Fréttablaðið - 02.09.2013, Page 51

Fréttablaðið - 02.09.2013, Page 51
MÁNUDAGUR 2. september 2013 | SPORT | 23 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook FÓTBOLTI Wayne Rooney gat ekki leikið með Man. Utd gegn Liver- pool í gær og hann mun heldur ekki geta leikið með enska lands- liðinu í næstu verkefnum. England á leiki gegn Moldavíu og Úkraínu í undankeppni HM. „Þessi meiðsli munu halda honum frá keppni í nokkrar vikur. Hann er með stóran skurð á höfðinu og það er ekki nokkur leið að hann geti spilað fyrir enska landsliðið,“ sagði David Moyes, stjóri Man. Utd. Rooney hlaut meiðslin á æfingu á laugar- dag. England er í öðru sæti síns riðils, tveimur stigum á eftir liði Svartfjallalands en á þó leik til góða. Rooney var ekkert með Man. Utd á undirbúningstímabilinu þar sem óvissa var með framtíð hans. Hann spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu gegn Chelsea og stóð sig ágætlega. - hbg Rooney ekki með Englandi ÓHEPPINN Það gengur fátt upp hjá Rooney. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Chelsea er heldur betur búið að láta til sín taka á leik- mannamarkaðnum en liðið keypti í gær Christian Atsu frá Porto. Atsu skrifaði undir fimm ára samning við enska félagið en hann kostaði 3,5 milljónir punda. Stuðningsmenn Chelsea fá ekki að sjá þennan landsliðsmann frá Gana í vetur því hann hefur nú þegar verið lánaður til hollenska liðsins Vitesse Arnhem út leik- tíðina. Þessi strákur er 21 árs að aldri og var reglulega í liði Porto á síð- ustu leiktíð. Hann komst einnig í landslið Gana í fyrsta skipti í fyrra og ku eiga framtíðina fyrir sér. - hbg Chelsea keypti Atsu frá Porto Á UPPLEIÐ Atsu byrjar í hollenska boltanum. NORDICPHOTOS/GETTY FRJÁLSAR ÍR-ingar sigruðu í 48. bikarkeppni FRÍ, bæði í karla- og kvennaflokki og þar af leiðandi í heildarstigakeppninni einnig. Þeir hlutu samtals 174,5 stig. FH varð í öðru sæti með 166 stig og lið Norð- lendinga í því þriðja með 150 stig. HSK var með 120,5 stig og Breiða- blik með 118 stig í 5. sæti. Jafnt var í stigakeppninni lengi framan af gærdeginum og skipt- ust þrjú efstu liðin á forystu í stigakeppninni, bæði í karla- og kvennaflokki. Úrhellisrigning setti strik í reikninginn undir lok keppninnar, en lengst af var gott keppnisveður. Sandra Pétursdóttir úr ÍR sigr- aði í sleggjukasti og náði besta árangri ársins í greininni þegar hún sigraði með kasti upp á 51,75 m. Hilmar Örn Jónsson ÍR náði einnig góðum árangri með 7,26 kg sleggjunni, kastaði henni 58,38 metra, en hann er aðeins 17 ára. Kári Steinn Karlsson Breiða- bliki sigraði örugglega á næstbesta tíma ársins í 5.000 metra hlaupi, en hann kom í mark á tímanum 15:01,75 mín. Hafdís Sigurðardóttir var sem fyrr atkvæðamikil fyrir sitt lið, sigraði bæði í 200 metra hlaupi og langstökki, en varð fjórða í sleggjukasti, ásamt því að hlaupa síðasta sprett Norðlendinga í boð- hlaupi dagsins. Guðmundur H. Guðmundsson FH sigraði nokkuð óvænt í 110 metra grindahlaupi á persónulegu meti, 15,85 sek. Boðhlaupssveitir ÍR undirstrik- uðu sigur í Bikarkeppninni með tvöföldum sigrum í 1000 metra boðhlaupi, báðar á besta tíma árs- ins í greininni. - hbg ÍR bikarmeistari í frjálsum ÍR vann bæði í karla- og kvennafl okki í jafnri og skemmtilegri bikarkeppni. ÖFLUG Flott frammistaða Hafdísar Sigurðardóttur dugði ekki til fyrir Norðanmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.