Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 64
26 FÖSTUDAGUR 13. september 2013
„Lífsstíll, heilsuefling og forvarnir eru helstu
áhersluatriði þáttanna og við tengjum þær áherslur
við fræðslu um hina ýmsu sjúkdóma og kvilla,
samanber hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein, inn-
kirtla- og efnaskiptasjúkdóma, barnasjúkdóma auk
andlegra þátta sem skipta sköpum í þróun hinna
ýmsu vandamála. Ýmis viðkvæm mál verða einnig
tekin fyrir, svo sem steranotkun karla, þvagleki
kvenna, kynlíf og margt fleira áhugavert,“ segir
Teitur Guðmundsson, sem ásamt Telmu Tómasson
stýrir væntanlegum þáttum sem nefnast einfaldlega
Doktor.
„Áhorfendur mega búast við því að þarna fari
þáttur sem verður upplýsandi og skemmtilegur,
tekur á málefnum tengdum heilsu á líflegan hátt og
kannski eins og einhver sagði „læknisfræði á manna-
máli“. Undirtónninn í þáttunum er að almenningur
taki með sér boðskap úr þeim sem vonandi mun geta
haft jákvæð áhrif á líf þeirra og líðan.“
Teitur segir eitt og annað hafa komið á óvart við
vinnslu þáttanna.
„Hversu mikinn tíma það tekur að gera slíka þætti
og hvað það eru mörg handtök sem þarf til að setja
slíkt saman. Einnig var gaman að finna hvað það var
mikill áhugi hjá fagfólki á að taka þátt og leggja sitt
af mörkum.“
Læknisfræði á mannamáli
Doktor Hefst á Stöð 2 í október.
„ Undirtónninn í
þáttunum er að
almenningur taki
með sér boðskap
úr þeim sem von-
andi mun geta haft
jákvæð áhrif á líf
þeirra og líðan.
„Það skemmtilegasta við Sjálfstætt fólk er auðvitað fólkið
sjálft. Hið sjálfstæða fólk sem við öll erum. Landið er
frjálst og við líka. Hver hefur ekki áhuga á því að kynn-
ast fólki eins og það er í raun og veru, hvað það er að fást
við og hvernig það sér hlutina, lífið og tilveruna? Ég hef
stundum sagt: Maðurinn er mesta undrið. Við höfum
áhuga hvert á öðru og það er ef til vill það sem gerir
okkur að mönnum. „Maður er manns gaman“ eins og kerl-
ingin sagði,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, sem nú hefur
farið af stað með þrettándu þáttaröðina af einum vinsæl-
asta þætti Stöðvar 2 frá upphafi, Sjálfstæðu fólki.
Jón Ársæll segist ekki hafa neinn sérstakan óskalista
yfir mögulega viðmælendur.
„Ég elska alla. Mín reynsla er sú að hver einasti karl og
kona hafi merkilega sögu að segja. Það er bara að hlusta.
Þannig koma í raun allir til greina sem viðmælendur. Það
er okkar sem vinnum við þetta fag að hlusta og skrásetja
en auðvitað er það ekki sama hvernig það er gert. Ég er
svo heppinn að með mér vinnur mökkur af frábæru fólki
á Stöð 2, fólk sem leggur sig fram við að gera hlutina eins
vel og hægt er. Að búa til hálftíma heimildarmynd á viku
verður ekki gert nema með fólki sem rær í sömu átt og
reddar hlutunum þegar á þarf að halda og vandar sig við
það. Og svo má ekki gleyma Sigríði Guðlaugsdóttur, frá-
bæra tenglinum okkar, og aðalmanninum og stjórnand-
anum, Steingrími Jóni Þórðarsyni, sem er búinn að vera
með mér frá upphafi og gerir fjölda kraftaverka í viku
hverri,“ segir þáttarstjórnandinn góði.
„Þegar ég hugsa til baka finnst mér hver einasti við-
mælandi hafa komið mér á óvart á einhvern hátt. Við
erum í einfaldleika okkar líka flókin og margbreytileg.
Mér verður oft hugsað til þess hversu gaman það væri að
sjá heiminn með augum einhvers annars. Komast þannig
inn fyrir eða á bak við augu og eyru þess sem ég er að
ræða við.“„Þegar ég hugsa til baka fi nnst mér hver ein asti við mælandi
hafa komið mér á óvart á ein hvern hátt.
Allir hafa
merkilega
sögu að
segja
Sjálfstætt fólk
Stöð 2 á sunnudagskvöldum.