Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 32
10 FÖSTUDAGUR 13. september 2013 Siggi Hlö stjórnar einum vinsælasta útvarpsþætti landsins á Bylgjunni á laugar- dögum og ekki hafa vinsældirnar minnkað eftir að kappinn tók sér stöðu á sjón- varpsskjáum landsmanna á laugardagskvöldum í þættinum Veistu hver ég var? þar sem andi níunda áratugarins svífur yfir vötnum. Hvernig hafa viðbrögðin verið við Veistu hver ég var? á Stöð 2? „Ótrúlega góð við- brögð og öll eins og ég helst óskaði mér. Fólk hefur gaman af að sjá þessi gömlu myndbönd og finnst gaman að geta setið heima í stofu og svarað sjálft fullt af spurningum þótt það séu liðin ansi mörg ár.“ Hvaða lag myndirðu aldrei spila í þættinum? „Það er erfitt að segja því á þessum tíma voru margar stefnur í gangi, diskó, fönk, pönk, popp og rokk. Það er kannski NunSexMonkRock með Ninu Hagen sem ég myndi sleppa, því mynd- bandið var svolítið brútal.“ Hvaða keppendur hafa komið þér skemmtilega á óvart? „Nokkrir sem ég hélt að vissu allt vissu lítið og öfugt. Doddi litli á Rás 2 er rosalega góður í þessu, Guffi á Gauknum á góða innkomu og Kjartan Guðjónsson sýnir ótrúleg tilþrif í vælu- símanum í þætti sem verður sýndur fljótlega.“ Hvernig kemurðu þér í gírinn fyrir þáttinn? „Ég er með besta aðstoðarmann í heimi, Dj Fox. Saman peppum við okkur upp með því að hlusta á geggjuð lög frá þessum tíma. Við erum flottasta fólkið í landinu Veistu hver ég var? Stöð 2 á laugardagskvöldum. „ Þegar ég las hand- ritið fannst mér sérstaklega spennandi að ég vissi aldrei hvað myndi gerast næst. Ég varð mjög forvitinn og rétt eins og áhorfendur vil ég láta koma mér á óvart.“ James Spader Spennuþáttaröðin The Blacklist hefur göngu sína á Stöð 2 fimmtudaginn 26. september, strax í kjölfar frumsýning- ar þáttanna á NBC-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. James Spader leikur aðalhlutverkið í þessum mögnuðu þáttum sem margir telja besta nýja sjónvarps- þáttinn í vetur. The Blacklist hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að fyrsti þátt- urinn var forsýndur á árlegri kaupstefnu fyrir sjónvarpsstöðvar í Los Angeles sl. vor. Enginn nýr þáttur hefur vakið jafn- mikla athygli og sjónvarpsstöðvar um víða veröld hafa keppst um sýningaréttinn á þáttunum. James Spader snýr aftur á sjónvarps- skjáinn og leikur Raymond „Red“ Redd- ington sem er á lista bandarísku alríkis- lögreglunnar, FBI, yfir hættulegustu glæpamenn heims. Í fyrsta þættinum gengur hann inn í höfuðstöðvar FBI og gefur sig fram. Hann býður fram aðstoð sína við að handsama aðra eftirlýsta glæpamenn og hryðjuverkamenn gegn því skilyrði að hann fái að vinna eingöngu með ungum nýliða innan FBI, Elizabeth Keen. Við tekur spennandi atburðarás sem heldur áhorfandanum spenntum frá upp- hafi til enda. „Þessi þáttur býr yfir gífurlega miklum möguleikum og getur þróast í ýmsar áttir,“ segir Spader, sem er mjög vand- látur á hlutverk. „Þegar ég las handritið fannst mér sérstaklega spennandi að ég vissi aldrei hvað myndi gerast næst. Ég varð mjög forvitinn og rétt eins og áhorf- endur vil ég láta koma mér á óvart.“ Raymond Reddington er mikill klækja- refur og býr yfir mörgum leyndarmálum. „Ég hef alltaf haft gaman að því að leika náunga sem eru til vandræða og Raymond Reddington hefur einstaklega gaman af því að skapa vandræði. Þess vegna finnst mér þetta hlutverk svo spennandi. Stundum gerir gott fólk slæma hluti og stundum gerir vont fólk góðverk. Raymond Reddington er bæði góður og slæmur.“ Besti nýi spennuþátturinn The Blacklist Hefst 26. september á Stöð 2. Sjónvarpsþátturinn Um land allt í umsjón fréttamannsins Kristjáns Más Unnars- sonar sló í gegn síðasta vetur. Þar heimsótti hann áhugavert fólk og byggðir á landsbyggðinni og kynnti fyrir landsmönnum. Kristján segir viðtökurnar ekki hafa komið á óvart. „Þátturinn fékk mikið áhorf og var einn vinsælasti þáttur stöðvarinnar og mældist stundum með meira áhorf en fréttir. Ég hef lengi fundið í starfi mínu að áhorfendur hafa mikinn áhuga á sjónvarpsefni af þessu tagi.“ Þótt þátturinn sé nýr hafa málefni landsbyggðarinnar lengi verið Kristjáni hugleikin. „Allt frá því ég hóf feril minn á Dagblaðinu fyrir 33 árum hefur það verið snar þáttur í starfinu að fara um landið og afla fanga sem víðast í fréttir af fólki, samfélögum og fyrirtækjum. Þegar ég svo fór yfir á Stöð 2 fyrir rúmum aldarfjórðungi hélt ég þessu áfram, að miðla frásögnum af mönnum og mál- efnum utan Reykjavíkur inn í fréttir og fréttainnslög. Í þessum þáttum núna gefst okkur færi á mun dýpri umfjöllun en stutt fréttainnskot bjóða upp á.“ Hefur komið í allar sveitir Um land allt Kristján Már verður á Stöð 2 á mánudagskvöldum í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.