Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 28
6 FÖSTUDAGUR 13. september 2013 Það gleðjast eflaust margir yfir endurkomu einnar ást- sælustu sjónvarpskonu landsins á Stöð 2, en Vala Matt ætlar að sjá um tvo ólíka þætti á Stöð í vetur. Hún ríður á vaðið þann 19. september næstkomandi með þáttum sem nefnast Sælkeraferðin. Þar ferðast Vala í kringum Ísland og heimsækir annálaða sælkera. „Við förum í ævintýralegt ferðalag um Ísland, hittum dúndurskemmtilegt fólk og lærum að elda dýrindis mat,“ segir Vala um þættina góðu. Eftir áramótin ætlar Vala, ásamt fleirum, að huga að heilsunni í þáttunum Heilsu- gengið. „Í þáttunum fáum við að fylgjast með þekktum einstak- lingum sem eru að kljást við hversdagsvandamál og jafn- vel sjúkdóma tengda matar- æði og lífsstíl. Við fáum að vita hvaða fæðutegundir við eigum að borða til þess að veita okkur ró, hvaða mat við eigum að borða til þess að verða orkumeiri, hvaða mat við getum notað til að líta betur út og hvað við eigum að borða til að finna fyrir meiri gleði. Ekkert meinlæti, bara hamingja og gleði,“ lofar Vala. Heilsugengið dregur nafn sitt af Völu og sérfræðing- unum tveimur sem verða henni til halds og trausts í þáttunum góðu. „Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og næringarþerapisti, mun taka við mælendur í heilsugreiningu og gefa síðan fagleg ráð um breytt mataræði og lífsstíl. Sólveig Eiríksdóttir, heilsu- kokkur og besti hráfæðiskokkur heims, kemur svo og býr til dýrindis heilsumat í samræmi við ráðleggingar Þorbjargar.“ Bara hamingja og gleði Sælkeraferðin Hefst á Stöð 2 19. september. Heilsugengið Hefst á Stöð 2 í janúar. Einn af mikilsvirtustu skurðlæknum Bandaríkjanna er fenginn til að skera upp forseta Bandaríkjanna. Kvöldið fyrir aðgerðina gera hryðjuverkamenn innrás á heimili skurðlæknisins og taka fjölskyld- una í gíslingu. Lausnargjaldið? Að láta for- setann deyja á skurðarborðinu; að öðrum kosti er úti um fjölskyldu læknisins. Þannig spinnst söguþráður í einni af viðamestu erlendu þáttaröð vetrarins á Stöð 2. Þættirnir fara í loftið mánudagskvöldið 30. september og skarta áströlsku verð- launa leik konunni Toni Collette í hlutverki skurðlæknisins dr. Ellen Sanders. Leik konan segir umboðsmenn sína hafa verið nógu snjalla til að ljóstra engu upp um söguþráð- inn þegar henni bauðst að lesa handritið. „Þættirnir eru skrifaðir af mikilli snilld og á gáfulegan máta og þótt ég þættist viss um hvað gerðist næst hafði ég aldrei rétt fyrir mér. Spennan greip mig heljar- tökum og ég gat ekki með nokkru móti lagt handritið frá mér,“ segir Collette, sem með Hostages fagnar því einnig að leika loks eina sögupersónu eftir að hafa leikið marg- skiptan persónuleika í sjónvarpsþáttunum The United States of Tara. Í hinu aðalhlutverki Hostages er sjarma- tröllið Dylan McDermott í hlutverki Duncans Carlisle, föðurlandssvikara innan FBI og foringja hryðjuverkamannanna. „Í hlutverki Carlisle er ég ekki bara vondur karl sem gerir ljóta hluti, að baki ill- virkisins liggur verulega góð ástæða sem smám saman verður ljósari þótt áhorfendur hafi aldrei í hendi sér hvert söguþráðurinn stefnir,“ upplýsir McDermott. Hostages kemur úr smiðju Jerrys Bruck- heimer sem fær áhorfendur til að sveiflast í óvissu um hvað sé rétt og rangt. Þeir upp- lifa viðleitni dr. Sanders við að bjarga fjöl- skyldu sinni, leyndarmál fjölskyldumeðlima og persónulegt mótlæti Carlisle sem liggur að baki sviksamlegum aðgerðum hans. Forsetinn skal deyja Hostages Hefst 30. september á Stöð 2. „ Þættirnir eru skrifaðir af mikilli snilld og þótt ég þættist viss um hvað gerðist næst hafði ég aldrei rétt fyrir mér. Toni Collette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.