Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 34
12 FÖSTUDAGUR 13. september 2013 „Heimili fólks segir manni töluvert um það og ég er spenntur í hvert skipti sem ég fer í Heimsókn,“ segir Sindri Sindrason, sem stýrir sam- nefndum þætti á Stöð 2 í vetur. Heim- sókn hóf göngu sína þann 4. septem- ber síðastliðinn, en um að ræða aðra þáttaröðina af þessum vinsæla þætti sem vakti mikla athygli í fyrra. „Mér finnst alltaf best að taka við- tal, hvort sem er fyrir Ísland í dag eða Heimsókn, á heimili viðmæland- ans því þar er hann á heimavelli og samtölin verða afslappaðri og eðli- legri en í stúdíói. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki sjálfsagt að fólk hleypi allri þjóðinni inn á sitt heilag- asta svæði og ég er afar þakklátur fyrir hvað mér hefur verið tekið vel.“ Sindri segist ekki hafa neitt sérstakt heimili efst á óskalistanum fyrir Heimsókn. „Markmið mitt er ekki að heim- sækja heimili eftir mínum smekk heldur að hafa þau sem ólíkust og viðmælendurna líka. Ég hef oft sagt þáttinn vera blöndu af Innliti/útliti og Sjálfstæðu fólki og ætla að halda því áfram. Þættirnir verða sextán talsins og verða alla vega til jóla. Við munum heimsækja stór hús, lítil, nýtískuleg og gamaldags, t.d. flotta piparsveina- íbúð, glæsilegt sveitasetur, við sýnum fyrir/eftir breytingar, biskups setrið, heimili Íslendinga í útlöndum og hvernig breyta megi á ódýran hátt.“ Spenntur í hvert skipti sem ég fer í heimsókn Heimsókn Á Stöð 2 á miðvikudögum. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekki sjálfsagt að fólk hleypi allri þjóðinni inn á sitt heilagasta svæði og ég er afar þakklátur fyrir hvað mér hefur verið tekið vel. Sindri Sindrason „Ég er algjör x-factor-, idol- og talent-lúði og hef horft á þetta allt. Ég varð því mjög spenntur þegar ég var beðinn um að taka að mér að vera kynnir í Ísland got talent. Auddi Ef þú, eða einhver sem þú þekkir, lumar á hæfileikum og munar um tíu milljónir króna ættir þú að halda áfram að lesa. Stöð 2 ætlar nefnilega að bjóða stærstu hæfileikakeppni heims velkomna hingað til lands þegar Ísland got talent verður hleypt af stokkunum. Fólki á öllum aldri er velkomið að taka þátt og skiptir þá engu hvort hæfileikarnir eru á sviði tónlistar, leiklistar, galdra, uppistands, íþrótta, dans, áhættuatriða eða einhvers ann- ars. Eins mega hópar skrá sig til leiks og ekk- ert aldurstakmark er í keppnina. Þó ber að taka fram að þátttakendur undir 18 ára aldri þurfa undirskrift forráðamanns. Það er sjónvarpsmaðurinn góðkunni Auð- unn Blöndal sem verður í hinu vandasama hlutverki kynnisins. Auddi hefur stjórnað einum vinsælasta útvarpsþætti landsins, FM 95BLÖ, undanfarið en hefur einnig verið einn af vinsælustu sjónvarpsmönnum lands- ins undanfarin ár. Dómararnir í keppninni eru ekki af verri endanum en í dómnefndinni eru fjórir hæfi- leikaríkir einstaklingar. Einn ástsælasti tón- listarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, hefur munninn fyrir neðan nefið auk ára- tuga reynslu í tónlistarheiminum, sem og í dómarastörfum af þessu tagi. Þórunn Ant- onía Magnúsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið út plötur og stjórnað sjónvarps- þáttum. Auk þess hafa tónlistarmyndbönd hennar vakið athygli. Þúsundþjalasmiðurinn Jón Jónsson er ekki bara vinsæll tónlistar- maður, blaðamaður og knattspyrnumaður, hann er einnig afar viðkunnanlegur. Og þá er ótalinn fyrrverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem kemur ekki til með að liggja á skoðunum sínum. Stærsti sjónvarpsviðburður vetrarins er því væntanlegur á Stöð 2. Auddi Hvernig leggst þátturinn í þig? Bara hrika- lega vel. Ég er algjör x-factor-, idol- og tal- ent-lúði og hef horft á þetta allt. Ég varð því mjög spenntur þegar ég var beðinn um að taka að mér að vera kynnir í Ísland got tal- ent. Hvers hlakkar þú mest til? Að sjá hversu hæfileikaríkir Íslendingar eru. Ég held að verðlaunin, 10 milljónir, eigi eftir að draga nokkra fram sem ekki hafa mætt hingað til. Býstu við einhverjum kjánahrolli? Hann fylgir alltaf. Það verða örugglega einhverjir athyglissjúkir Auddar eða Sveppar sem láta sjá sig. Hefðir þú tekið þátt? Ég hefði örugglega tekið þátt ef þátturinn hefði verið sýndur fyrir nokkrum árum, bara til að sjá mig í sjónvarpi. Hvað hæfileika hefðir þú sýnt? Ætli ég hefði ekki dansað, tekið Jackson á þetta. Þorgerður Katrín Hvernig leggst verkefnið í þig? „Verkefnið leggst afar vel í mig. Ég held að þetta verði gríðarlega skemmtilegt, enda frábær hópur sem kemur að þættinum. Það er mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þessu ólíka en hressa fólki. Um leið gefur það mér tækifæri til að upplifa aðrar og fleiri hliðar á Íslendingum og vonandi uppgötva ein- hverja leynda hæfileika,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi mennta- málaráðherra, sem verður einn af dómurum þáttarins. Að hverju ertu að leita? „Ég mun leita eftir framkomu, einlægni, heiðarleika og frumleika. Þetta verður stórt skref fyrir hvern og einn keppanda og maður þarf að passa upp á að fólki líði vel á sviðinu,“ segir hún enn fremur. „Þetta er vissulega ólíkt því sem ég hef áður gert en á endanum snýst allt um að vera maður sjálfur. Mér getur fylgt einlægni en líka gassagangur. Ég hlakka mikið til, það verður gaman að fara út á land og hitta fólk. Vissulega er þetta svolítið nýtt verkefni sem ég er að takast á við, þetta er önnur tegund af fjölmiðlun en sú sem ég hef verið í samskiptum við lengi. Það verður skemmtilegt að kynnast þessu nýja starfi.“ Bubbi Hvernig leggst verkefnið í þig? „Þessi þáttur leggst mjög vel í mig. Hann er búinn að vera í undirbúningi í langan tíma. Svona hug- mynd þarf að malla í potti í smá stund. Svo þarf að bragða á og setja krydd út í, þetta krydd og hitt kryddið, svo á endanum verður hugmyndin og þátturinn fullsköpuð.“ Að hverju ert þú að leita í Ísland got tal- ent? „Ég er fyrst og fremst að leita að ein- hverjum sem fær mig til að standa á öndinni og segja vá! Við leitum öll að því í fari þátt- takenda, þessum stóra 40 pundara.“ „Hvernig leggst keppnin í þig? Þetta leggst rosalega vel í mig og ég hlakka til. Þetta er krefjandi og spennandi verkefni.“ Þórunn Antonía Að hverju ertu að leita? „Ég leita að ein- lægum náttúrutalentum. Ég veit að það er mikið af hæfileikaríkum Íslendingum þarna úti og ég hvet þá alla til að taka þátt. Um leið tek ég ofan fyrir fólki sem leggur þetta á sig – að standa svona fyrir framan dómnefnd er auðvitað erfitt og ótrúlega krefjandi.“ Myndirðu taka þátt í svona keppni sjálf? „Ég var reyndar tólf ára þegar ég stökk upp á svið í hæfileikakeppni Tónabæjar. Ég var ekki einu sinni skráð í keppnina og kunni ekkert á karókí, en söng Frank Mills úr Hárinu án undirspils og vann. Í úrslitun- um keppti ég svo meðal annars við Þorvald Davíð Kristjánsson, og vann þar líka.“ Jón Jónsson Hvernig leggst verkefnið í þig? Það leggst mjög vel í mig því ég á ekki von á öðru en flottum atriðum í keppnina enda til mikils að vinna. Ég er líka mjög spenntur að sitja í dómarasæti við hliðina á þessu frábæra fólki. Með þættinum rætist hjá mér draumur því ég er mjög veikur fyrir hæfileika- og raunveruleikaþáttum og sit jafnan límdur við skjáinn að horfa á sams konar þætti. Maður á því eftir að komast í góðan gír; ekki spurning. Að hverju ert þú að leita í Ísland got tal- ent? Ég leita fyrst og fremst að einlægum hæfileikum og tilgerðarlausum atriðum. Að þeim sem fylgja hjartanu og eru virkilega góðir í því sem þeir gera af sannfæringu og góðri tilfinningu. Stærsta hæfileikakeppni í heimi Ísland got talent Hefst á Stöð 2 í vetur. Þetta er vissulega ólíkt því sem ég hef áður gert en á endanum snýst allt um að vera maður sjálfur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Við leitum öll að því í fari þátttakenda, þess um stóra 40 pundara. Bubbi Ég leita að einlægum náttúrutalentum. Ég veit að það er mikið af hæfi - leika ríkum Íslending um þarna úti og ég hvet þá alla til að taka þátt. Þórunn Antonía Ég er líka mjög spennt ur að sitja í dómarasæti við hliðina á þessu frábæra fólki. Jón Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.