Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 86
13. september 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 42 HELGIN Tónlistarsérfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen hefur ákveð- ið að framlengja námsdvöl sína við Edinborgarháskóla. Hann hefur lokið meistaranámi sínu í tónlistar fræði, eða musicology, og hyggur nú á þriggja ára doktors- nám. „Þetta leggst afar vel í mig. Stefnan var alltaf að taka doktor hérna úti og ég er mjög glaður með að það hafi gengið eftir. Ég er þá að fara að vinna með Simon Frith, sem er mikill poppfræði- gúrú. Hann lagði í raun línurnar fyrir fagið sem slíkt fyrir ára- tugum og er virtur prófessor í alþjóðaháskólasamfélaginu,“ segir Arnar Eggert, spurður út í námið. „Mastersnámið var bara eitt ár og í rauninni nokkurs konar undirbúningur fyrir doktorinn. Íslensk tónlist mun þá tengjast inn í þetta doktorsverkefni og ég get þá unnið úr þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef þegar öðlast.“ Verðurðu þá alfróður um tónlist að náminu loknu? „Já, mér er sagt að ég verði alfróður um tónlistina þegar doktornum lýkur. Þá get ég loksins hætt að hlusta á þessa tón- list,“ segir hann og hlær. - fb Verður doktor í tónlistarfræði Spekúlantinn Arnar Eggert Thoroddsen hyggur á doktorsnám í tónlistarfræði. Í EDINBORG Tónlistarfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen ætlar í doktors nám í tónlistarfræði. ➜ Arnar Eggert er einn helsti tónlistarspekingur þjóðarinnar og hefur starfað á Morgun- blaðinu síðustu þrettán ár ásamt því að sitja í dóm- nefndum í tónlistarkeppnum. „Okkur leist best á fallega, litla einbýlishúsið í Halsviksvägen, á eyjunni Styrsö, þar sem tólf hundruð manns búa,“ segir lög- fræðineminn og fyrirsætan Snjó- laug Árnadóttir sem flutti ný- verið til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Gautaborgar, ásamt kærasta sínum, Arngrími Jóni Sigurðssyni. Þar stundar Snjólaug meistaranám í lögfræði. Við flutningana út fékk parið að vita að erfitt gæti verið að finna íbúðir til leigu í borginni og því ákváðu þau að hafa augun opin fyrir öðrum kostum. Þau búa nú í einbýlishúsi á lítilli eyju rétt fyrir utan Gautaborg og taka ferju yfir á meginlandið á degi hverjum. „Eitt kvöld fór ég út að borða með skólafélögunum og ætlaði að taka síðustu ferjuna heim. Þegar ég var komin niður á höfn komst ég að því að ég hafði misskilið tímatöfluna og hafði rétt misst af síðustu ferjunni. Ég neyddist til að eyða nóttinni alein á bryggj- unni í skítakulda. Ég hringdi í Arngrím til að láta hann vita að mín væri ekki von heim, en sím- inn varð batteríslaus í miðju sam- tali. Ég hafði ekkert til að gera til að drepa tímann og vissi ekki einu sinni hvað tímanum leið á meðan ég beið. Þegar ferjan loks- ins kom hoppaði ég himinlifandi inn í hlýjuna. Ég endaði að vísu í vitlausri höfn og þurfti að ganga þvert yfir eyjuna í þoku,“ segir hún hlæjandi þegar hún rifjar upp kvöldið. Snjólaug segir það ævintýri líkast að búa á eyju og ekki spillir fyrir að mánaðarleigan fyrir heilt hús sé sambærileg því sem þau hefðu greitt fyrir eitt herbergi í Gautaborg. „Þarna eru margar göngu leiðir, risavaxinn skógur sem minn- ir á Fangorn-skóg úr Lord of the Rings-myndunum, og mikið dýra- líf. Hér er mikill fjöldi dádýra, froska og fugla,“ segir hún að lokum. asa@frettabladid.is Býr á ævintýraeyju Lögfræðineminn og fyrirsætan Snjólaug Árnadóttir er nýfl utt til Gautaborgar með kærasta sínum. Þau búa á eyjunni Styrsö sem er rétt fyrir utan Gautaborg. BÝR Á EYJU Snjólaug Árnadóttir býr á eyjunni Styrsö, skammt frá Gautaborg, með kærasta sínum. Hún stundar meistaranám í lögfræði í Gautaborg. MYND/ARNGRÍMUR ➜ Styrsö er um 1,58 ferkíló- metrar að flatarmáli. Rithöfundarnir Þórarinn Eldjárn, Sigurbjörg Þrastardóttir, Madeline Miller og Mazen Maarouf etja kappi í framsögu á skemmti- staðnum Gamla Gauknum á sunnudag. Þetta er í annað sinn sem keppnin fer fram hér á landi. „Þetta verður algjört dúndur,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur undir nafninu Dóri DNA, en hann mun dæma í keppninni ásamt rit- höfundinum Sigurjóni Birgi Sigurðssyni, öðru nafni Sjón, og leikkonunni Ólafíu Hrönn Jóns- dóttur. „Ég er klárlega Randy Jackson ef það á að líkja þessu við Idol,“ segir Halldór um dóm- arastöðuna. Keppnin kallast Literary Death Match og er alþjóðleg lestrarröð sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna og er hugmyndin að brjóta upp hefðbundið upplestrarform og gera það skemmtilegt. „Það er gaman að upphefja bókmenntaformið, þrýsta þessu niður á lægra plan, þetta þarf ekki alltaf að vera svona form- legt. Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og sniðugt,“ bætir Halldór við. Dómararnir velja tvo lesara sem komast áfram í lokaumferðina. Sigurvegarar hvorrar umferðar reyna hvor annan í leikjum sem hafa óljósa bókmenntalega skírskotun. Sigurvegar- inn fer heim með LDM-krúnuna, en ríkjandi meistari er Kári Túliníus. Húsið verður opnað kl. 19.30 og kostar litlar 1.000 krónur inn. - glp Rithöfundar berjast á Gauknum Fjórir þekktir rithöfundar keppa í framsögu á Gamla Gauknum um helgina. DÆMIR Í FRAM- SÖGU Grínist- inn Halldór Halldórsson er einn þriggja dómara í keppninni Literary Death Match sem fram fer um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI „Ég ætla að horfa á mína menn í Chelsea rústa Everton á morgun og fer svo í útskriftarveislu um kvöldið. Á sunnudag fer ég svo á hljóm- sveitar æfingu, því það er það eina sem tónlistarmenn gera.“ Una Stefánsdóttir, söng- og tónlistarkona. Tók á móti tökuliði Jón Gnarr sýndi ástralskri sjónvarpskonu borgina. Jón Gnarr tók á móti níu manna hóp frá ástr- ölsku sjónvarpsstöðinni Channel 7 á miðviku- dag. Hópurinn var hér við tökur á ferðaþætti um Ísland og mun borgarstjórinn leika veiga- mikið hlutverk í þættinum. Samkvæmt vef Reykjavíkur borgar sýndi borgarstjórinn þáttarstjórn- andanum, Anh Do, ráðhúsið, styttu Leifs Eiríkssonar á Skólavörðuholt- inu, kaffihúsið Laundromat og loks hvíldu þau lúna fætur í fótalauginni við Gróttu. Tökuliðið mun einnig mynda torfærubíla, sjósundfólk, Bláa lónið og náttúruperlur á borð við Gullfoss og Geysi fyrir þátt- inn sem verður sýndur í Ástralíu í byrjun nóvember. Reiknað er með að um tvær milljónir manna muni horfa á þáttinn. VINSÆLL Jón Gnarr tók á móti áströlsku tökuliði og sýndi þeim borgina. ROSIE VERKEFNIÐ EFTIR GRAEME SIMSION D Y N A M O R E Y K JA V ÍK KRÚTTSPRENGJA – KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR Frumleg, heillandi og fyndin! „Grípandi, fyn din saga um það að maður finnur ekki ás tina; hún finnur ma nn.“ GLAMOUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.