Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 39
Sporthúsið2. SEPTEMBER 2013 MÁNUDAGUR 3
Sigrún Grendal hefur dansað nánast sleitulaust frá fimm ára aldri og afródans síðan
hann var fyrst kynntur hér á Ís-
landi. Hún hefur farið nánast ár-
lega til Gíneu síðustu fimmtán árin
til að dansa og kynnast gíneskri
menningu. „Ég stofnaði Afróskóla
Sigrúnar Grendal árið 1999 og hef
kennt afródans síðan þá bæði hér-
lendis og á Norðurlöndunum.“
Sennilega hefur enginn Íslending-
ur dansað afró jafn lengi og hún.
Sigrún er hvergi nærri hætt
að kenna Íslendingum að dansa
og ætlar að bjóða upp á ósvikna
afríska stemmningu í Sporthúsinu
í haust ásamt því að vera með lif-
andi tónlist í tímunum.
Námskeiðið hefst 10. september
en það eru fjórir kennarar úr Afró-
skóla Sigrúnar Grendal sem munu
sjá um kennsluna með Baba Ban-
goura í fararbroddi. Baba er frá
Gíneu í Vestur-Afríku og er með
virtustu og eftirsóttustu danskenn-
urum og kóreógröfum í sínu landi.
Hann stjórnaði m.a. danshópnum
Sourakhata sem hlotið hefur viður-
kenningar fyrir frábærar og metn-
aðarfullar sýningar. Baba dansaði
m.a. í vinsælli sýningu, „AFRIKA
AFRIKA“, sem sýnd hefur verið
undanfarin ár í London og Þýska-
landi. Hér er því kjörið tækifæri til
að læra afródans eins og hann ger-
ist bestur.
„Í tímunum verður lögð áhersla
á að þátttakendur upplifi ósvikna
afríska stemningu þar sem leys-
ist úr læðingi ótrúleg orka og gleði
við að hreyfa sig eftir trylltum
trommuslætti meistara Bangoura.“
Ekta afrískar hreyfingar og spor
eru undirstaðan í upphituninni
sem felst í því að undir búa líkam-
ann undir sjálfan afró dansinn sem
síðan er kenndur.
„Afró eru miklir brennslutímar
sem hæfa fólki á öllum aldri. Afró-
dansinn getur verið mjúkur og seið-
andi og einnig kraftmikill og orku-
ríkur. Dansinn gefur hverjum og
einum svigrúm til að njóta sín á
eigin forsendum, jafnt vönum sem
óvönum,“ segir Sigrún að lokum.
Afrísk stemning og
trylltur trommusláttur
Sigrún Grendal mun ásamt fleiri kennurum kenna ósvikinn afródans í
Sporthúsinu í vetur en í tímunum verður einnig lifandi tónlist.
Bára Hilmarsdóttir,
miðill og líkamsræktar-
kennari, sló heldur betur
í gegn með nýjum nám-
skeiðum í vor þar sem
hún lagði mikla áherslu á
samvinnu huga og líkama
til að ná árangri. Bára
hefur lengi kennt hug-
leiðslu og blandaði henni
á skemmtilegan hátt inn í
námskeiðin. Námskeiðin,
sem heita einfaldlega
Hugsaðu þig í form, hefj-
ast að nýju þann 9. og 10.
september.
BÁRA SLÆR Í GEGN
Það var í ársbyrjun 2008 sem við bræðurnir keyptum rekstur Sporthússins. Á þessum tíma hefur mikið gerst, bæði í samfé-laginu og ekki síður í rekstrinum. Strax í upphafi var það ætlun
okkar að gera þessa stærstu líkamsræktarstöð landsins að leiðandi
aðila á markaðnum og um leið að byggja upp sterkan og arðbæran
rekstur. Núna, tæpum sex árum seinna, hefur margt gerst og við telj-
um okkur á réttri leið. Á þessum tíma hefur Sporthúsið breyst úr því
að vera tækjasalur og fótboltavellir yfir í það að
verða stærsta námskeiðastöð landsins með tíu
sérútbúna námskeiðasali. Hér er einnig búið
að opna sjúkraþjálfun, kírópraktorstofu, nudd-
stofu, snyrtistofu, verslun og fleira.
Flest þau verkefni sem við höfum ráðist í
hafa gengið vel en því miður gengur auðvitað
ekki allt upp. Við höfum þó það mottó að fram-
kvæma hlutina og sætta okkur við að gera mis-
tök.
Þrátt fyrir að búið sé að ráðast í mörg stór
og kostnaðarsöm verkefni á þessum tæpu sex
árum hefur rekstur Sporthússins aldrei gengið
betur. Því höfum við nú ráðist í stærsta verkefni
okkar til þessa, en það er að endurnýja stór-
an hluta tækjabúnaðarins hjá okkur. Fjárfesting okkar í nýjum tækja-
búnaði er upp á nærri 200 milljónir króna og vonumst við til að tækin
verði tilbúin til notkunar um miðjan október næstkomandi. Allur
tækjabúnaðurinn er frá ítalska fyrirtækinu Technogym, langstærsta
og jafnframt þekktasta framleiðanda líkamsræktartækja í heimin-
um. Tækin frá Technogym eru þekkt fyrir gæði, hönnun og útlit og
skora nánast undantekningarlaust best allra í samanburði við önnur
líkamsræktartæki. Technogym hefur yfirburðahlutdeild á markaði á
heimsvísu.
Við ætlum þó ekki einungis að skipta út núverandi tækjabún-
aði, heldur ætlum við einnig að opna „nýja líkamsræktarstöð“. Stöð-
in verður í núverandi húsnæði í Kópavoginum, en með séraðgangi
og búningsaðstöðu. Þetta gerum við til þess að svara kalli þeirra sem
treysta sé ekki til að æfa í þeim hraða og látum sem fylgja stórum
líkamsræktarsal. Stöðin verður búin öllum þeim búnaði sem gengur
og gerist í hefðbundinni líkamsræktarstöð, auk þess verður þar mikill
tækjabúnaður tengdur endurhæfingu og sjúkraþjálfun. Fyrirhugað er
að þessi nýja stöð verði opnuð í lok desember.
Helsti styrkur Sporthússins liggur þó í þeim frábæra starfsanda sem
myndast hefur í stöðinni. Innan veggja Sporthússins Kópavogi starfa
nú um 180 manns og hefur starfsandinn aldrei verið betri.
Markmið Sporthússins er að bjóða þeim upp á framúrskarandi að-
stöðu sem vilja ná árangri með æfingum og líkamsrækt. Við leggjum
áherslu á jákvætt og gott viðmót starfsmanna, tækjabúnað sem ávallt
er í lagi og gert hratt við þegar eitthvað bregst, góð þrif, góðar sturtur,
jákvæða upplifun, árangur og smá húmor. Áherslan hefur ekki verið á
íburð og yfirbyggingu.
Við hvetjum alla til þess að koma og skoða aðstöðuna hjá okkur.
Ráðgjafar okkar taka glaðir á móti þér og sýna þér hvað við höfum upp
á að bjóða.
Það verðurer sérstaklega ánægjulegt að taka á móti öllum þeim
sem voru í Sporthúsinu fyrir breytingar og verða vitni að viðbrögðum
þeirra við breytingunum.
Í Sporthúsinu geta ALLIR fundið eitthvað við sitt hæfi!
Ár framkvæmda
og fjárfestinga
Þröstur Jón Sigurðsson,
eigandi Sporthússins.
NÁMSKEIÐSLÝSING:
Skemmtilegir tímar þar sem æfingarnar eru mjög fjölbreytilegar. Hver og einn
vinnur eftir sinni getu og að sínu markmiði, jafnt líkamlega sem andlega.
Lögð verður áhersla á góðar teygjur og hugleiðslu eftir hvern tíma. Þar munu
þátttakendur læra hvernig hugurinn getur haft áhrif á mótun líkamans og
hvernig hægt er að beina huganum að því að hafa gaman af líkamsrækt,
heilsu og heilbrigðu líferni.
Lögð verður áhersla á bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði á sama tíma.
Þjálfari, sem er miðill, mun einnig nota miðilshæfileika sína til að meta og
sjá hvað hver og einn getur gert betur til að ná hámarksárangri. Munurinn á
námskeiðunum Kraftur og Mýkt er eins og nöfnin bera með sér sá, að meiri
kraftur er settur í æfingarnar á námskeiðinu Kraftur og farið verður mýkra í
æfingar á námskeiðinu Mýkt.
Námskeiðið var frábært, hefði mátt
vera þrisvar sinnum í viku. Kem svo
sannarlega aftur.
Ég er mjög ánægð með námskeiðið og hefði
svo gjarnan viljað byrja strax aftur en svona
er það þegar sumarið kemur. Mér finnst frábært
hvað tímarnir eru fjölbreyttir og þó að hugleiðslan
sé stutt hefur hún mjög mikið að segja.
OPNUNARTÍMI
SPORTHÚSSINS
Mánud.-fimmtud.
05.50-23.30
Föstudaga
05.50-22.30
Laugardaga
08.00-19.00
Sunnudaga
09.00-22.30
Tækjasalur lokar
30 mínútum fyrr
Nánari upplýsingar og
fyrirspurnir sendist á
gunnhildur@sporthusid.
is eða í síma 564-4050