Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 62
Tíunda þáttaröðin af vinsælasta erlenda þætti Stöðvar 2 frá upphafi er væntanleg í byrjun október en Grey‘s Anatomy verður sýndur á Stöð 2 beint á eftir frumsýn- ingu í Bandaríkjunum. Shonda Rhimes er hugmyndasmiður þáttanna og segir að í upphafi hafi hún einfaldlega viljað búa til þátt sem hún sjálf myndi vilja horfa á. Það er því hægt að gefa sér að heill her karla og kvenna um heim allan deili smekk Rhimes á því hvað er skemmtilegt sjónvarpsefni, slíkar eru vinsældir þáttanna. Það liggur fyrir að Sandra Oh (dr. Cristina Yang) mun yfirgefa leikhópinn í þessari þáttaröð, en hvernig brotthvarf hennar kemur til með að vera skrifað inn í þáttinn verður að koma í ljós. Lítið hefur nefnilega verið gefið upp um hvað fyrir læknana á Grey-Sloan Memorial-spítalanum kemur á komandi vikum, en það ætti að vera óhætt að gefa sér að engin lognmolla einkenni komandi misseri. Grátur og gleði Grey‘s Anatomy Hefst á Stöð 2 miðvikudaginn 2. október. „ Þetta eru allt hræði-leg mál þar sem fórnarlömbin eru heilu fjölskyldurnar. Bubbi Morthens vakti athygli með þáttaröðinni Beint frá býli síðastliðinn vetur, þar sem landsþekktir tónlistarmenn héldu tónleika heima í stofu hjá bændum. Nú er væntanleg ný þáttaröð þar sem tónlistarmenn halda tónleika í messa skipa. Skipin eru hvaðanæva af landinu og hljómsveitirnar jafn ólíkar og þær eru margar. Meðal þeirra sem troða upp í messanum eru Stuðmenn og Gylfi Ægis- son ásamt Pöpunum. Auk þess flytur Bubbi Morthens Ísbjarnarblús í heild sinni í einum þáttanna, í fyrsta skipti í áratugi. Íslensk tónlist í hæsta gæðaflokki flutt við afar íslenskar aðstæður í Beint frá messa. Íslenskir tónar úr messanum Beint frá messa Hefst á Stöð 2 14. september. „Margir af sorglegustu og jafnframt hrottalegustu glæpum landsins eru ástríðuglæpir. Þetta eru allt hræðileg mál þar sem fórnarlömbin eru heilu fjölskyld- urnar. Ég hef mikla samúð með þeim. Í sumum tilfellum er nálægð geranda og þol- anda mikil sem gerir þetta að viðkvæmum og erfiðum málum. Við munum því nálg- ast þetta af virðingu og nærgætni,“ segir sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Erlendsson, sem hefur umsjón með Íslenskum ástríðu- glæpum, nýjum íslenskum heimildar- þáttum sem væntanlegir eru á Stöð 2 í vetur. Þættirnir Mannshvörf vöktu mikla athygli á Stöð 2 fyrr á árinu og heldur Helga Arnardóttir áfram á sömu braut með nýrri þáttaröð, Óupplýst lögreglumál, nú í haust. Íslenskir ástríðuglæpir verða í svipuðum stíl, þar sem viðtöl við sérfræð- inga, þolendur og aðstandendur sem og ítarleg og vönduð umfjöllun um hvert mál verða aðalsmerki þáttanna. „Ástríðuglæpir eru sjaldnast fyrir fram skipulagðir og þau íslensku mál sem við erum að skoða eru þannig. Þessir glæpir eru því miður oft framdir í stundarbrjál- æði og af hvatvísi. Ástríðuglæpir eru því ekki eingöngu þeir glæpir þar sem gerandi og þolandi þekkjast heldur þar sem ger- andi og þolandi þekkjast ekki. Tilgangur- inn er að reyna að komast að því hvers vegna glæpir sem þessir eru framdir,“ segir Ásgeir. „Þegar ég var í sálfræði í Háskólanum í Reykjavík voru þetta glæpir sem gripu athygli mína ekki síst vegna þess að í mörgum tilfellum, þó ekki öllum, eru þeir sem fremja þessa glæpi ekki endilega þeir sem fyrir fram þættu líklegir afbrota- menn. Í mörgum málanna er um að ræða mjög hrottalegan fyrsta glæp viðkom- andi.“ Nálgast viðkvæm mál af nærgætni og virðingu Íslenskir ástríðuglæpir Á Stöð 2 í vetur. 24 FÖSTUDAGUR 13. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.