Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 56
„Það hefur lengi angrað mig hvað umræðan um atvinnusköpun á Íslandi er takmörkuð. Þessi einhæfa umræða um stóriðju eða eitt- hvað óskilgreint og afar loðið „annað“ er ekki líkleg til að hvetja fólk til þess að búa til alls konar störf á Íslandi. Og eftir að hafa unnið í öll þessi ár við fréttir, þar sem maður fær illt auga frá vaktstjórum ef fréttin er lengri en 90 sekúndur, fannst mér það stórkostlegt tækifæri nú þegar við erum farin af fullum krafti að framleiða íslenskt efni að fá að hitta fólk sem er að gera „eitthvað annað“,“ segir Lóa Pind Aldísardóttir um tilurð væntanlegra þátta sem nefnast einfaldlega Eitthvað annað. „Ég held líka að geðheilsa þjóðarinnar megi alveg við því að fá sögur af skapandi frumkvöðlum, svona inn á milli frétta um milljarða afskriftir og markaðsmisnotkun hrunsins. Sögur sem vekja innblástur en ekki reiði.“ Þættir Lóu, Tossarnir, vöktu mikla athygli fyrr í sumar og Lóa heldur áfram að fjalla um menn og málefni sem vekja áhuga hennar. „Ég hef einfaldlega brennandi áhuga á fólki sem þorir, fólki sem hefur ástríðu fyrir því sem það gerir og fólki sem hugsar út fyrir rammann. Frumkvöðlar eru svoleiðis fólk, fólkið sem fær hugmynd og er tilbúið að leggja nótt við dag, vinna launa- laust ef þörf krefur og jafnvel fresta jólunum ef það er það sem þarf. Við Egill Aðalsteinsson myndatökumaður fengum að verja tíma með alls konar frumkvöðlum í hinum ólíkustu geirum til þess að segja sögu þessa fólks. Og ég dáist óendanlega að svona fólki sem þorir að stíga skrefið út fyrir þægindaramma laun- þegans og láta drauminn um „eitthvað annað“ rætast.“ Lóa segir sitthvað hafa komið sér á óvart við gerð þáttanna. „Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað það er til öflugt frum- kvöðlasamfélag á Íslandi. Því þótt sprotafyrirtæki fái talsverða athygli í fjölmiðlum þá er slík umfjöllun í smáskömmtum þannig að maður fær ekki tilfinningu fyrir umfanginu og fjöldanum. Þau eru svo miklu, miklu fleiri en CCP, Marel og Össur. Ísland er fullt af fólki sem hefur uppgötvað eittvað nýtt og komið því á markað. Ég vona bara að þættirnir verði einhverjum áhorfendum innblástur og frumkvöðlunum fjölgi enn frekar. Eins kom mér á óvart hversu margir frumkvöðlar kváðust vera ofvirkir með athyglisbrest. Það virðist vera eiginleiki sem nýtist vel við nýsköpun.“ Frumkvöðlar sem þora Eitthvað annað Hefst á Stöð 2 í október. Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Finnur Thorlacius ætla að leiða saman hesta sína í glænýjum og sjóðheitum bíla- þætti sem nefnist einfaldlega Á fullu gazi. „Áhorfendur mega búast við stuði. Og dóti. Fullt af dóti. Við skoðum flottustu, skemmtilegustu, skrítnustu og ljótustu bíla landsins. Sjáum óbreytta borgara keppa í ralli og heimsækjum landsins helstu bílageggjara svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Sigríður Elva. Finnur tekur undir: „Þeir mega búast við skondnu og skemmtilegu sjónarhorni á bílaheiminn, keppnishörku ýmissa þátttakenda, flottum og óvenju legum bílum, smá fróðleik um bíla en umfram allt glensi og gamni sem fylgir bílum sem leik- tækjum jafnt sem farartækjum.“ Þetta er fyrsta samstarfsverkefni Sigríðar Elvu og Finns og þeim líst vel á samstarfið. „Meðstjórnandi minn er tækjabrjálæðingur eins og ég, góður öku- maður og gullfalleg að auki. Er hægt að hafa það betra?“ spyr Finnur. Sigríður Elva segir það sömuleiðis forréttindi að vera í félagsskap fólks sem er jafnvel tækjabrjálaðra en hún sjálf. Hún segir Finn einnig hafa yfirburði þegar kemur að visku um bíla. „Enda er Finnur einn helsti bílasér- fræðingur landsins til margra ára. Ég held ég þurfi að prófa hvert einasta trylli- tæki sem ég kemst yfir á næstunni til að vinna upp forskotið.“ En hver skyldi vera draumabíll hinna nýju þáttastjórnenda? „Yfirleitt heillast ég mest af sportbílum sem eru bæði fagrir og kraftmiklir en kosta tíföld árs- laun meðalmanns og komast ekki með góðu móti yfir hraðahindrun. Nú er ég hins vegar nýbökuð móðir og praktísk eftir því. Á Íslandi þarf bíla sem kom- ast bæði yfir hraðahindranir í höfuð- borginni og veita fullt ferðafrelsi á há- lendinu. Draumabíllinn í augnablikinu er því stökkbreyttur ofurjeppi svo ég geti ferðast með krílið í vetur,“ segir Sigríður Elva. Finnur á heldur ekki í vandræðum með valið: „Draumabíllinn minn í bili er einn sá er ég tók síðast í, Porsche 911 Turbo S, en Tesla Model S fylgir fast á eftir.“ Tækjabrjálaðir bílasjúklingar Á fullu gazi Hefst á Stöð 2 í haust. „ Áhorfendur mega búast við stuði og dóti. Fullt af dóti. Við skoðum fl ottustu, skemmtilegustu, skrítnustu og ljótustu bíla landsins. Sjáum óbreytta borgara keppa í rallí og heimsækjum landsins helstu bílageggjara … Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir „Ég held að þjóðin megi alveg við því að fá sögur af frumkvöðlum, svona inn á milli frétta um markaðs- misnotkun og milljarðaafskriftir. Lóa Pind Aldísardóttir 18 FÖSTUDAGUR 13. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.