Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 50
2. september 2013 MÁNUDAGUR| SPORT | 22 ENSKI BOLTINN 2013 ÚRSLIT LIVERPOOL - MAN. UTD 1-0 1-0 Daniel Sturridge (5.) WBA - SWANSEA 0-2 0-1 Ben Davies (22.), 0-2 Pablo (83.). ARSENAL - TOTTENHAM 1-0 1-0 Olivier Giroud (23.). MAN. CITY - HULL CITY 2-0 1-0 Alvaro Negredo (65.), 2-0 Yaya Toure (90.). CARDIFF CITY - EVERTON 0-0 NEWCASTLE - FULHAM 1-0 1-0 Hatem Ben Arfa (86.). NORWICH - SOUTHAMPTON 1-0 1-0 Nathan Redmond (68.). WEST HAM - STOKE CITY 0-1 0-1 Jermaine Pennant (82.). CRYSTAL PALACE - SUNDERLAND 3-1 1-0 Danny Gabbidon (9.), 1-1 Steven Fletcher (64.), 2-1 Dwight Gayle, víti (79.), 3-1 Stuart O‘Keefe (90.+2). STAÐAN Liverpool 3 3 0 0 3-0 9 Chelsea 3 2 1 0 4-1 7 Man. City 3 2 0 1 8-3 6 Arsenal 3 2 0 1 5-4 6 Tottenham 2 2 0 0 2-0 6 Stoke City 3 2 0 1 3-2 6 Man. Utd 3 1 1 1 4-2 4 West Ham 3 1 1 1 2-1 4 Norwich 3 1 1 1 3-3 4 Southampton 3 1 1 1 2-2 4 Cardiff 3 1 1 1 3-4 4 Newcastle 3 1 1 1 1-4 4 Aston Villa 3 1 0 2 4-4 3 Crystal Palace 3 1 0 2 4-4 3 Everton 3 0 3 2 2-2 3 Fulham 3 1 0 2 2-4 3 Swansea 3 1 0 2 3-6 3 Hull City 3 1 0 2 1-4 3 Sunderland 3 0 1 2 2-5 1 WBA 3 0 1 2 0-3 1 FÓTBOLTI Framherjinn Victor Moses var mættur á Anfield í gær og fylgdist með leik Liver- pool og Man. Utd ásamt öðrum leikmönnum Liverpool. Það ku vera formsatriði að ganga frá lánssamningi hans til Liverpool en hann er ekki að fara að fá nein tækifæri hjá Chelsea í vetur. Hermt er að Liverpool muni greiða Chelsea eina milljón punda fyrir þjónustu þessa 23 ára leik- manns sem hefur áður leikið með Crystal Palace og Wigan. Hann kostaði Chelsea níu millj- ónir punda er hann var keyptur frá Wigan fyrir einu ári. - hbg Moses lánaður til Liverpool NÝTT LÍF Moses fær að láta ljós sitt skína hjá Liverpool. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Man. City styrkti varnar leik sinn í gær en þá nældi liðið í argentínska varnarmann- inn Martin Demichelis. Hann kemur til liðsins frá spænska liðinu Atletico Madrid og er sagður hafa kostað fjórar milljónir punda. Demichelis samdi við Atletico fyrir aðeins tveimur mánuðum en hann kom þangað frítt frá Malaga. Þessi 32 ára varnarmaður spilaði um 250 leiki fyrir Bayern München á sínum tíma og á einn- ig að baki eina 37 landsleiki fyrir Argentínu. - hbg Demichelis til Man. City SÁTTUR Swansea vann sinn fyrsta leik í vetur í gær. Ashley Williams fagnar hér sigrinum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það hefur aldrei áður gerst í sögu ensku úrvalsdeildar- innar að lið hafi unnið fyrstu þrjá leiki sína 1-0 og að sami maður- inn hafi skorað öll mörkin. Daniel Sturridge getur ekki hætt að skora og hann var enn og aftur hetja Liverpool í gær. Þá vann Liverpool sætan 1-0 sigur á erkifjendunum í Man. Utd og hlaut að launum topp- sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Eina mark leiksins kom strax á fyrstu mínútunum er Sturridge skallaði í mark af stuttu færi. Man. Utd var mikið með boltann í síðari hálfleik en það vantaði öll gæði í sóknarleik liðsins og færin voru af skornum skammti. Leikur liðsins líflaus og ljóst að einhverja innspýtingu vantar í leik liðsins. „Liðið hefur verið að leggja gríðarlega hart að sér og stjórinn hefur lagt mikla áherslu á liðs- heildina,“ sagði markaskorarinn Sturridge í leikslok. „Við mættum á völlinn til þess að vinna fyrir liðið og áhorfend- ur. Það var gaman að skora en ég var aðeins slæmur í lærinu. Það var ekki verra að hafa Roy Hodg- son landsliðsþjálfara í stúkunni og vonandi verð ég klár í landsleikina sem eru fram undan.“ Þessi góða byrjun Liverpool gefur liðinu alveg örugglega byr undir báða vængi og sjálfstraust fyrir komandi verkefni. „Þessi sigur gerir rosalega mikið fyrir sjálfstraustið. Við gerðum of oft jafntefli í fyrra í stóru leikjunum og töpuðum báðum leikjunum gegn Man. Utd,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. „Þetta var enn eitt skrefið í rétta átt hjá okkur og við höfum í raun og veru verið að spila vel alveg síðan í janúar. Við erum núna sterkari andlega og það mun hjálpa okkur að klára leiki í framtíðinni.“ Það er strax komin smá pressa á David Moyes, stjóra Man. Utd, en hann hefur aldrei náð því að sigra á Anfield. „Mér fannst við spila vel. Við stýrðum leiknum lengstum en náðum ekki að skora. Fyrir utan einbeitingarleysið í markinu þá spiluðum við vel,“ sagði Moyes nokkuð brattur eftir leikinn. „Við fengum tvö eða þrjú góð færi og það var synd að ná ekki að nýta þau.“ Danny Welbeck vildi fá víti í leiknum en ekkert var dæmt. Moyes var ósáttur við það þó svo sjónvarpsmyndir hafi sýnt að ekki hafi verið brotið á Welbeck. „Fyrir mér var þetta víti,“ sagði Moyes en stuðningsmenn liðsins öskra nú eftir því að hann styrki liðið. „Miðað við leikinn í dag þá finnst mér við vera með nógu gott lið. Þetta var okkar besta spila- mennska í vetur. Ég hef engar áhyggjur þó svo okkur takist ekki að kaupa neinn.“ henry@frettabladid.is Sturridge getur ekki hætt að skora Liverpool vann sinn þriðja 1-0 sigur í röð í gær er meistarar Man. Utd komu í heimsókn. Þetta er besta byrjun félagsins í 20 ár. Daniel Sturridge er búinn að skora öll mörk liðsins í deildinni á tímabilinu. Man. Utd átti erfi tt uppdráttar. SJÓÐHEITUR Daniel Sturridge er búinn að tryggja Liverpool þrjá sigra í röð. Hann fagnar hér sigurmarki sínu í leiknum í gær. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Arsenal hefur tak á Tot- tenham á heimavelli sínum og á því varð engin breyting í gær er Arsenal vann enn leikinn heima gegn Spurs. Það var Frakkinn Olivier Giroud sem skoraði afar smekklegt mark sem skildi að liðin þegar upp var staðið. Bæði lið fengu þó fjölda færa í fjörugum leik. Þetta var fjórtánda mark Giroud í deildinni en það er áhugavert að hann hefur skorað öll þessi mörk í leikjum í London. Þetta var líka þriðja markið hans á tímabilinu en hann hefur farið vel af stað. „Þetta var risastór leikur fyrir okkur. Við vildum sanna hversu liðið væri gott og ég tel að við höfum gert það í þessum leik,“ sagði Giroud eftir leik. Hann átti ekki gott tímabil í fyrra en lítur vel út núna. „Það tók hann tíma að aðlagast deildinni. Hann er frábær strákur með jákvætt viðhorf. Ég er mjög ánægður með hann,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. „Það var léttir að landa þessum sigri því þeir lágu á okkur undir lokin. Við fengum þó líka færi enda var markvörðurinn þeirra besti maður þeirra í leiknum.“ Tottenham er búið að eyða 131 milljón punda í leikmenn á meðan Arsenal hefur ekki eytt pundi. Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, vildi ekki útiloka að fleiri leik- menn væru á leiðinni. „Miðað við hvernig leikurinn spilaðist hefði jafntefli líklega verið sanngjörn niðurstaða. Þeir múruðu upp í lokin og voru þá með fjóra miðverði. Það segir meira en margt um hversu tæpt þetta var. Þeir kláruðu sitt færi og því fór sem fór,“ sagði Villas-Boas svekkt- ur. - hbg Giroud til bjargar Gylfi á bekknum er Tottenham tapaði gegn Arsenal. ELSKAR LONDON Giroud hefur skorað öll sín mörk í deildinni í London. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.