Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 2
2. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 NÁTTÚRA Ísland hefur hlotið fulla aðild að Evrópsku veðurtungla- stofnuninni (EUMETSAT). Ávinn- ingurinn er mikill þar sem Ísland fær óheftan aðgang að gögnum er varða fjölmarga þætti náttúrufars. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Alain Ratier, forstjóri EUMETSAT, undirrituðu samning þessa efnis á föstudag. Ísland hefur verið samstarfs- aðili að stofnuninni síðan 2006 og haft aðgang að gögnum samkvæmt tímabundnum aðlögunarsamningi. Með fullri aðild tryggja Íslendingar sér óheftan aðgang að gögnum sem nýtast til dæmis við veðurspár og loftslagsrannsóknir, vegagerð, haf- og náttúrufræðirannsóknir, fyrir háskóla og hugbúnaðarfyrirtæki. Alain Ratier segir að þegar horft sé til framtíðar, og nefnir ártölin 2020-2040, komi til sögunnar nýr búnaður og tækni. Vinna næstu ára sé ekki síst falin í að þjálfa þá sem koma til með að nýta þá tækni. Hann nefnir öryggi sem fylgir bættri tækni, en ekki síður kosti fyrir efnahagslíf þjóða í heild sinni. „Rannsóknir okkar sýna að verðmæti þess að spá nákvæmlega fyrir um veður í Evrópu er metið á tugi milljarða evra á ári. Hluta þessara verðmæta sem sparast má þakka bættri veðurtunglatækni.“ Ingvar Kristinsson, þróunar- stjóri Veðurstofu Íslands, segir að almenn vöktun og mælingar á náttúrufari séu sífellt mikilvægari í rekstri gervitungla. „Hvað okkur Íslendinga varðar þá eru gervitunglagögn ómetan- leg við að átta sig á öldu og öldu- fari, vöktun á hafís, hitamælingar sjávar og fleira. Þessar upplýsing- ar skipta okkar sjávarútveg miklu máli. Gervitungl eru í auknum mæli notuð til að vakta eldfjöll; bæði til þess að fylgjast með fyrir- boðum goss og eins til að fylgjast með gosvirkni og útbreiðslu ösku eftir að gos er hafið,“ segir Ing- var og bætir við að alþjóðaflug- ið leggi mikla áherslu á að haldið verði áfram að þróa og bæta grein- ingar á gosösku í andrúmslofti og nýta gervitunglagögn til að sjá fyrir um útbreiðslu hennar í eld- gosum. Ingvar segir að mælingar með gervitunglum hafi reynst hag- kvæmari kostur en víðtækt mæla- net á jörðu niðri. Því sé meira og betra aðgengi að þessum gögnum okkur Íslendingum mikilvæg. Næsta stóra verkefni EUMET- SAT er að setja í loftið gervitungl til að fylgjast með norðurskauts- svæðinu, og mun það bæta þjónustu við Ísland verulega. svavar@frettabladid.is Bættar mælingar og vöktun úr geimnum Ísland hefur nú fulla aðild að Evrópsku veðurtunglastofnuninni. Nú fæst óheftur aðgangur að mikilvægum gögnum er varða fjölmarga þætti náttúrufars. Greið leið opnast að rannsóknarverkefnum og Ísland mun koma að stefnumörkun. SAMNINGUR HANDSALAÐUR Sigurður Ingi Jóhannsson og Alain Ratier við undir- ritun aðildarsamnings Íslands að EUMETSAT í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Evrópska veðurtunglastofnunin er milliríkjastofnun um rekstur gervitungla, upphaflega stofnuð af evrópskum veðurstofum 1986 í þeim tilgangi að útvega gervitunglagögn til notkunar við veðurspár, veðurspár- reikninga og loftslagsathuganir sérstaklega með hagsmuni alþjóðaflugsins í huga. ■ Afurðum hefur fjölgað síðan þá og notkunarsviðið víkkað. EUMETSAT framleiðir og dreifir gögnum til veðurstofa aðildarlanda allan sólarhring- inn, alla daga ársins og er í samstarfi við veðurstofur innan vébanda Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar WMO. Dreifir gögnum allan sólarhringinn FJARSKIPTI Netsamband í dreifbýli á Fljótsdalshér- að er bæði lélegt og sveiflukennt að því er segir í kvörtun eins íbúans til bæjarráðs sem tekur undir með íbúanum. Bæjarráð kveðst telja að við fyrsta tækifæri þurfi að gera verulegt átak til að bæta net- og fjarskipta- samband víða í dreifðum byggðum Fljótsdalshér- aðs. Það eigi við um þéttbýlið á Hallormsstað, Brú- arási og Eiðum og einnig á einstökum sveitabæjum á Fljótsdalshéraði. Vísar bæjarráðið til bréfs Símans um að búnaður á Hallormsstað verði ekki uppfærður í ár. Í því sé heldur ekki minnst á aðra hluta dreifbýlisins. „Bæjarráð beinir því til Símans að í framkvæmda- áætlun vegna ársins 2014, verði símstöðin á Hall- ormsstað uppfærð þannig að notendur þar njóti sambærilegra gæða í net- og sjónvarpsþjónustu og íbúar í þéttbýlinu á Fljótsdalshéraði,“ segir bæjar- áðið sem vill líka að skoðaðar verði ýmsar aðrar símstöðvar. „Einnig verði sérstaklega hugað að þeim svæðum í dreifbýli Fljótsdalshéraðs, þar sem netsambandi með stuðningi Fjarskiptasjóðs var ekki komið á, eða fengu ekki ásættanlega úrlausn mála í því átaki.“ - gar Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur undir kvörtun íbúa um lélegt netsamband: Skora á Símann að bæta netið Á HALLORMSSTAÐ Heimamenn vilja að fjarskiptasamband á Hallormsstað verði eins gott og í þéttbýli. Hreiðar, er þetta nýja hótel ekki fyrir neðan allar hellur? „Nei, það er fyrir neðan hina einu sönnu Hellu.“ Hreiðar Hermannsson er framkvæmdastjóri Stracta konstruktion sem nú reisir 130 her- bergja hótel við Hellu. INDLAND, AP Indverskur ung- mennadómstóll dæmdi um helgina yngsta sakborninginn í hrottalegu nauðgunarmáli til þriggja ára betrunarvistar á unglingaheimili. Pilturinn var í hópi manna sem tók ungt par upp í strætisvagn, barði manninn og nauðgaði og misþyrmdi konunni með þeim afleiðingum að hún lést síðar af sárum sínum. Sakborningurinn var 17 ára þegar hann tók þátt í ódæðinu og höfðu foreldrar fórnarlambs- ins óskað eftir því að hann hlyti dauðarefsingu þrátt fyrir unga aldur. - áo Ungur nauðgari á Indlandi: Dæmdur til betrunarvistar SKÓLAMÁL Stjörnufræðivefurinn hefur í samstarfi við alþjóðlega fræðsluverkefnið EU Universe Awareness (EU UNAWE) og innlenda stuðningsaðila, fært öllum leik- og grunnskólum á Íslandi Jarðarbolta að gjöf. Boltinn er uppblásið líkan af jörðinni og þykir framúrskarandi kennslutæki fyrir börn. Tilgangurinn með gjöfinni er að efla áhuga barna á náttúru og vísindum. Illugi Gunnarsson, mennta- og menning- armálaráðherra, afhenti leikskólanum Laufásborg í Reykjavík fyrsta boltann á fimmtudag en á sama tíma var krakkavefur Stjörnufræðivefs- ins, Geimurinn.is, stofnaður. - ka Stjörnufræðivefurinn gefur nýtt kennslutæki: Jarðarbolti í alla skóla HÆSTÁNÆGÐ MEÐ GJÖFINA Börnin á leikskólanum Laufásborg voru ánægð með Jarðarboltann sem Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Þrjár konur eru, samkvæmt heim- ildum fréttastofu 365, orðaðar við ráðherra- embætti sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að til standi að skipa í fljótlega. Nýr ráðherra mun meðal annars fara með auðlindamál. Í umræðu um þessi mál á þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær sagði Sig- mundur: „Það kemur að því fljótlega, það veltur á því hvernig vinnu við verkaskiptingu ráðuneyta vindur fram. Það er allavega ljóst að það verður til sterkt ráðuneyti sem fer meðal annars með umhverfismál.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu þykir lík- legt að skipað verði í embættið í lok þessa árs. Í ljósi núverandi kynjahlutfalls í ráðherra- hópi Framsóknarflokksins þykir líklegt að kona muni gegna því. Áhrifafólk í flokknum sem fréttastofa ræddi við orðaði þrjár konur við embættið; þær Vigdísi Hauksdóttur, Sigrúnu Magnús- dóttur og Silju Dögg Gunnarsdóttur. Vigdís er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og formaður fjárlaganefndar, Sigrún er formaður þing- flokks og Silja Dögg er þingmaður Fram- sóknarflokksins úr Suðurkjördæmi og á sæti í utanríkismálanefnd. - kk Forsætisráðherra boðar í viðtali á Bylgjunni að ráðherrum verði fjölgað í ríkisstjórninni: Þrjár konur orðaðar við ráðherrastólinn FJÖLMIÐLAR Alls hafa 50.000 Íslendingar nú sótt Útvappið, sem er nýtt smáforrit fyrir snjall- síma. Það gerir notendum kleift að hlusta á dagskrá allra miðla 365 í beinni útsendingu sem og eldri upptökur þátta. Bylgjan er í eigu 365 miðla líkt og Frétta- blaðið. „Appið er vinsælasta íslenska smáforritið fyrir snjallsíma,“ segir Ágúst Héðinsson, forstöðu- maður útvarps 365 miðla. „Þannig mætti segja að Íslend- ingar hafi slegið Íslandsmet í niðurhali á Útvappinu og jafnvel heimsmet ef horft er til höfðatölu. - áo Vinsælt forrit í snjalltæki: 50.000 hafa sótt Bylgju-appið VIGDÍS HAUKSDÓTTIR SILJA DÖGG GUNNARS- DÓTTIR SIGRÚN MAGNÚSS- DÓTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.