Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 2. september 2013 | SKOÐUN | 13 „Við Bjarni [Benediktsson] erum algjörlega að tala í takt varðandi þetta mál“, var haft eftir utan- ríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, í vikunni í Morgun- blaðinu: þeir tala í takt – svona eins og rapparar gera. Það er meira en sagt verður um forseta Alþingis, forsætisnefnd Alþingis og utanríkisráðherrann því að í vikunni fékk ráðherrann ofaní- gjöf frá forráðamönnum Alþing- is fyrir þá hugmynd sína að hægt væri að slíta viðræðum við ESB án atbeina Alþingis. Hætt en ekki slitið Í Moggaviðtalinu leitaðist Gunn- ar Bragi við að skýra stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópu- málefnum í kjölfar þess að til- kynnt hefur verið að viðræðu- nefnd Íslendinga verði leyst upp, viðræðum við ESB hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu sem ekki stendur til að halda – en heldur ekki slitið nema að undangenginni þings- ályktun sem ekki stendur til að leggja fram. Eða þannig. Gunnar Bragi mótmælti því hins vegar sköruglega að viðræðum hefði verið slitið. Þeim hefur bara verið hætt. Á þessu er regin- munur eins og allir hljóta að sjá. Ráðherrann er bæði sár og reiður yfir því sem hann kallaði „útúrsnúning“ og „misskilning“ þeirra sem hafa lesið úr orðum hans og aðgerðum að þessum viðræðum hafi verið slitið. Eða þannig. Og sökum þess að Íslendingar eiga enn – formlega – í aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið lítur ríkisstjórnin svo á að þjóðin eigi að njóta svo- nefndra IPA-styrkja sem Evr- ópusambandið veitir þeim þjóð- um sem eiga í viðræðum við það til þess að þær eigi hægara með að taka upp ýmislegt úr reglu- verki sambandsins sem kostnað- ur kann að fylgja, svo sem eins og strangar og fjárfrekar meng- unarvarnir (til dæmis skolp- hreinsun) og eftirlit með starf- semi fjármálafyrirtækja, en mörgum hér finnst hvort tveggja óþolandi hnýsni og afskiptasemi í garð frjálsborinna einstaklinga sem verði bara hraustir af því að fá svolítið skolp í vatnið sitt og verði að fá að spreyta sig svolítið á því að féfletta samborgana í heilbrigðri samkeppni. (Stundum finnst manni raun- ar að íslenska þjóðin skiptist í þrennt: þau sem seldu á réttum tíma í Decode og þau sem keyptu á röngum tíma í Decode. Og svo við hin, sem aldrei föttum neitt.) Stendur aðlögunarferlið enn? En við erum sem sé í þessum félagsskap sem kallast EES, Evr- ópska efnahagssvæðið. Með því móti fáum við lífsnauðsynlegan aðgang að evrópskum mörkuðum en þurfum á móti að innleiða hér eitt og annað úr evrópsku reglu- verki, sem gengið hefur upp og ofan að uppfylla – en erum á ýmsum undanþágum þar, vegna þess að „hér varð hrun“ og við höfum átt í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Nú erum við ekki lengur í því ferli og erum þó ekki hætt – eða þannig. Meðal þess sem fer í bága við regluverk EES eru sjálf gjaldeyrishöftin – en þegar búið verður að afnema verðtrygginguna verða þau höft og verðbólgan helstu stoðirnar undir því að innleiða hér nýjan Framsóknaráratug í anda þess sem hér ríkti milli 1970 og 1980 og við þessi eldri munum. Það verður fjör. Alþingi berast á ári hverju ótal lög og reglugerðir frá Evrópu- sambandinu sem verða til þar innan dyra án okkar atbeina enda viljum við bara taka við lögum og bölva þeim, en ekki standa í því veseni sem fylgir því að semja þau. Þetta eru til dæmis lög og reglugerðir varð- andi mengunarvarnir og eftirlit með starfsemi fjármálastofnana. En nú nýtur engra IPA-styrkja frá hinum sameiginlegu sjóðum þjóðanna í Evrópu við að standa straum af þeim kostnaði sem af þessu hlýst. Ein helsta röksemdin sem neisinnar notuðu gegn því að ljúka aðildarviðræðum, og taka þá afstöðu til aðildar á grund- velli staðreynda frekar en trölla- sagna, var sú að þetta væru í raun réttri ekki aðildarviðræður heldur „aðlögunarferli“. Sú ríka áhersla sem neisinnar hafa lagt á þetta orð, „aðlögunarferli“, hefur meðal annars leitt af sér þann skringilega málatilbúnað Páls Vilhjálmssonar foringja þeirra, að segja öllum finnanleg- um orðbókum stríð á hendur. En sem sé, nú hafa hann og skoðana- systkini hans haft sitt fram. Þau unnu. Við segjum nei við ESB og já við Framsóknaráratugnum. En nú kemur samt sem áður upp þessi spurning: Nú þegar „aðildarviðræðum“ hefur verið – uhh – hætt, getur hugsast að „aðlögunarferlið“ standi samt enn? Án IPA- styrkja? Neisinnar sögðu öll þau lög og reglugerðir sem okkur er gert að taka upp vegna aðildar okkar að EES vera til marks um að aðildarviðræðurnar að ESB væru í raun aðlögunarferli að sambandinu. Og nú þegar aðild- arviðræðum hefur verið – uhh – hætt – ættu þá viðkomandi lög og reglur ekki þá jafnframt að hætta að berast? Eða var bara skrúfað fyrir peningana? Þessi ríkisstjórn sem meira hefur gert af því að afþakka tekjur en nokk- ur önnur ríkisstjórn á byggðu bóli – getur hugsast að hún hafi haldið svo á málum, að við fáum lögin og reglugerðirnar frá ESB en ekki féð sem á að fylgja til að létta okkur kostnaðinn við að innleiða þau? Í aðlögunarferlinu að engu. Eða þannig Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Ein helsta röksemdin sem neisinnar notuðu gegn því að ljúka aðildarviðræðum, og taka þá afstöðu til aðildar á grundvelli staðreynda frekar en tröllasagna, var sú að þetta væru í raun réttri ekki aðildarviðræður heldur „aðlögunarferli“. FYRIR AÐSTOÐ INNANLANDS gjofsemgefur.is 9O7 2OO2 19. september á Akranesi 24. september í Árborg 25. september á Höfn 10. október á Sauðárkróki 12. október í Fjallabyggð 15. október á Blönduósi 16. október á Hólmavík 17. október á Ísafirði 21. október á Akureyri 24. október í Reykjanesbæ 29. október á Hellu 31. október á Húsavík 5. nóvember á Egilsstöðum 6. nóvember á Fáskrúðsfirði 8. nóvember á Vopnafirði 21. nóvember á höfuðborgar- svæðinu Opnir fundir með forystufólki Samfylkingarinnar um land allt Hvernig nýtum við tækifærin og bætum kjörin? Nánari upplýsingar um stað og stund má nálgast á xs.is Fyrstu fundir verða: 3. september í Edduveröld í Borgarnesi kl. 20.00 5. september á veitingastaðnum Plássinu í Stykkishólmi kl. 20.00 6. september í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði kl. 18.00. Næstu fundir: JÖFN OG FRJÁLS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.