúarsöfnuðurinn Aum Shinrikyo dreifði
saríni í neðanjarðarlest í Tókýó árið 1995. (Heimild: BBC)
Hvað er sarín?
SORG Sýrlensk hjón sjást hér syrgja fórnar-
lömb meintrar efnavopnaárásar á úthverfi
Damaskusar hinn 21. ágúst. NORDICPHOTOS/AFP