Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 22
13. september 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT
Trúbadorinn Halli Reynis gaf á dögunum út safnplötuna
Skuggar. Hún hefur að geyma tuttugu lög frá tuttugu
ára ferli hans.
Flest lögin eru tekin af sjö sólóplötum hans en einnig
eru þar þrjú áður óútgefin lög og önnur sem hafa ekki
komið út á plötu með honum.
„Ég held að mér hafi tekist ágætlega að koma þessu
til skila. Samt finnst mér að það hefðu alveg getað verið
tuttugu lög í viðbót en ég er mjög sáttur við þetta,“ segir
Halli Reynis um plötuna.
Tvö lög af henni tóku þátt í Söngvakeppni Sjónvarps-
ins, Ef ég hefði vængi og Vinátta, sem tók þátt síðastliðið
vor. „Það er rosalega gaman að taka þátt í Eurovision,
bara gleði.“
Halli hefur alla tíð sungið sín eigin lög og texta og
gefið plöturnar sínar út sjálfur. Hann segist hafa orðið
tónlistarmaður einhvern veginn af sjálfu sér. „Draumur-
inn var ekki að verða frægur heldur bara að hafa gaman
af því að spila tónlist,“ segir hann. „Það má segja að ég
sé ánægðastur með það eftir tuttugu ár að mér finnst ég
hafa staðið með sjálfum mér. Ég hef ekki selt mig heldur
staðið í lappirnar og farið eftir þeim leiðum sem mér
hefur þótt henta mér. Það leiðinlegasta sem mér finnst
oft við bransann er að „hæpa“ upp eitthvað sem er inni-
stæðulaust.“
Halli hefur lítið spilað undanfarið en ætlar að vera
sjáanlegri í vetur. Tónleikar á Rósenberg eru fyrirhug-
aðir um miðjan október. freyr@frettabladid.is
Fer sínar eigin leiðir
Halli Reynis hefur gefi ð út safnplötuna Skuggar. Hún hefur að geyma lög frá tuttugu ára
ferli hans. Halli hefur tvívegis tekið þátt í Eurovision.
Þrátt fyrir að sjö ár séu liðin frá síðustu plötu hans sem
eingöngu var með nýju efni er hann ekki með aðra slíka í
bígerð. Þess í stað vill hann taka upp tónleikaplötu, auk þess
sem hann er að vinna efni sem fjallar um íslenska vesturfara
sem hefur átt hug hans allan undanfarið.
Tónleikaplata og vesturfarar
Lista- og menningarráð Kópavogs
hefur gert þriggja ára samning við
listamennina Björn Thoroddsen gítar-
leikara og Pamelu De Sensi flautuleik-
ara.
Lista- og menningarsjóður styrkir
þar með menningarviðburði í Kópa-
vogi sem þau hafa haft frumkvæði að
um samtals þrjár milljónir króna á
ári. Björn fær styrk til að halda djass-
og blúshátíð í Salnum í Kópavogi og
Pamela til að halda Ormadaga, menn-
ingarhátíð barna, í samstarfi við menn-
ingar- og safnahús á Borgarholtinu.
Karen E. Halldórsdóttir, formaður
lista- og menningarráðs, segir að með
þessu sé verið að gera listamönnunum
kleift að undirbúa viðburðina betur
fram í tímann. Djass- og blúshátíð
Kópa vogs og Ormadagarnir hafa notið
mikilla vinsælda undanfarin ár.
Djass- og blúshátíðin er haldin
að hausti með jafnt innlendum sem
erlendum tónlistarmönnum. Næsta hátíð
hefst fimmtudaginn 3. október. Orma-
dagarnir hafa verið haldnir á vorin. Til-
gangur þeirra er að efla lista- og menn-
ingarfræðslu leik- og grunnskólabarna
í Kópavogi. Þúsundir barna hafa tekið
þátt í þeim undanfarin misseri.
Tugir listamanna fá styrk úr lista- og
menningarsjóði á ári hverju en með því
er verið að auðga lista- og menningar-
lífið í Kópavogi. Tekjur lista- og menn-
ingarsjóðs eru 0,5% af 6,7% útsvars-
stofni.
Björn og Pamela fengu styrk
Lista- og menningarráð Kópavogs styrkir Björn Thoroddsen og Pamelu De Sensi.
FENGU STYRK Björn Thoroddsen og Pamela
De Sensi við undirskriftina.
Fósturmóðir mín og systir okkar,
GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR
frá Tjörn,
Meistaravöllum 15, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn
16. september næstkomandi klukkan 13.00.
Hörður Steinsson
Þorgeir Sveinsson
Sigurlaug Sveinsdóttir
Guðrún Sveinsdóttir
Steinn Sveinsson
Sveinn Sveinsson
Hjartkær eiginmaður minn,
ÓSKAR VIGFÚSSON
lést á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði
miðvikudaginn 11. september.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 20. september kl. 11.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Elín Kristjánsdóttir
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HALLDÓRA H. STEPHENSEN
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
miðvikudaginn 4. september. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ólafía G. Leifsdóttir Einar S. Guðmundsson
Hannes L. Stephensen Anna Guðlaugsdóttir
Ásdís Leifsdóttir
Hanna H. Leifsdóttir Guðmundur H.S. Guðmundsson
Okkar ástkæra móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA LAUFEY STEFÁNSDÓTTIR
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk
10. september sl. Útförin fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 20. september kl. 15.00.
Skafti Þ. Halldórsson Sigríður Hagalínsdóttir
Brynjólfur Gíslason Gerður Þórisdóttir
Hafdís Inga Gísladóttir Gunnar Einarsson
Vigdís Braga Gísladóttir Hlynur Ívar Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR
fyrrverandi húsfreyja Öngulsstöðum,
lést föstudaginn 6. september. Jarðsett
verður frá Munkaþverárkirkju mánudaginn
16. september kl. 13.30.
Sigurgeir Halldórsson
Jóhannes Geir Sigurgeirsson Ragnheiður Ólafsdóttir
Halldór Sigurgeirsson Sigríður Ása Harðardóttir
Jóna Sigurgeirsdóttir Lúðvík Gunnlaugsson
Snæbjörg Sigurgeirsdóttir Friðrik Friðriksson
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýhug vegna andláts og
útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR JÓHANNS
STEFÁNSSONAR
fv. bónda Stærra- Árskógi,
Víðilundi 24, Akureyri.
Helga Sólveig Jensdóttir
Anna Lilja Sigurðardóttir Erlingur Tryggvason
Jens Sigþór Sigurðsson
Margrét Sigurðardóttir Hannes Ragnar Reynisson
Stefán Júlíus Sigurðsson Guðrún Jóna Karlsdóttir
Signý Sigurðardóttir Sigþór Harðarson
Jónas Ingi Sigurðsson Berglind Sigurpálsdóttir
Brynja Sigurðardóttir Jón Marteinn Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir minn,
ÞORGRÍMUR PÁLSSON
frá Bakka, Skagaströnd,
Hrafnistu, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 7. september. Útför hans fer
fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 17. september kl. 11.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hins
látna eru vinsamlegast beðnir um að láta dvalarheimilið Hrafnistu
njóta þess.
Páll J. Pálsson
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
sem lést þriðjudaginn 10. september
síðastliðinn, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju mánudaginn
16. september kl. 13.00.
Björn Magnússon Ragnheiður Halldórsdóttir
Hulda Kristín Magnúsdóttir
Jóhanna Magnúsdóttir Jón Friðrik Snorrason
Brynjólfur Magnússon Þóra Ingvadóttir
Charlotta Ragnheiður Magnúsdóttir
börn og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR ÞORKELSSON
forstjóri,
Hamrahlíð 29, Reykjavík,
lést laugardaginn 7. september að
hjúkrunarheimilinu Eir. Jarðarförin fer fram
frá Guðríðarkirkju í Grafarholti þriðjudaginn
17. september klukkan 15.00.
Lýdía Þorkelsson
Oddur Carl Einarsson Sigríður Elín Sigfúsdóttir
Rannveig Alma Einarsdóttir Ellert Kristján Steindórsson
Gunnlaug Helga Einarsdóttir Helgi Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn.
HALLI REYNIS Trúbadorinn Halli Reynis hefur gefið út safnplötuna
Skuggar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA