Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 16
FÓLK|MATUR Ég er nánast alin upp við að baka með mömmu og hef bakað frá því ég var pínulítil,“ segir Unnur Anna Árnadóttir, nemandi við Mennta- skólann á Akureyri og áhugamanneskja um bakstur. Hún heldur úti matarblogginu cakesofparadise. wordpress.com. Agnes Heiða Skúladóttir, mamma Unnar, tekur allar myndirnar á bloggsíðunni en Unnur býr í foreldrahúsum. Hún bakar oft fyrir fjölskylduna og bakaði meðal annars skírnarköku bróðursonar síns. „Mér finnst gaman að búa til uppskriftir og blanda saman. Ég fæ ákveðna útrás fyrir að skapa og búa til mitt eigið í eldhúsinu,“ segir Unnur Anna. „Ég ligg yfir kökuþáttum í sjón- varpinu og á Youtube og les kökubækur og blöð. Eftir menntaskólann langar mig í Hússtjórnarskól- ann og svo jafnvel út í kökuskreytingarnám.“ Við fengum Unni til að gefa lesendum uppskrift að döðlumöffins sem hún bjó til. ■ heida@365.is KÖKUR Í PARADÍS HEIMILI Unnur Anna Árnadóttir menntaskólanemi heldur úti kökublogginu cakesofparadise.wordpress.com. Hún er dugleg að gera tilraunir við bakstur- inn og liggur yfir kökuþáttum og bökunarmyndböndum á netinu. HÆFILEIKARÍKUR BAKARI Unnur Anna Árnadóttir hefur bakað frá því hún var lítil stelpa og stefnir á nám í kökuskreytingum. DÖÐLU- MÖFFINS Unnur Anna bjó til upp- skrift að döðlumöffins, fylltum með karamellu. Hún gefur hér lesendum uppskriftina en hana er einnig að finna á blogg- síðu Unnar; cakesof- paradise.wor- dpress.com. MYND/AGNES HEIÐA SKÚLA- DÓTTIR - Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrúmsloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tíma var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á ferðaleiðsögn eða ekki. LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8-22 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri Vilt þú læra á listskauta? Listskautanámskeið Fyrir 5 – 16 ára Fríir prufutímar! Námskeiðin hefjast laugardaginn 31. ágúst og eru ætluð bæði strákum og stelpum. Hægt er að velja 8 vikna námskeið (31. ágúst - 23. október) eða 15 vikna námskeið (31. ágúst - 15. desember). Æfingar fara fram í Egilshöllinni / Kennt er í litlum hópum þar sem skipt er eftir bæði getu og aldri. Liðleiki, jafnvægi, þol, styrkur, snerpa, túlkun, samhæfing og tækni Stundatafla • Laugardagar: Svell kl. 12:20 – 13:00 • Miðvikudagar: Svell kl. 16:20 – 17:00 / Þrek kl. 17:20 – 18:00 Nánari upplýsingar varðandi námskeiðin veita: • Berglind Rós Einarsdóttir, yfirþjálfari s: 899-3058 • Erlendína Kristjánsson, skautastjóri s: 697-3990 • Kristrún Elva Jónsdóttir, gjaldkeri s: 849-6746 Skráning www.bjorninn.com/Listskautar Skráning í dag í Egilshöll (við skautasvellið á 2. hæð) laugardaginn 31. ágúst kl. 10 - 13 þar sem hægt verður að fá frekari upplýsingar varðandi námskeiðin, s.s. þjálfun, skráningu og annað sem viðkemur íþróttinni. Einnig má senda tölvupóst á gjaldkerilist@bjorninn.com Þjálfarar listskautadeildar: Erlendína Kristjánsson, skautastjóri og þjálfari Clair Wileman, yfirþjálfari A og B deilda Andrew Place, ólympíufari, yfirþjálfari C deildar Berglind Rós Einarsdóttir, yfirþjálfari skautaskóladeildar Döðlumöffins með karamellufyllingu og ítölskum marengs 250 g döðlur 1½ tsk. natrón 180 g mjúkt smjör 100 g sykur 3 egg 4½ dl hveiti 1 tsk. vanilludropar 2 tsk. lyftiduft Stillið ofninn á 180°C. Döðlurnar settar í pott. Setjið vatn út í svo það rétt fljóti yfir döðlurnar. Suðan látin koma upp og þá slökkt undir. Látið standa í 3 mín. Stappið döðlurnar aðeins í pottinum. Natrón sett út í. Smjör og sykur þeytt saman í annarri skál, síðan eggin sett ofan í og þeytt vel saman við. Þurrefnum bætt saman við. Döðlurnar settar út í. Deigið sett í form og bakað í 20-25 mínútur. Á meðan kökurnar eru í ofninum er gott að gera karamelluna. Karamellufylling 120 g smjör 115 g púðursykur ½ tsk. vanilludropar ½ bolli rjómi Allt sett í pott og soðið í 7 til 10 mín- útur. Það verður að passa vel að kara- mellan brenni ekki. Hún á að vera vel þykk eins og glassúr. Þegar möffinsið er tekið úr ofninum þarf að kæla það vel. Óþolinmóðir geta skellt því út í garð í smástund eða inn í ísskáp. Þeg- ar möffinsið hefur verið kælt skal taka úr hverju möffinsi lítinn tappa og setja til hliðar, tappann þarf að nota aftur til að loka möffinsinu. Gerið smá holu ofan í möffinsið og setjið eina til tvær teskeiðar af karamellu ofan í holurnar og þá er tappinn settur aftur á. Þegar því er lokið er hægt að gera ítalska marengsinn. Ítalskur marengs 250 g sykur 50 ml vatn 4 eggjahvítur Sjóðið sykurinn og vatnið í 117°C þar til hann þykknar. Þeytið eggjahvíturn- ar. Hellið sykurleginum mjög rólega í langri bunu saman við þeytinguna og hrærið svo áfram í um það bil 2 mín- útur. Sprautið ítalska marengsinum á með stjörnulaga sprautu. Stillið á grillið í ofninum og stingið kökunum með marengsinum inn í ofn í 30 sek- úndur til 1 mínútu. Það þarf að horfa á kökurnar inni í ofninum og taka þær út um leið og marensinn fer að verða gullinn, það gerist mjög hratt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.