Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 2. september 2013 | SPORT | 23 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook FÓTBOLTI Wayne Rooney gat ekki leikið með Man. Utd gegn Liver- pool í gær og hann mun heldur ekki geta leikið með enska lands- liðinu í næstu verkefnum. England á leiki gegn Moldavíu og Úkraínu í undankeppni HM. „Þessi meiðsli munu halda honum frá keppni í nokkrar vikur. Hann er með stóran skurð á höfðinu og það er ekki nokkur leið að hann geti spilað fyrir enska landsliðið,“ sagði David Moyes, stjóri Man. Utd. Rooney hlaut meiðslin á æfingu á laugar- dag. England er í öðru sæti síns riðils, tveimur stigum á eftir liði Svartfjallalands en á þó leik til góða. Rooney var ekkert með Man. Utd á undirbúningstímabilinu þar sem óvissa var með framtíð hans. Hann spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu gegn Chelsea og stóð sig ágætlega. - hbg Rooney ekki með Englandi ÓHEPPINN Það gengur fátt upp hjá Rooney. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Chelsea er heldur betur búið að láta til sín taka á leik- mannamarkaðnum en liðið keypti í gær Christian Atsu frá Porto. Atsu skrifaði undir fimm ára samning við enska félagið en hann kostaði 3,5 milljónir punda. Stuðningsmenn Chelsea fá ekki að sjá þennan landsliðsmann frá Gana í vetur því hann hefur nú þegar verið lánaður til hollenska liðsins Vitesse Arnhem út leik- tíðina. Þessi strákur er 21 árs að aldri og var reglulega í liði Porto á síð- ustu leiktíð. Hann komst einnig í landslið Gana í fyrsta skipti í fyrra og ku eiga framtíðina fyrir sér. - hbg Chelsea keypti Atsu frá Porto Á UPPLEIÐ Atsu byrjar í hollenska boltanum. NORDICPHOTOS/GETTY FRJÁLSAR ÍR-ingar sigruðu í 48. bikarkeppni FRÍ, bæði í karla- og kvennaflokki og þar af leiðandi í heildarstigakeppninni einnig. Þeir hlutu samtals 174,5 stig. FH varð í öðru sæti með 166 stig og lið Norð- lendinga í því þriðja með 150 stig. HSK var með 120,5 stig og Breiða- blik með 118 stig í 5. sæti. Jafnt var í stigakeppninni lengi framan af gærdeginum og skipt- ust þrjú efstu liðin á forystu í stigakeppninni, bæði í karla- og kvennaflokki. Úrhellisrigning setti strik í reikninginn undir lok keppninnar, en lengst af var gott keppnisveður. Sandra Pétursdóttir úr ÍR sigr- aði í sleggjukasti og náði besta árangri ársins í greininni þegar hún sigraði með kasti upp á 51,75 m. Hilmar Örn Jónsson ÍR náði einnig góðum árangri með 7,26 kg sleggjunni, kastaði henni 58,38 metra, en hann er aðeins 17 ára. Kári Steinn Karlsson Breiða- bliki sigraði örugglega á næstbesta tíma ársins í 5.000 metra hlaupi, en hann kom í mark á tímanum 15:01,75 mín. Hafdís Sigurðardóttir var sem fyrr atkvæðamikil fyrir sitt lið, sigraði bæði í 200 metra hlaupi og langstökki, en varð fjórða í sleggjukasti, ásamt því að hlaupa síðasta sprett Norðlendinga í boð- hlaupi dagsins. Guðmundur H. Guðmundsson FH sigraði nokkuð óvænt í 110 metra grindahlaupi á persónulegu meti, 15,85 sek. Boðhlaupssveitir ÍR undirstrik- uðu sigur í Bikarkeppninni með tvöföldum sigrum í 1000 metra boðhlaupi, báðar á besta tíma árs- ins í greininni. - hbg ÍR bikarmeistari í frjálsum ÍR vann bæði í karla- og kvennafl okki í jafnri og skemmtilegri bikarkeppni. ÖFLUG Flott frammistaða Hafdísar Sigurðardóttur dugði ekki til fyrir Norðanmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.