Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 75
FÖSTUDAGUR 13. september 2013 | MENNING | 31 „Þeir voru kannski dálítið tregir fyrst, að fá húðflúrsstefnu inn í Súlnasalinn á Hótel Sögu. Þeir héldu að við myndum jafnvel skilja salinn eftir sem rjúkandi rúst. En þetta gekk og eftir á sögðust þeir sjaldan hafa átt samskipti við jafn kurteist og snyrtilegt fólk,“ segir Fjölnir Geir Bragason, betur þekktur sem Fjölnir tattú, um ráðstefn- una Icelandic Tattoo Expo sem haldin verður hér á landi um helgina. Fjölnir er andlit ráð- stefnunnar, sem haldin er í annað sinn, og hefst í dag klukkan þrjú. Um fimmtíu húðflúrarar verða við störf á hátíðinni í ár. „Við erum að fá rjómann af húðflúrlistamönnum hingað til landsins. Um þrjátíu og fimm þeirra eru erlendir,“ segir hann og bætir við: „Þetta gekk vonum framar í fyrra. Það mætti fjöldi fólks og við vorum sveittir á skallanum að flúra liðið. Ég heyri svo oft að fólk vilji fá sér flúr en viti ekki hvað það vill fá sér. Fyrir það fólk er þessi hátíð tilvalin. Þarna verður um flestar stefnur húðflúrlistanna að velja, þannig að ég hvet fólk til að mæta snemma og kynna sér stefnur og skóla í húðflúri.“ Hátíðin er hugarfóstur Svans og Sessu sem reka húðflúr stofuna Tattoo og Skart. „Það verður þétt dagskrá á hátíðinni, tónlistar- atriði, tattúkeppni og þar fram eftir götunum. Þetta verður hin besta skemmtun og ég hvet sem flesta til að láta sjá sig, hvort sem þeir vilja láta flúra sig eða eru bara forvitnir,“ segir Fjölnir að lokum. - ósk Rjóminn af húðfl úrlistamönnum til Íslands Icelandic Tattoo Expo er haldin í annað sinn í Súlnasal Hótel Sögu. Dagskráin hefst klukkan þrjú í dag. ANDLIT HÚÐFLÚRRÁÐSTEFNU Fjölnir Geir Bragason, betur þekktur sem Fjölnir tattú, er andlit ráðstefnunnar Icelandic Tattoo Expo. Kvikmyndin Málmhaus var heimsfrumsýnd um síðustu helgi á TIFF (Toronto International Film Festival). Sýningin gekk vonum framar. Hátt í tvö þúsund gestir sáu myndina á fimm sýningum, þar á meðal kanadískur almenningur, blaðamenn og kvikmyndagerðar- fólk frá öllum heimshornum. Að sýningu lokinni uppskáru aðstandendur Málmhauss mikið lófaklapp. Sátu flestir kvik- mynda gestir sem fastast í sætum sínum eftir að sýningu á mynd- inni lauk og biðu eftir að fá að spyrja leikstjórann Ragnar Bragason og aðalleikkonuna Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur spjörunum úr. Málmhaus fékk lófaklapp RAGNAR BRAGASON Leikstjórinn í Toronto þar sem kvikmyndahátíðin TIFF fór fram. Ofurfyrirsætan og eiginkona söngvarans Davids Bowie, Iman, er ósátt við þá staðreynd að það eru færri svartar konur á tískupöll- unum í ár en voru í kringum 1980. „Það er kominn tími til aðgerða, við getum ekki þagað um þetta mál lengur. Ef það er ekki hægt að ræða þetta innan tískugeirans er eitthvað mikið að,“ segir hún. Á nýafstaðinni tískuviku í New York voru 82,7 prósent af fyrir- sætunum hvítar en einungis sex prósent voru svartar. Iman berst fyrir því að fjölbreytni ríki innan tískuheimsins og segir það ábyrgð hönnuða og ritstjóra tískutíma- ritana að svo sé. Of fáar svartar fyrirsætur GAGNRÝNIR TÍSKUVIKUNA Iman segir skammarlegt hversu fáar svartar fyrirsætur sjást á tískupöllunum í ár. NORDICPHOTOS/GETTY Vilhjálmur prins er hættur í hernum eftir sjö ára starf. Vil- hjálmur starfaði sem þyrluflug- maður í leitar- og björgunarsveit breska flughersins. Breska kon- ungshöllin tilkynnti að prinsinn myndi nú alfarið snúa sér að kon- unglegum skyldum sínum og góð- gerðarmálum. Næsta árið mun Vilhjálmur, sem er nýbakaður faðir, vinna fyrir Royal Foundation of The Duke and Duchess, ásamt yngri bróðir sínum, Harry prins. Hann og fjölskylda hans ætla að flytja frá heimili sínu í bænum Anglesey á vesturstönd Wales, í Kengsington-höll. Hættir í fl ughernum Hljóðfæraleikur og söngur Sigríður Beinteinsdóttir Grétar Örvarsson Friðrik Karlsson Jóhann Ásmundsson Sigfús Óttarsson Einar Bragi Bragason Eiður Arnarsson Jón Elvar Hafsteinsson Þorsteinn Gunnarsson Þórir Úlfarsson Bakraddir Friðrik Ómar Regína Ósk Erna Hrönn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.