Fréttablaðið - 02.09.2013, Blaðsíða 12
2. september 2013 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Við erum aftur orðin svartsýn sam-
kvæmt könnunum. Hættum því. Ég skil
hrollinn í einhverjum eftir loforðaflaum
vorsins. En munum lærdóminn af
hruninu: sígandi lukka er best.
Þannig vinnur Reykjavík. Árið 2010
sögðum við að það tæki um fimm ár að
ná sömu tekjum og við höfðum 2008.
Þetta er að ganga eftir. Það hefur tekið á
að koma sér fyrir í þrengri stakki en það
hefur tekist með samstilltu átaki.
Sumt gengur vonum framar. Börn-
um á skólaaldri líður betur. Þau ná
meiri árangri þrátt fyrir niðurskurð og
sparnað (hver hefði trúað því?). Jöfnuð-
ur eykst og glæpum fækkar. Við hreyf-
um okkur meira, hjólum og göngum sem
aldrei fyrr.
Atvinnuleysið er óvinur nr. 1. En góðu
fréttirnar eru að atvinna hefur aukist
meira og hraðar í Reykjavík en að meðal-
tali á Íslandi. Ferðaþjónustan blómstr-
ar. Skapandi greinar og kvikmyndagerð
veita fleiri og meira spennandi tækifæri
en nokkru sinni. Stórtíðinda er að vænta
af fjárfestingu í þekkingariðnaði í hjarta
borgarinnar.
Til að tryggja fulla atvinnu og örugg-
ari hagvöxt þarf einmitt fjárfestingar.
Ég hef því fundað með byggingaraðilum
og lóðahöfum um alla borg til að heyra
þeirra hugmyndir og leggja á ráðin um
spennandi verkefni. Eftir þessa fundi er
ég bjartsýnn.
Reykjavík vantar íbúðir. Þær eru víða
komnar í byggingu: kringum Hlemm,
í Mánatúni, á Lýsisreit og í Vatnsmýri.
Hafnarsvæðið, Úlfarsárdalurinn og
Hlíðarendasvæðið fylgja fast á eftir. Við
viljum fleiri litlar og meðalstórar íbúðir
miðsvæðis, ekki síst fyrir erfiðan leigu-
markaðinn.
Við viljum líka byggja í holunni við
Hörpu. Við viljum byggja við höfnina,
við Laugaveginn og í Vísindagörðun-
um. Við viljum þó líka greiða leið fyrir
nýja tónleikastaði og annað sem tryggir
skemmtilega borg.
Ég vil vera bjartsýnn á að nýja ríkis-
stjórnin eyði óvissu um verkefni fjár-
festingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar.
Þar þarf bara að finna græna takkann.
Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða má
ekki verða Gröf íslenskra fræða (á þjóð-
menningarvaktinni). Fangelsið og Land-
spítalinn eru löngu tímabær framfara-
mál og Náttúruminjasafn í Perlunni
getur orðið ómótstæðilegur viðkomu-
staður, lyftistöng fyrir raunvísinda-
kennslu sem stendur undir sér með
aðgangseyri ferðamanna.
Reykjavík er á uppleið og getur gert
enn betur ef við róum samtaka í sömu
átt.
Ekki missa vonina
STJÓRNMÁL
Dagur B. Eggerts-
son
formaður borgar-
ráðs
FR
UM
KV
ÖÐ
UL
L Í
3
0
ÁR
Morgunyoga Hádegisyoga
Síðdegisyoga Herrayoga
Í HÁDEGINU
Úrvals kennarar!
Pilates f. byrjendur
og framhald
Byrjum 9. september
Yoga
&Pilates
Hvað segja nemendur?
Margir hafa tjáð sig um málefni
Jóns Baldvins Hannibalssonar og
Háskóla Íslands eftir hina umdeildu
ákvörðun menntastofnunarinnar
um að draga til baka beiðni um
að hann kenndi á námskeiði um
smáþjóðir í alþjóðakerfinu. En í öllu
offramboðinu á skoðanatorginu
vantar þó kannski eitt en það er
skoðun nemenda sjálfra. Eða telja
karlar og konur þetta ekkert
hafa með þau að gera?
Hvaða dómstóll á að ráða?
Reyndar hafa nemendur sem
Jón Baldvin kenndi síðast í
HÍ tjáð sig. Það var haust-
misserið árið 2009
þegar hann var stofn-
uninni þóknanlegur
enda dómstóll götunnar ekki búinn
að álykta í máli hans. Það er regla
í HÍ, eins og öðrum háskólum, að
nemendur tjái sig um frammistöðu
kennara að önn lokinni. Skemmst er
frá því að segja að Jón Baldvin fékk
hæstu einkunn kennara við deildina
þá skólaönn. Einu aðfinnslurnar
voru að hann hafði ekki fastan
viðtalstíma.
Horfið gagn og gaman
Meðal umsagna voru þessi:
„1. Þetta hefur verið sá
allra skemmtilegasti og
innihaldsríkasti kúrs sem
ég hef tekið. 2. Að fá
frá krataforingjanum
sjálfum, lýsingar
á mönnum og
málefnum,
ásamt skoðunum hans og visku er
eitthvað sem ég á eftir að búa að
alla ævi. 3. Ég fór í þennan kúrs
með miklar væntingar en þessi
kúrs og þá sérstaklega Jón Baldvin
sjálfur, náði að toppa allt sem ég
hafði gert mér vonir um.“
Kristín Ingólfsdóttir rektor hafði
sagt í bréfi til forseta félagsvísinda-
deildar að nærvera Jón Baldvins
gæti skaðað hagsmuni
nemenda.
Það verður varla
mikið um gagn og
gaman í HÍ ef svona
hagsmunagæsla
heldur áfram.
jse@frettabladid.is
F
réttir frá Sýrlandi valda okkur öllum áhyggjum. Frétta-
miðlar vara við skelfilegum myndum og þó fylgir sögunni
að ekki séu verstu myndirnar sýndar. Svo skelfilegar eru
þær að ekki telst verjanlegt að senda þær út í sjónvarpi.
Munnlegar lýsingar vekja óhug. Það er óþarfi að rekja
þær fyrir þeim sem hafa fylgst með fréttum frá Sýrlandi en meðal
hinna látnu er mikill fjöldi barna.
Bandaríkjaþing mun á næst-
unni taka afstöðu til þess hvort
forseta verði heimilt að grípa inn
í gang mála á Sýrlandi. Loftárásir
teljast líklegasta niðurstaðan,
að fengnu samþykki þingsins
– Barack Obama forseti telur
ólíklegt að um landhernað verði
að ræða. Sitt sýnist hverjum og við sem stöndum á hliðarlínunni og
fylgjumst með öllu þessu úr fjarlægð hljótum að vera í það minnsta
örlítið tortryggin þegar talað er um „öruggar“ upplýsingar frá
vestrænum leyniþjónustum. Sporin hræða. Þannig minnumst við öll
aðdragandans að innrásinni í Írak og hvernig logið var að þjóðum
heims.
En, þetta er klemma. Um leið og gjalda verður varhug við innrás
í sjálfstæð ríki er það svo að alþjóðasamfélagið getur illmögulega
staðið hjá og látið efnavopnaárásir á óbreytta borgara viðgangast.
Við verðum að bregðast við og það fljótt. Líf fjölda saklauss fólks
er í húfi. Forsendurnar skipta miklu. Hernaðaríhlutun getur ekki
byggst á friðþægingu. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins geta ekki
grundvallast á því að verið sé að friða samvisku íbúa í hinum vest-
ræna heimi. Af því að okkur sem byggjum þennan heimshluta þykir
svo erfitt að horfa á svona fréttir í sjónvarpinu. Með aðgerðum
hljótum við að miða við það sem gagnast borgurum í Sýrlandi best.
Sagan kennir okkur að hernaðaríhlutun getur gert illt verra.
Bæði er svæðið fyrir botni Miðjarðarhafs mjög viðkvæmt og átök
gætu hæglega breiðst út um gervöll Mið-Austurlönd. Þetta er
púðurtunna, eins og það er oft orðað. Saga afskipta Vesturlanda
af svæðinu er ekki góð. Við höfum ýmist gengið of langt eða of
skammt, kannski vegna þess að annarlegir hagsmunir hafa verið
undirliggjandi. Nú er tækifæri til að setja hagsmuni fólksins á
svæðinu sjálfu í fyrsta sæti og bregðast við samkvæmt því.
Hlutverk okkar Íslendinga er kannski ekki merkilegt þegar við-
burðir sem þessir eru undir. Víst eigum við rödd í gegnum okkar
stjórnvöld en þeirri rödd fylgir lítið vald. Það eru hinar stóru
þjóðir sem ráða þessu á endanum en við getum þegar best lætur
lagt okkar litla lóð á vogarskálarnar; til dæmis með því að bjóða
fram krafta okkar við sáttaumleitanir. Þegar verst lætur erum við
nytsamir sakleysingjar eins og raunin varð þegar við vorum ein af
hinum viljugu þjóðum sem studdu innrás inn í Írak.
Þegar við fórum á lista yfir hinar viljugu þjóðir var það Íslandi
til háðungar. Því miður er rökstuddur grunur fyrir því að afstöðu
okkar í þeim efnum hafi ráðið boruleg og skammarleg sjónarmið
sem byggðu á skammtíma sérhagsmunum. Herinn er farinn og
fór þrátt fyrir þennan stuðning okkar við innrás sem byggðist á
fölskum forsendum. Við megum samt ekki hræðast að taka afstöðu.
Við eigum miklu frekar að gera þá kröfu að afstaða Íslands grund-
vallist fyrst og síðast á heilbrigðum sjónarmiðum en ekki á sér-
hagsmunum eða ótta við stórveldin.
Sporin hræða en eitthvað verður að gera:
Viðrar vel
til loftárása
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is