Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 24
„ Mér fi nnst mikið atriði að fólk fari áhyggjulaust og á réttan hátt inn í helgina og slaki aðeins á. Það er samt ekki þar með sagt að þetta verði bara einhver froða! Logi Bergmann „Ef ég gæti valið þrjár persónur úr mann- kynssögunni til að mæta til mín í settið þætti mér fínt að fá Bítlana í hljómsveitar- þátt. George gæti þá bara setið undir Ringó og það væri sennilega frekar áhuga- vert,“ segir Logi Bergmann, sem mætir aftur á skjáinn með Loga í beinni þann 20. september. Logi segir þáttinn verða með svipuðu sniði og áður. „Þetta verður léttur spjall- þáttur með skemmtilegri tónlist og áhuga- verðum gestum. Mér finnst mikið atriði að fólk fari áhyggjulaust og á réttan hátt inn í helgina og slaki aðeins á. Það er samt ekki þar með sagt að þetta verði bara einhver froða!“ segir Logi og hlær. Gestir Loga þurfa að uppfylla nokkrar kröfur. „Þeir þurfa að vera skemmtilegir, áhugaverðir og hafa frá einhverju að segja. Þá skiptir í raun ekki máli hvort þeir hafi komið áður.“ Eftirminnilegasti gestur Loga er leikar- inn og leikstjórinn Benedikt Erlingsson. „Benedikt er skemmtilega óútreiknan- legur og maður lendir dálítið í honum. Hann tók kast á mig í fyrstu heimsókn sinni í þátt- inn fyrir hvað ég var mikill plebbi og þátt- urinn ekki nógu menningarlegur. Þorsteinn Gunnarsson, Jón Gnarr og Anna Svava eru líka í uppáhaldi; svona eins og fólk hefur sennilega tekið eftir,“ segir Logi sposkur. Í kvöld mætir Logi á skjáinn sem gest- gjafi í Haustpartíi Stöðvar 2. Hann lofar líf- legri skemmtidagskrá og góðum gestum í bland við kynningu á spennandi dagskrár- liðum Stöðvar 2 á vetri komanda. Haust- partíið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 18.55 í kvöld. „Veturinn er virkilega spennandi á Stöð 2. Það er mikill kraftur í innlenda efninu og alls konar nýir, íslenskir þættir sem ég hlakka til að sjá. Á skjáinn eru líka væntan- legir nýir og freistandi erlendir þættir í bland við gamla kunningja,“ segir Logi og viðurkennir að hann sé dálítill plebbi hvað sjónvarpsáhorf varðar. „Ég er plebbi af því að ég horfi á The Mentalist og American Idol. Ég hlakka svo mikið til að sjá Ástríði, nýju þættina hennar Lóu Pind, Eitthvað annað, og Óupplýst lög- reglumál með Helgu Arnardóttur. Einnig Blacklisted með James Spader og 24, sem snýr aftur. Aðrir uppáhaldsþættir mínir eru Bones, Homeland og Orange Is the New Black.“ Til gamans má geta að dagskrá Stöðvar 2 verður opin og ólæst alla helgina. Svolítill sjónvarps plebbi Hausthátíð Það verður erfitt að segja skilið við sjón varps sófann í vetur því dagskráin á Stöð 2 rígheldur áhorfendum við skjáinn. Dagskrána kynnir Logi Bergmann í Haustpartíi í kvöld. Þáttaröðin Hið blómlega bú sló eftirminnilega í gegn á Stöð 2 síðastliðið vor, en áhorfendur kunnu vel að meta matreiðslu- manninn Árna Ólaf Jónsson og frumraun hans í búskap og eldamennsku fyrir framan myndavélarnar í íslenskri sveit. Það gleður því eflaust marga að vita að nýrrar þáttaraðar er að vænta af Hinu blómlega búi í nóvember þar sem notaleg vetrar stemning mun ríkja. Þó að Árni Ólafur hafi hreint ekki verið neinn nýgræðingur í eldhúsinu þegar Hið blóm- lega bú leit dagsins ljós var hann þar að þreyta frumraun sína í sjónvarpi. Hann segir að honum og leikstjóra og fram- leiðanda þáttanna hafi því komið viðtökurnar skemmti- lega á óvart. „Við vissum hreinlega ekki hverju við áttum að búast við. Viðfangsefnið heillaði okkur – íslenska sveitin, maturinn og hefðirnar – og töldum við að fleiri væru í svipuðum pælingum. Það reyndist rétt og erum við hæstánægð með við- tökurnar.“ Í nýju þáttaröðinni verður sem fyrr segir áhersla á vetrar- legan mat og matarhefðir. „Við ætlum að halda áfram á svipuðum nótum og í fyrri þáttaröðinni og fylgjast með lífinu í sveitinni, kíkja í heim- sókn til bænda, elda góðan mat og vinna hann sem mest frá grunni. Veturinn getur verið svo notalegur og það er margt spennandi sem hægt er að gera á þessum árstíma,“ segir Árni Ólafur. En hvað skyldi vera eftir- lætismatur sjónvarpskokksins rómaða? „Það er enginn einn réttur í uppáhaldi hjá mér; bragðlauk- arnir eru alltaf að sækjast í mismunandi hluti. Ég er í Hollandi þessa stundina og þar sem ég gisti eru epla-, plómu- og mórberjatré í garðinum og því leitar hugurinn núna í bökur og sultur. Ég nýt alls matar sem útbúinn er af natni úr fersku og góðu hráefni.“ Veturinn getur verið svo notalegur Hið blómlega bú Hefst á Stöð 2 í nóvember. „Ég nýt alls matar sem útbúinn er af natni úr fersku og góðu hráefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.