Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 54
2. september 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 26
„Það er ákveðið óöryggi sem
fylgir því að klippa á öll öryggis-
net sem maður hefur og bara
henda sér út í óvissuna. En það
er ekkert meira niðurdrepandi
en að óska sér einhvers og vera
það eina sem stendur í vegin-
um. Þannig að þegar ákvörðunin
var tekin var eins og fargi hefði
verið lyft af okkur,“ segir Ágústa
Magnúsdóttir sem ásamt eigin-
manni sínum, Gustav Jóhanns-
syni, tók nýverið stórt stökk út í
óvissuna þegar þau hjónin ákváðu
að rífa sig upp með rótum frá
Kaupmannahöfn, þar sem þau
hafa búið síðastliðin tíu ár, og
flytja til Ítalíu. Þar ætla þau að
láta langþráðan draum rætast
og setja alla sína krafta í fyrir-
tækið þeirra, Agustav, sem er
húsgagna- og hönnunarfyrirtæki
sem þau settu á laggirnar fyrir
um ári.
Ágústa hefur starfað sem hug-
búnaðarhönnuður og forritari hjá
Danske bank síðan hún útskrifað-
ist úr námi en Gustav er lærður
húsgagnasmiður. Hún segir að
velgengni fyrirtækisins hafi verið
framar öllum vonum, en vörur
þeirra hafa vakið heims athygli.
„Við áttum aldrei von á því að
þetta færi á það flug sem það
hefur farið á. Núna í vor sáum við
fram á að eitthvað yrði að fara að
gerast hjá okkur. Fyrirtækið var
farið að standa það vel undir sér
og eftirspurnin orðin það mikil að
það var orðið erfitt fyrir mig að
vera í 100 prósenta vinnu, vinna
svo öll kvöld við fyrirtækið okkar
og vera með lítið barn.“
Hún kveðst hafa eytt síðast-
liðnu ári í að mana sig upp í að
taka skrefið. „Dagurinn sem ég
sagði upp í vinnunni var svo lang-
þráður að við fögnuðum vel þess-
ari ákvörðun og höfum varla hætt
að brosa síðan. Ef maður fær séns
til að lifa drauminn sinn á maður
ekkert að hika við það eða bíða.
Maður veit aldrei hversu langan
tíma maður á eftir svo það er um
að gera að nota hann vel og gera
það sem gerir mann glaðan.“
Þessa daga eru Ágústa og Gust-
av á fullu við að undirbúa flutn-
ingana en þau eru komin með
hús með verkstæði í sveitinni á
Norður-Ítalíu. „Við erum búin að
setja okkur markmið með þess-
um flutningum og það er að koma
með tólf vörur á jafn mörgum
mánuðum. Um leið og við erum
búin að koma okkur fyrir og setja
verkstæðið upp þá byrjum við
að telja niður, svo það er mikið
í vændum. Og nóg til að halda
okkur við efnið. Við gerum bara
það sem við getum og vonum það
besta,“ segir Ágústa að lokum.
hannarut@365.is
Maður á ekki að hika
við að lifa drauminn
Flytja til Ítalíu til að einbeita sér að eigin hönnun sem vakið hefur heimsathygli.
Bókasnagi eftir Agustav var valinn á jólagjafalista yfir flottustu jólagjafirn-
ar í New York Times og í Vogue, Tatler Magazine og fleiri þekktum blöðum
og sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum.
„Bókasnaginn vakti mikla athygli frá byrjun. Eftir að við höfðum haft
hann til sölu í nokkrar vikur tókum við allt í einu eftir því eitt kvöldið að
áhorfstölurnar á síðunni okkar fóru úr nokkur hundruðum í fleiri þúsund.
Þá hafði einhver áhrifamikill í netheiminum spottað snagana og lagt inn á
Pinterest þar sem þeir fóru bara sem eldur um sinu,“ segir Ágústa.
Heimasíða agustav er agustav.com og þar má einnig fylgjast með
flutningum fjölskyldunnar í bloggi.
Umfjöllun í New York Times, Vogue og Tatler
„Ég hlusta gjarnan á Ellu Fitzgerald
syngja Mack The Knife (tónleika-
upptaka í Berlín 1960) og dansa
svolítið á meðan. Ella er auðvitað
dásamleg og í þessu lagi gleymir
hún textanum en reddar sér snilldar-
lega, ásamt því að hún hermir
ótrúlega vel eftir Louis Armstrong.“
Birta Flókadóttir,eigandi og ráðgjafi hjá
Furðuverkum.
MÁNUDAGSLAGIÐ
„Það er búið að blanda saman croissant og
donut og því heitir þetta cronut. Bandaríkja-
menn eru svo klikkaðir að þeir eru tilbúnir
að prófa allt og því hlaut að koma að svona
hamborgara,“ segir Baldur Hafsteinn Guð-
björnsson, yfirkokkur á veitingastaðnum
Roadhouse. Umræddur cronut-hamborg-
ari er væntanlegur á matseðil Roadhouse í
næstu viku, en borgarinn er margra hæða
með cronut og beikoni á milli.
Hugmyndin er fengin að láni frá Banda-
ríkjunum og mun tilurð cronut-hamborgar-
ans hafa farið sem eldur í sinu vestanhafs.
„Þetta er alls enginn heilsuborgari. Þetta er
kaloríubomba sem við gerum í samstarfi við
bakara hjá Nýja kökuhúsinu, en hann gerir
smjördeigið fyrir okkur. Þetta er allt saman
vel úthugsað og höfum við verið að prófa
okkur áfram í fleiri daga,“ segir Baldur.
Undirbúningsvinnan á bak við cronut-
borgarann mun vera þó nokkur og því býður
Roadhouse upp á borgarann í takmörkuðu
magni til að byrja með. „Við
vinnum nánast allt okkar
hráefni frá grunni. Maður
græðir kannski minna á því
en sem kokkur færðu miklu
meira út úr vinnunni,“ segir
Baldur Hafsteinn að lokum.
- mmm
Cronut-hamborgarinn kominn
Roadhouse býður upp á umtalaðan hamborgara í takmörkuðu magni.
GÓMSÆTT Baldur Hafsteinn Guð-
björnsson, yfirkokkur á Roadhouse,
og Örvar Birgisson segja cronut-
borg arann vera fullan af hita-
einingum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÖÐRUVÍSI HILLA Bókahillan hefur vakið mikla athygli og var meðal annars talin
vera ein af flottustu jólagjöfum síðasta árs af New York Times.
EIGENDURNIR Ágústa Magnúsdóttir og Gustav Jóhannsson eiga saman fyrirtækið Agustav sem hefur vakið mikla athygli fyrir
fallegar bókahillur.