Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 10
2. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Gæðaflísar á sanngjörnu verði
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi 7, Rvk - Reykjanesbæ - Akureyri - Vestmannaeyjum
uboHeils rg ehf Faxaf Reykjavík
www.heilsuborg.is
Fjölbreyttir tímar þar sem bæði er
dansað ZUMBA Fitness og ZUMBA Toning.
Einföld og skemmtileg dansspor.
Hefst 10. september
Þjálfari: Hjördís Zebitz
Verð kr. 13.900.-
Dansaðu þig í form!
ORKA SEM ENDIST
Weetabix er frábær leið til að
byrja daginn. Veldu næringar-
ríkan morgunverð sem heldur
þér gangandi fram að hádegi.
Sykurminnsta
morgunkornið
Sykurinnihald er það
lægsta sem gerist
í morgunkorni.
4,4 g sykur í 100 g
FRUMKVÖÐLASTARF Góður gang-
ur er á umleitunum fyrirtækisins
Zalibuna til að fá fjárfesta til liðs
við sig til að koma upp rennileið
niður Kambana.
Að sögn Skúla Sigurðssonar,
fjármálastjóra Zalíbunu, hefjast
viðræður við þrjá hugsanlega fjár-
festa í þessari viku.
„Og svo förum við til Austur-
ríkis þann 23. september að ræða
við Brandauer sem er umboðsað-
ili brautarinnar til að funda með
honum og fara yfir stöðu mála,“
segir hann. „Þetta ætti því allt
að skýrast á næstu mánuðum,“
bætir hann við. Vonir standa til
þess að hægt verði að fara í salí-
bunur niður Kambana vorið 2015.
Fyrirtækið kynnti hugmyndirn-
ar fyrir skipulags-, byggingar-
og umhverfisnefnd Ölfuss og eins
er búið að ræða við Orkuveituna
og Vegagerðina um hugmynd-
ina. Skúli segir að mikill áhugi sé
meðal Ölfusmanna um málið.
Nái áformin fram að ganga verð-
ur lögð stæðileg rá niður Kambana
en á henni geta sleðar runnið niður
hlíðina. Sá sem situr í sleðanum
ræður hraða ferðarinnar en hann
hefur milli fóta sér stöng sem virk-
ar eins og bremsa. Ef menn snerta
ekki við hemlum þessum má ná 40
kílómetra hraða á klukkustund.
- jse
Þrír vilja koma að rennileið niður Kambana:
Ölfusingar heitir fyrir
salíbunuferðunum
SLEÐI FYRIR SALÍBUNUR Þrír áhugasamir fjárfestar hafa komið að tali við fyrir-
tækið Zalibunu um að koma upp rennileið niður Kambana.
MENNTUN Síðastliðið vor gátu 67
prósent sjö ára stúlkna í grunn-
skólum Reykjavíkur lesið sér
til gagns en einungis 59 prósent
drengja.
Tveir af hverjum fimm sjö ára
drengjum í grunnskólum höfuð-
borgarinnar voru ófærir um að
lesa sér til gagns þótt þeir kynnu
að vera læsir eða geta stautað sig
frá orði til orðs.
Samkvæmt niðurstöðum les-
skimunarinnar getur mikill
munur verið á milli skóla. Í þeim
þremur skólum þar sem staðan er
verst geta frá 20 og upp í 25 pró-
sent nemenda lesið sér til gagns.
Í skólanum þar sem börnin stóðu
sig best gátu 94 prósent lesið sér
til gagns. Nöfn skólanna eru ekki
birt.
Heildarniðurstaða lesskimun-
arinnar meðal nemenda í öðrum
bekk grunnskólanna síðastliðið
vor er sú að 63 prósent geta lesið
sér til gagns og er niðurstaðan sú
lakasta frá árinu 2005. Þá gátu
60 prósent lesið sér til gagns en
skimun var gerð að afloknu kenn-
araverkfalli. Þróunin hafði verið
heldur upp á við og í fyrra gátu 69
prósent lesið sér til gagns.
Skólastjórum hefur verið falið
að kynna niðurstöður lesskimun-
arinnar bæði fyrir nemendum og
foreldrum.
Færri sjö ára geta
lesið sér til gagns
Aðeins 63 prósent sjö ára barna í Reykjavík lesa sér til gagns samkvæmt lesskimun
sem gerð var síðasta vor. Mikill munur getur verið á milli skóla í höfuðborginni.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
fl okksins,
vill að birtar verði upplýsingar
um hvernig einstakir skólar
koma út úr lesskimuninni. „Það
er verulega flókið fyrir for-
eldra að finna út úr öllum þeim
mælingum sem eru gerðar á
einum stað. Ég er ekki hrædd við
að þessar upplýsingar séu uppi
á borðum. Fólk er gagnrýnið og
það eru alltaf einhver rök í máli
þegar um einhvern mismun er
að ræða.“ Þorbjörg segir erfitt að
mega ekki ræða hlutina. „Það er
erfitt fyrir okkur að skoða þetta
í trúnaði í borgarstjórn og mega
ekkert segja hvað þarf að gera.
Það er vont fyrir kerfið í heild
sinni.“ Hún kveðst sammála Odd-
nýju Sturludóttur um að ekki sé
nauðsynlegt að birta niðurstöð-
urnar frá ári til árs vegna mikilla
árgangssveiflna.
Oddný Sturludóttir,
formaður skóla- og frístunda-
ráðs,
segir frammistöðu einstakra
skóla aldrei hafa verið birta, óháð
því hver hefur verið við völd. „Ég
sé ekki hvaða tilgangi það þjónar
að birta lista yfir útkomu skóla í
einstaka mælingum. Skólar eiga
ekki að vera í samkeppni við
aðra heldur sjálfa sig. Þeir eiga
að keppa að því marki að bæta
sig.“ Oddný segir Reykjavíkurborg
hafa verið ófeimna við að varpa
ljósi á allt skólastarf. „Við höfum
alltaf viljað nálgast þessar skim-
anir sem umbótatæki. Þær eru
verkfæri kennara til að sjá hvar
börnin standa í námi og þær eru
nýttar sem slík umbótatæki.“
Hún tekur það fram að hún hafi
alltaf verið fylgjandi því að skólar
og foreldrar fái allar upplýs-
ingar um frammistöðu nemenda
skólans milli ára.
Á AÐ BIRTA ÚTKOMU EINSTAKRA SKÓLA?
ÞJÓNAR ENGUM TILGANGIFORELDRAR FÁI UPPLÝSINGAR
Flókið fyrir
foreldra
Upplýsingar
uppi á borðum
Vont fyrir kerfið
Ekki í sam-
keppni við aðra
Ófeimin við að
varpa ljósi á
skólastarf
Skimanir sem
umbótatæki