Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 6
2. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 SAMKEPPNISMÁL „Við höfum á til- finningunni að stóru keðjurn- ar hafi skipt landinu á milli sín og láta hverjar aðrar í friði á þeim svæðum þar sem þær telja minnsta ágóðavon,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Sveitarstjórn- armenn í Rang- árþingi hafa um nokkra hríð reynt að laða lágvöruverðs- verslun á Hvols- völl. Þar er nú eina matvöru- búðin úr Kjar- valskeðjunni sem K aupás rekur víða á Suðurlandi. Heima- menn hafa lýst óánægju með vöruverð sem þeir segja vera of hátt í Kjarval. Ísólfur Gylfi segir sveitar- stjórnina hafa gert það sem hún geti í þessum efnum. „Við höfum talað við alla þá stærstu í versl- unarrekstrinum: Bónus, Nettó og Krónuna en Kaupás rekur hér Kjarvalsverslun,“ segir Ísólfur sem eins og fyrr kemur fram kveðst telja stóru matvörukeðj- urnar ekki keppa á innbyrðis á tilteknum svæðum. „Hins vegar keppa þær á svæð- um þar sem fleiri íbúar búa,“ segir Ísólfur og bendir á í þessu samhengi að gríðarlegur ferða- mannastraumur sé í Rangár- þingi auk þess sem þar séu stór frístundasvæði. „Algengt er að hér sé fólk sem hefur tvöfalda búsetu og mikil aukning hefur orðið hér á umferð eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun. Hvolsvöllur er á köfl- um eins og lítill ferjubær í Dan- mörku. Við höfum ekki gefið upp vonina því lágvöruverðverslun skiptir íbúana miklu máli,“ segir Ísólfur Gylfi. „Þessi ummæli eru vægast sagt sérkennileg,“ segir Bjarni Jóhannesson, rekstrarstjóri Kjar- valsverslananna. „Það er alger- lega auðsætt hversu virk sam- keppnin er á íslenskum markaði. Að halda því fram að það séu ein- hvers konar samráð um skiptingu landsvæða er fráleitt. Það er akk- úrat ekkert slíkt í gangi.“ Kaupás rekur sex Kjarvals- verslanir á Suðurlandi. Bjarni segir þær vera hluta af gömlu verslunum Kaupfélags Árnes- inga. Hins vegar sé horft á land- ið allt sem markaðssvæði. „Þó að við séum ekki með rekstur um allt land í dag er ekki útilokað að við sækjum inn á ný svæði,“ segir rekstrarstjóri Kjarvals. gar@frettabladid.is Telur matvörukeðjur skipta landinu niður Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, telur að matvörukeðjur hafi skipt landinu á milli sín og eigi ekki í samkeppni nema þar sem ágóðavonin sé mest. Fráleit og sérkennileg ummæli svarar rekstrarstjóri Kjarvalsverslananna. FRÉTTABLAÐIÐ 30. MAÍ 2013 Minnihlutinn í sveitarstjórninni lagði til í vor að byggt yrði nýtt versl- unarhús á Hvolsvelli til að laða að lág- vöruverðsverslun. Meirihlutinn vill frekar verslun í núverandi húsnæði sem sveitarfélagið á. Kjarval á forleigurétt að því. Að halda því fram að það séu einhvers konar samráð um skiptingu landsvæða er fráleitt. Bjarni Jóhannesson rekstrarstjóri Kjarvalsverslananna ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON - snjallar lausnir Wise býður fjölbreyttar viðskiptalausnir fyrir fólk með mismunandi hlutverk. Gold Enterprise Resource Planning Silver ndependent Software Vendor ( SV) Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is SAMGÖNGUR „Byggðaráð treystir því að frekari ákvarðanir um flugvöllinn í Vatnsmýrinni verði teknar með hagsmuni íbúa alls lands- ins að leiðar- ljósi,“ segir byggðaráð Dal- víkurbyggð- ar sem lýsir yfir veruleg- um áhyggjum vegna tillagna sem uppi séu um lokun flugvallar í Vatnsmýr- inni í Reykjavík. „Byggðaráð bendir á mikilvægi flugvallarins fyrir sjúkraflug. Einnig fyrir aðgengi landsmanna að stjórnsýslu og stofnunum ríkisins. Byggðaráð telur greiðar samgöngur við höfuðborgina vera mjög mikilvægar í sambúð höfuð- borgar og landsbyggðar og að það séu hagsmunir beggja að gagn- vegir séu sem greiðastir.“ - gar Reykjavíkurflugvöllur: Hagur allra í landinu ráði SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR bæjarstjóri Dal- víkurbyggðar SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Fljóts- dalshéraðs segir fyrirhugaða lokun Reykjavíkurflugvallar á komandi árum vekja furðu. „Bæjarráð hvetur íbúa Fljóts- dalshéraðs til að láta skoðun sína á málinu í ljós og bendir meðal annars á undirskriftasöfnun þá sem nú er í gangi vegna framtíð- ar Reykjavíkurflugvallar,“ segir bæjarráðið sem jafnframt hvetur önnur sveitarfélög og hagsmuna- aðila til að andæfa. „Gangi hug- myndir borgaryfirvalda eftir er eðlilegt að stjórnvöld taki til end- urskoðunar staðsetningu stofn- ana ríkisins sem hingað til hefur þótt eðlilegt að væru staðsettar í höfuðborg landsins.“ - gar Áskorun á Fljótsdalshéraði: Mótmæli lokun flugvallarins REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hvetur íbúa til þess að skrifa undir lista vegna framtíðar Reykjavíkurflugvallar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR IÐNAÐUR Fyrirtækið Thorsil ehf. sem fyrirhugar að reisa og reka kísilverksmiðju í landi Bakka við Húsavík þarf að tryggja sér raf- orku fyrir starfsemina til að geta verið í samstarfi við Norðurþing, segir bæjarráð sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í umsögn sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið óskaði eftir vegna umsókn- ar Thorsil um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Gert er ráð fyrir ársframleiðslu allt að eitt hundrað þúsund tonnum af kísil- málmi. Þá gerir Norðurþing kröfu um reynslu, skýra áætlun, faglega nálgun og fjárhagslegan styrk auk góðs samstarfs við heimamenn. - gar Kísilverksmiðja á Bakka: Tryggi kaup á orku fyrirfram SJÁVARÚTVEGUR Vignir hf. á Akranesi er í svokölluðu fisk- veiðimati hjá vottunarfyrir- tæki með það fyrir augum að fá gæðavottun frá Marine Stew- ardship Council (MSC) á grá- sleppu. Fari sú úttekt eins og til er ætlast verður það í fyrsta sinn sem grásleppa hlýtur slíka vottun. Samherji stendur í sams konar vinnu til að fá vottun á karfa, sem hefur heldur hvergi fengið slíka vottun. „Þessi vottun myndi þýða að við hefð- um greiðari aðgang að smá- sölunni,“ segir Eiríkur Vignis- son, fram- kvæmdastjóri Vignis. Hann segist vonast til að vera með hana innan nokkurra mánaða. Vignir flytur út á bilinu þrjú til fjögur þúsund tunnur á ári af hrognum. Þær fara á Norður- Evrópumarkað þar sem MSC- vottunin nýtist best. Gráslepp- una sjálfa selur fyrirtækið í Kína, þar sem grásleppan hefur haslað sér völl á markaðnum, en þar eru hins vegar engar kröfur gerðar um vottun. Gísli Gíslason, sérfræðing- ur MSC á Íslandi, segir að auk þessara tveggja tegunda sé einn- ig unnið að því að fá MSC-vottun fyrir síld og ufsa. - jse Samherji og Vignir hf. sækjast eftir vottun fyrir tvær nýjar tegundir: Íslensk grásleppa í sérflokk EIRÍKUR VIGNISSON LEIÐRÉTT Villa var í skífuriti með frétt blaðsins á laugardag um íslensk fyrirtæki og sam- félagslega ábyrgð. Hið rétta er að 15% Íslendinga töldu fyrirtæki standa sig vel í þeim málum, 42% töldu þau standa sig illa og 43% hvorki vel né illa. VIÐSKIPTI Hagnaður Eimskips á fyrstu sex mánuðum ársins nemur 4,6 milljónum evra, jafnvirði 731 milljónar króna, samkvæmt hálfsársuppgjöri. Þetta þýðir að hagnaður félagsins hefur dregist saman um 42,7 prósent milli ára en hann nam tæplega átta milljón- um evra á sama tímabili í fyrra. Uppgjörið var undir vænting- um félagsins og segir í uppgjör- inu að samdráttur í innflutningi til landsins og viðbótarkostnaður við fjölgun um eitt skip í nýju sigl- ingakerfi félagsins hafi haft nei- kvæð áhrif á afkomuna. - le Hagnaður var 43% minni: Afkoma Eim- skips var undir væntingum RANGÁRÞING EYSTRA „Okkur finnst verslunarkostirnir hér á svæðinu svolítið dýrir og dreymir alltaf um lágvöruverðsverslun,“ segir Elvar Eyvindsson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks, sem lagði til í sveitar stjórn Rangárþings eystra að byggt yrði nýtt hús til að liðka fyrir opnun lágvöruverðs verslunar á Hvols- velli. Í tillögu Elv- ars og Krist- ínar Þórðar- dóttur er lagt til að sveitar- félagið kanni „kosti og galla þess að byggja nýtt verslunar- h ú s n æ ð i á heppilegum stað í mið bænum“. Rangárþing eystra keypti Austur veg 4 þar sem Kaupfélag Rangæinga var áður og Kjarval er nú. Reiknað er með að sveitar- stjórnarskrifstofurnar flytji í bygginguna. „Með því að byggja nútíma- legt og einfalt verslunarhúsnæði á besta stað má ætla að trompum fjölgi á höndum heimamanna hvað óskir um lágvöruverðs verslun varðar,“ segja Elvar og Kristín og taka fram að sveitarfélagið þurfi ekki að eiga og reka húsnæðið. Það gæti verið í höndum annarra. Verslunin Kjarval er eina matvöruverslunin á Hvolsvelli. Rangæingar hafa lengi reynt að fá einhverja af lágvöruverðs- verslununum á svæðið. Elvar segir Kjarval dýra verslun. „Ég giska á að við séum að borga tuttugu til þrjátíu pró- sent umfram, þannig að þetta er gríðar legt kjaramál,“ segir Elvar, sem undirstrikar að aðeins sé stungið upp á að málið verði kann- að. Ekki verði farið af stað með framkvæmdir nema verslun fáist í húsnæðið. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitar- stjóri segir að í langan tíma hafi verið rætt við þá sem reki Bónus, Nettó og Krónuna um að koma á Hvolsvöll. Í því felist gífurlegir hagsmunir fyrir heimamenn. „En við sjáum það frekar fyrir okkur í þessu verslunarhúsnæði sem við vorum að kaupa heldur en að byggja sérstaklega yfir lág- verðsverslun. Það kostar varla undir 300 milljónum króna að byggja slíkt hús. Það er allt of mikið,“ segir sveitarstjórinn. Hluti tillögu Elvars og Kristínar snýst um að Sögusetrið fái núver- andi húsnæði Kjarvals. Sögusetrið líði fyrir staðsetningu sína nokkur hundruð metra frá hringveginum. „Það kemur gríðarlegur ferða- mannafjöldi í bæinn og það eru feikileg tækifæri fyrir stað eins og Sögusetrið ef það eru hundr- að þúsund manns fyrir utan gluggann,“ segir Elvar Eyvinds- son. gar@frettabladid.is Vilja að sveitarfélagið byggi undir lágvöruverðsverslun Sjálfstæðismenn í Rangárþingi eystra vilja að sveitarfélagið gangist fyrir byggingu húss fyrir lágvöruverðs-verslun á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir lengi hafa verið reynt að fá slíka verslun í bæinn. Það sé mikilvægt. HVOLSVÖLLUR Rangæingar telja stóraukinn fjölda ferðamanna sem renna eftir hringveginum um Hvolsvöll geta verið grundvöll fyrir lágvöruverðs- verslun í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ELVAR EYVINDSSON Það kostar varla undir 300 milljónum króna að byggja slíkt hús. Það er allt of mikið. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra. a- a i a s 1. Hver verður heiðursgestur kvik- myndahátíðarinnar RIFF? 2. Hver var ráðinn þjálfari knatt- spyrnulandsliðs kvenna? 3. Hver er lágmarksnámsframvinda á önn samkvæmt viðmiðum LÍN? SVÖR: 1: Lukas Moodysson, 2. Freyr Alexanders- son, 3. átján einingar. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.