Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 2
13. september 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 HÚSNÆÐI Kristjana Stefáns dóttir söngkona þurfti að losa sig við píanóið sitt og allar nóturnar sínar. Hún skipti auk þess út latex-trúðs- nefinu sem hún notaði í sýningunni Jesús litli fyrir sílikonnef. Þetta varð hún að gera vegna veikinda sem hún kveðst hafa hlotið af því að búa í rakaskemmdu húsnæði. „Ég gat varla haldið mér vakandi í upphafi æfinganna fyrir Jesús litla árið 2009. Mér fannst það mjög skrítið þar sem þetta var svo spenn- andi og skemmtilegt. Ég var einnig komin með útbrot, liðverki og stöð- ugan niðurgang, auk þess sem ég var oft kvefuð,“ segir Kristjana. Hún getur þess að hún hafi haft samband við Hús & heilsu, fyrir- tæki sem sérhæfir sig í raka- og mygluskoðunum. „Systir mín, sem bjó fyrir austan, hafði verið með svipuð einkenni sem reyndust vera vegna rakaskemmda. Hún hafði fengið aðstoð hjá þessu fyrirtæki.“ Við skoðun kom í ljós að skólprör höfðu gefið sig á þremur stöðum undir kjallaraíbúð Kristjönu sem hún hafði búið í í um fjögur ár. „Þarna voru eiginlega þrjár litlar sundlaugar og raki kominn undir húsplötuna sem var svört af myglu. Þetta var undir baðher berginu, eldhúsinu og ganginum,“ segir Kristjana. Hún flutti út í um átta vikur á meðan gert var við húsnæðið. „Það var hins vegar ekki farið eftir leið- beiningum Húsa & heilsu við verkið og það reyndust vera myglugró úti um allt að endurbótunum loknum. Þess vegna varð ég að farga inn- búinu mínu og yfirgefa íbúðina.“ Rúmt ár er síðan Kristjana flutti út og heilsa hennar hefur batnað smám saman. „Ég hafði reyndar Í dag er haldið málþing sérfræðinga á Grand Hóteli í Reykjavík um raka og myglu í byggingum. Tilgangur málþingsins er að efla samvinnu og umræðu og hefja aðgerðir til að sporna við vandamálinu. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir að tengsl séu á milli rakaskemmda í húsnæði og heilsuvanda. Myglugró í píanóinu vegna rakaskemmda Kristjana Stefánsdóttir söngkona flutti úr rakaskemmdu húsnæði til að losna við veikindi. Þurfti að farga öllu innbúinu og breyta alveg um lífsstíl. Fannst sárt að missa píanóið. Engar bætur frá tryggingafélaginu þar sem rakinn var undir plötu. Á BATAVEGI Kristjana Stefánsdóttir söngkona gat ekki selt raka- skemmt hús- næði sitt og tók bankinn þess vegna við því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Málþing sérfræðinga um raka í húsum Rúnar Freyr, verða þá bara gamlar lummur spilaðar í bakaríinu? „Við munum taka lummurnar í bakaríið og líklega brennur eitthvað við að auki.“ Leikararnir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Rúnar Freyr Gíslason munu stýra morgunþætti sem hefst næsta laugardag en þátturinn mun heita Bakaríið. alltaf flúið úr íbúðinni til vina minna af og til og einkum þær vikur sem dóttir mín var hjá pabba sínum. Hún hafði einnig verið með verki og niðurgang en jafnaði sig inn á milli þegar hún var ekki hjá mér. Hún er búin að ná sér að mestu leyti og ég verð sífellt betri. Ég hef orðið að skipta alveg um lífsstíl því ég er komin með varan legt glútenóþol og latex-ofnæmi sem ég er viss um að stafar af því að hafa búið í raka- skemmdu húsnæði.“ Kristjana kveðst ekki hafa getað selt íbúðina sína og bankinn þess vegna tekið við henni. Hún getur þess einnig að hún hafi ekki fengið bætur hjá tryggingafélaginu sínu þar sem rakinn var undir húsplöt- unni en ekki fyrir ofan. Þeir sem þrifu húsnæðið hafi heldur ekki viljað taka ábyrgð á neinu. „Mér fannst sárt að horfa á eftir píanóinu mínu og nótunum og öðrum hlutum en ég gat ekki haft þetta hjá mér. Þetta var fullt af myglugróum. Ég setti fimmtán kassa í geymslu og tek til mín einn og einn til að sjá hvað ég þoli. Fólk heldur að maður sé ekki í lagi andlega þar sem það sér engin merki um að eitthvað sé að.“ ibs@frettabladid.is RÚMENÍA, AP Íbúar í Búkarest hafa risið upp gegn hundafargani miklu, sem hrellt hefur þá árum og jafnvel áratugum saman. Flækingshundar í borginni skipta tugum þúsunda og sjást víða á götum í leit að æti og stundum viðskotaillir. Nærri tíu þúsund manns þurftu að leita læknis hjálpar á fyrstu átta mánuðum þessa árs eftir að hafa orðið fyrir árásum hunda og nokkur dauðsföll hafa orðið á síðustu árum. Borgarbúar fengu sig svo fullsadda í síðustu viku eftir að hundar urðu fjögurra ára pilti að bana. Sorin Oprescu borgarstjóri hefur nú boðað til íbúakosningar í næsta mánuði um hvort yfirvöld fái auknar heimildir til að aflífa hunda. - gb Ágangur flækingshunda hrellir íbúar Búkarest í Rúmeníu: Hundafarganið kostar mannslíf HUNDUM MÓTMÆLT Mótmælendur í Búkarest með mynd af fjögurra ára dreng sem lést eftir að hundar réðust á hann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL „Hvort þær úr bætur sem boðaðar eru af hálfu heil- brigðis ráðherra á lyflækningasvið- inu duga einar sér á eftir að koma í ljós. Vandamálin verða til staðar að minnsta kosti eitthvað fram á veturinn en þetta er kannski upp- hafið að því að hefja endurreisnar- starf á sviðinu,“ segir Karl Ander- sen, prófessor í hjartalækningum. Kristján Júlíusson heilbrigðisráð- herra kynnti í gær aðgerða áætlun í nokkrum liðum sem á að bæta stöðu lyflækningasviðs Landspítala – háskólasjúkra- húss. Samkvæmt henni á að draga úr álagi á starf- semi lyflækn- ingasviðsins með því að finna ný vistunarúrræði fyrir 50 aldraða sjúklinga sem lokið hafa með- ferð á sjúkrahús- inu en hafa ekki komist í hjúkrunar- rými. Skipa á yfirlækni almennra lyflækninga á næstu dögum. Starfs- hópur á svo að skila forstjóra marg- víslegum tillögum fyrir októberlok. Björn Zoëga forstjóri vonast til að boðaðar breyt ingar komi í veg fyrir atgervisflótta og að fleiri komi til starfa á sjúkrahúsinu. - jme SPURNING DAGSINS RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS JBL Cinema SB200 59.990 VERÐ HEIMABÍÓ Í EINUM HÁTALARA HELSTU KOSTIR • Getur notað sömu fjarstýringu og sjónvarpið • Harman Display Surround tækni • Þráðlaus Bluetooth tenging • Einfalt í uppsetningu Finna á ný vistunarúrræði fyrir 50 aldraða sjúklinga sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum: Draga á úr álaginu á lyflækningasviði KRISTJÁN JÚLÍUSSON ALÞINGI „Okkur líst ágætlega á þetta, við söfnum þessum upplýsingum þegar úr skattframtölum og birtum árlega niðurstöður en eigum að gera það ársfjórðungslega samkvæmt frumvarpinu,“ segir Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri spurður út í fyrirhugað frumvarp um Hagstofuna sem nú er til umræðu á Alþingi. Markmið frumvarpsins er að breyta lögum um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð til að tryggja að Hagstofan geti safnað og unnið reglubundið upplýsingar um skuldir og eignir, tekjur og gjöld heimila og fyrirtækja í landinu til hagskýrslugerðar. Að sögn Ólafs er forvinna þegar hafin vegna upplýsingasöfnunar beint frá fjármálastofnunum. Aðspurður hvenær Hagstofan geti skilað tilætl- uðum upplýsingum, verði frumvarpið samþykkt, svarar Ólafur: „Það dregst auðvitað eftir því sem þetta er lengur í meðförum Alþingis. En stefnt er að því næsta vor.“ Önnur umræða fór fram í gær á Alþingi. - vg Hagstofustjóri segir sér lítast ágætlega á frumvarp um upplýsingasöfnun: Upplýsingar tiltækar næsta vor HAGSTOFA ÍSLANDS Hagstofustjóri segir að úrvinnslu ljúki næsta vor. SELTJARNARNES Staður fyrir nýtt þrjátíu íbúða hjúkrunarheimili hefur verið staðfestur í bæjarstjórn Seltjarnarness. Lóðin, sem er við Safnatröð, afmarkast af Sefgörðum til norðvesturs, raðhúsalóðum við Nesbala til vesturs og lyfjafræði- og lækningaminjasöfnum til suðurs og austurs. Stefnt er að því að taka heimilið í notkun á árinu 2015. Hjúkrunarheimilið er sagt verða með bestu aðstæður sem völ sé á. „Björn Guðbrandsson, arkitekt frá Arkís ehf., er arkitekt hússins en stofan hefur kynnt sér sérstaklega Eden–hugmyndafræðina,“ segir í samþykkt bæjarstjórnar. - gar Nýtt hjúkrunarheimili byggt: Eden-heimili á Seltjarnarnesi SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Kópavogs hefur snúið ákvörðun skipulagsnefndar bæjarins um að heimila Svifflugfélagi Íslands að koma fyrir færanlegum húsum við flugvöll sinn á Sandskeiði. Svifflugmenn vildu helst fá að stækka félagshús sitt á staðnum en til vara að koma fyrir færan- legum húsum sem áður voru þrjár kennslustofur. Skipulagsnefndin hafnaði viðbyggingunni en vildi leyfa færanlegu húsin. Meirihluti bæjarstjórnarinnar hafnaði að gefa félaginu heimildina áður en deiliskipulag af svæðinu liggur fyrir. - gar Svif lugmenn á Sandskeiði: Fá ekki heimild fyrir húsum Í tillögum ráðherra og forstjóra LSH er meðal annars gert ráð fyrir að nýttir verði betur „kraftar og hæfni“ hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og fleiri stétta til að styðja við störf lækna. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur miklar áhyggjur af því aukna álagi sem stuðning- urinn felur í sér. „Álagið er nú þegar gríðarlegt en ef skapað verður svigrúm til að hjúkrunarfræðingar geti bætt við sig verkefnum fagna ég því að nýta eigi betur menntun þeirra, þekkingu og færni,“ segir Ólafur. -ebg Segir álagið þegar vera of mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.